Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 20

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 20
leiöslunnar herma, má beita þessari byggingatækni viö hvers konar gerö- ir og stærðir, þ. á m. hringmyndað- ar eða bogmyndaðar byggingar. Hún gæti reynzt mikilvirk í baráttunni til að vinna bug á hinni vaxandi bygg- ingakreppu, er stafar af hraðvaxandi kostnaði og skorti á faglærðum bygg- ingamönnum á tímum, þegar bygg- ingaþörfin er gífurleg. Kostnaðarhliðin Iivernig reynist kostnaður „freyði- húsanna“ í samanburði við kostnað hefðbundinna byggingaraðferða? Við allar stærðir og gerðir bygg- inga er hin nýja tækni talin lækka kostnað, svo að um munar. Sem dæmi má nefna, að með hinni nýju tækni má reisa 1000 ferfeta bygg- ingu á 6 klst. Aðeins tveir menn vinna verkið, og kostnaðurinn er $ 3.30 á ferfet eða samtals $ 3300.00. Svipuð stálbygging með viðeigandi einangrun myndi kosta $ 7.00 á fer- fet eða rúmlega tvöfalt meira. Fyrir 5000 ferfeta byggingu myndi kostn- aðurinn vera $ 2.80 á móti $ 5.00 á ferfet. Ofangreindur kostnaður er miðaður við, að plastgólf séu í byggingunum með nýju aðferðinni. Vilji menn hafa gólfin steinsteypt, má bæta $ 0.50 við kostnaðinn á ferfet. Hin nýja aðferð er sögð hafa vak- ið áhuga verktaka húsnæðismálayfir- valda í Bandaríkjunum, sem hafa það meginverkefni að örva þróun nýrra byggingaraðferða og hagnýta prófun þeirra, til lækkunar á byggingakostn- aði. Forstjóri Midwest Applied Sci- ence Corp, dr. Harold DeGroff, hef- ur látið þá skoðun í ljós, að í fram- tíðinni muni arkítektar og húsasmíða- meistarar geta valið úr fjölda plast- bygginga þá gerð, sem bezt hentar til að „sprauta upp á staðnum“, og með aðstoð rafreiknis haft stjórn á fullkomlega sjálfvirkri byggingastarf- semi. Úr „Modem Plastics", sept. ’68. Danskar vörusýningar Samkv. upplýsingum frá Danska sendiráðinu í Reykjavík verða eftir- taldar vörusýningar, er hlotið hafa viðurkenningu Sýningarnefndar at- vinnuveganna í Danmörku, haldnar þar í landi árið 1969. (Erlendum sýnendum er heimil þátttaka í sýn- ingum, sem merktar eru með einni stjörnu, en þær, sem merktar eru með tveimur stjörnum, eru lokaðar sýningar, þ. e. eingöngu ætlaðar fag- fólki í viðkomandi grein, bæði dönsku og annarra þjóða): * Camping 69 í Kaupmannaliöjn. Bella-Centret, 28. febrúar—2. marz. Haldin af Dansk Camping Union í samvinnu við Erhvervenes Udstillingsselskab Bella-Centret A/S. Upplýsingar veitir: Erhver- venes Udstillingsselskab Bella- Centret A/S,Hvidkildevej 64, 2400 Kpbenhavn NV. * Intertrans í Kaupmannaliöjn. For- um, 28. febrúar—7. marz. Haldin af Transportmateriel-Foreningen í samvinnu við Udstillingshallen Forum A/S. Upplýsingar veitir: Udstillingshallen Forum A/S, Jul. Thomsens Plads, 1925 Kpbenhavn V. * Nord-Plast 69 í Kaupmannahöfn. Bella-Centret, 7.—13. marz. Sýn- inguna annast og upplýsingar veit- ir Udstillingsselskabet U.F.E.S.- A.S., Ryvangs Allé 20, 2100 Kpbenhavn 0. **Scandinavian Fashion W eek í kaupmannahöjn. Bella-Centret, 23. -—26. marz. Haldin af Moderingen, Kpbenhavn, Konfektionsindustri- föreningen, Stockholm, Confek- tionsfabrikantens Landsforbund, Oslo, og Vateva, Helsingfors. Upp- lýsingar veitir: Moderingen, V. Voldgade 115, 1552 Kpbenhavn V. * *Copenhagen Fashion Fair í Kaup- mannahöjn. Forum, 23,-—-26. marz. Sýninguna annast og upplýsingar veitir: Udstillingshallen Forum A/S, Jul. Thomsens Plads, 1925 Kpbenhavn V. * Ferie jor Alle í Herning. Herning Hallen, 2.—7. apríl. Sýninguna annast og upplýsingar veitir: A/S Herning Hallen, 7400 Herning. * Byggeri for Milliarder 1969 í Kaupmannahöjn. Bella-Centret, 18. —27. apríl. Sýninguna annast og upplýsingar veitir: Byggecentrum, Gyldenlpvesgade 19, 1600 Kpben- havn V. **Scandinavian Furnilure Fair í Kaupmannahöfn, 7.—11. maí. Section Denmark, Bella-Centret. Sýninguna annast og upplýsingar veitir: Mpbelfabrikantforeningen i Danmark, Hellerupvej 8, 2900 Hellerup. Seclion Suieden, Bella-Centret. Sýn- inguna annast og upplýsingar veit- ir :Sveriges Möbelindustriförbund, Grevgatan 5, Stockholm 14, Sverige. Section Norway, Forum. Sýning- una annast og upplýsingar veitir: Möbelprodusentens Landsforening, Rosenkranzgaten 7, Oslo 1, Norge. Section Finland, Forum. Sýning- una annast og upplýsingar veitir: Möbelprodusentens Landsforening, Rosenkranzgaten 7, Oslo 1, Norge. Danske Mfibler 1969 í Kaup- mannahöjn. Bella-Centret, 13.—18. maí. Haldin af Mpbelhandlernes Centralforening og Mpbelfabri- kantforeningen i Danmark. Upp- lýsingar veitir: Mpbelfabrikantfor- eningen i Danmark, Hellerupvej 8, 2900 Hellerup. * Moderne Butikshandel 69 í Hern- ing. Herning Hallen, 4.—9. júní. Sýninguna annast og upplýsingar veitir: A/S Herning Hallen, 7400 Herning. * Bageriet 69 í Herning. Herning Hallen, 4.—9. júní. Sýninguna annast og upplýsingar veitir: A/S Herning Hallen, 7400 Herning. Danmark ude i Verden í Kaup- mannahöfn. Forum, 13.—22. júní. Sýninguna annast og upplýsingar 102 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.