Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 38

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 38
HVERNIG MARGAR AF AÐFERÐUM OKKAR OG FRAMKVÆMDUM GANGA EFTIR KÁLFASLÓÐ Eitt sinn fyrir ævalöngu ungur kálfur var á göngu, rölti gegn um grænan skóg, greyið hafði étið nóg. A veg sinn otal lykkjur lagði, langaði ekkert heim að bragði eins og kálfur ósvikimi, eirðarlaus og forvitinn. v 1 Og árin runnu í aldaskaut. Löngu er dáið lítið naut. því seinna þennan sama dag fór seppi í lítið ferðalag, rakst á spor og rakti slóð, römm er veiðihvötin góð. 7 ? 7 En slóð varð eftir klaufakálfinn, kemur við sögu litli bjálfinn, Bjöllusauðinn bar að næst, bar hann tignarmerkið glæst, og með hjörð á eftir sér, eins og tignum sauði ber. Sauðahjörðin hlýtt með þel hverja bugðu þræddi vel. Síðast komu mætir menn, "menning" þeirra varir enn. Gengu á svig og skakk og ská, skutust krókaleiðir smá. Fuku ófá orðin reið : "En sú bölvuð krókaleið". En þrátt fyrir æsiorðaflóð, áfram héldu kálfaslóð, skjögruðu hlykkjótt skógargöng, skrámuðu sig í viðarþröng. ( Framh. á innri kápusíðu )

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.