Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 34

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 34
Aðal- Undir- grein grein 319 Önnur kemísk framleiðsla. 32 Framleiðsla úr kolum og olíu. 321 Olíuhreinsun. 322 Koksgerð. 329 Önnur framleiðsla úr kolum og olíu. 33 Steinejnaiðnaður, annar en málrn-, kola- og olíuiðnaður. 331 Leiriðnaður í þágu byggingarstarfsemi. 332 Gleriðnaður. 333 Leirsmíði og postulínsiðnaður. 334 Sementsgerð. 339 Annar steinefnaiðnaður. 34 Fyrstu stig málmiðnaðar. 35—6 350—60 Málmsmíði, önnur en flutningatœkja- og rajmagnstœkja- gerð. 37 370 Smíði og viðgerðir rafmagnstœkja. 38 Smíði og viðgerðir flutningatœkja. 381 Skipasmíði og viðgerðir. 382 J árnbrautariðnaður. 383—85 Bifreiða-, bifhjóla- og reiðhjólagerð og viðgerðir. 386 Flugvélasmíði og viðgerðir. 389 Önnur flutningstækjagerð og viðgerðir. Flokkur 4. Byggingarstarisemi 41 Vega- og brúargerð. 42 Hafnargerð og vitabyggingar. 43 Bygging raforkuvera og símalagning. 44—46 Húsagerð og viðgerðir. 47 Önnur og ótilgreind byggingarstarfsemi. Flokkur 5. Starfræksla raímagns-, gas- og vatnsveitna 51 Framleiðsla og dreifing raforku og gass. 52 Vatnsveitur og sorphreinsun. Flokkur 6. Viðskiptastarfsemi 61 Heildverzlun og smásöluverzlun. 62 Bankastarfsemi o. fl. 63 Tryggingarstarfsemi. 64 Fasteignasala. Flokkur 7. Samgöngur 71 Flutningastarfsemi. 72 Geymslustarfsemi. 73 Póst- og símaþjónusta o. fl. Flokkur 8. Þjónustustarfsemi 81 Opinber stj órnarstarfsemi. 82 Þjónusta opinberra aðila og einkaaðila við þjóðfélagið í heild eða einstök fyrirtæki. 83 Skemmtiþ j ónusta. 84 Persónuleg þjónusta. Flokkur 9. Otilgreind starfsemi 91 Ótilgreind starfsemi. Gamli, góði Parkinson Hinn góðkunni og kjarnyrti pró- fessor, Parkinson, lét ýmislegt spaugi- legt fjúka. Hér eru nokkur sýnishorn: „Starfið þenst út, unz það fyllir út þann tíma, sem er til umráða til að leysa það af hendi.“ „Fjöldi embættismanna og umfang starfsins eru ekki í nokkru innbyrðis samræmi.“ „Embættismaður óskar að fjölga undirmönnum — ekki keppinautum.“ „Embættismenn skapa hver öðrum störf.“ „Nauðsynlegur þáttur í nútíma lifnaðarháttum er cocktail-boð. Al- þjóðlegar vísinda- og viðskiptaráð- stefnur byggjast á slíkum samkom- um. Reynslan sýnir, að án cocktail- boða misheppnast meiriháttar ráð- stefnur.“ „Tveir hópar manna skilja hinn æðri fjármálaheim: Þeir, sem sjálfir eiga ógrynni auðæfa, og þeir, sem ekki eiga bót fyrir rassinn.“ Lögmál smámunanna: „Sá tími, sem notaður er til með- ferðar hvers konar mála á dagskrá, er í öfugu hlutfalli við þá fjárhæð, sem um er að ræða.“ „Utgjöldin hækka til að fylgjast vel með tekjunum.“ Um aldurstakmörk fyrir eftirlaun: „Svo virðist sem afkastagetan minnki við A-f-3, án tillits til þess, hvaða aldursmörk A táknar.“ Er ekki eins og við höfum heyrt sumt af þessu áður — eða höfum við e. t. v. rekizt á það í daglega líf- inu? Nýjasta skilgreining á helvíti Samkvæmt David Frost og Ant- hony Jay er helvíti í augum Englend- ingsins sá staður, þar sem lögreglan er þýzk, grínleikararnir sænskir, landvarnirnar ítalskar, vegir gerðir af Frökkum, járnbrautirnar reknar af Spánverjum, pop-söngvararnir eru belgískir, Tyrkir matreiða og írskir þjónar bera matinn fram, stjórnin er grísk og tungumálið hollenzka. 116 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.