Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 23

Iðnaðarmál - 01.06.1968, Blaðsíða 23
gufuflœði (diffusion) í útveggjum húsa g/m3 J- —f/ -y / > 1- °C * Línurit yfir daggarmyndun sem fall af hitastigi. Sex ástœður eru til þess að raki fœristtil: aðdráttarafl, vindkraftur, hárpípukraft- ur, daggarmyndun, uppgufun og gufuflœði. Uppgufun má leysa með loftrœst- ingu en gufuflœði og daggarmyndun samtímis er mjög hvimleið og getur t. d. gjöreyðilagt varmaeinangrun. Gufuflœði á sér stað vegna hreyfingar vatnsgufu- mólekúla á milli lofts með misjafnt rakastig. Daggarmyndun er háð bœði hlut- fallslegu rakastigi og hitastigi. Burðarveggir og einangrun geta skemmst af vatnsgufu’sem leitar út úr byggingu og þéttist á daggarmörkum í veggjum. Með því að vita gufuflœðitölu bygging- arefna, þykkt þeirra og hitastig í hverjum hluta útveggjar má fara nœrri um hœttu á daggarmyndun á hverjum stað í vegg og þaki. Þessi vitneskja fœrir rök að því hvernig beri að einangra, eimþétta og loftrœsta allar tegundir bygginga og byggingahluta t. d. eldhús og baðherbergi. Með hliðsjón af meðfylgjandi töflu má finna daggarpunkt fyrir hvern stað í vegg þar sem hitastig og gufuflœðiviðnám (eimviðnám) eru þekkt. Með því að fylla inn í líkinguna Ck = Cj -t- — ^ Ji—(Cj -h Cu) Zs má reikna út raunverulegan vatnsgufuþrýsting á mörkun laga t. d. ! húsvegg. Falli allir útreiknaðir punktar á raunverulegri eimþrýstingslínu fyrir neðan dagg- armarkarlínu er engin hœtta á rakamettun innanfrá. Skerast línurnar hins vegar er um einn eða fleiri staði að rœða þar sem raki myndast. Samkvœmt upplýsingum frá Páli Bergþórssyni veðurfrœðingi er hlutfallslegt rakastig ! íbúðarhúsum 25 til 30% og jafnvel allmiklu lœgra á t. d. sumum skrifstofum. Það er á verksviði lœkna að segja til um hvað sé hollasta hlutfalls- legt rakastig í híbýlum. Baðherbergi, eldhús og fundarsalir hafa oft mun hœrra hlutfallslegt rakastig en að ofan greinir. almenn regla Eimþétta ber að innanverðu við einangrun í upphituðum húsum. athugun á hœttu af mettaðri vatnsgufu í einföldum mátsteinsvegg Útreikningar og athuganir á gufuflœði eru komnar skammt á veg samanborið við varmaeinangrun og lítið gefið út af niðurstöðum athugana. Punktafletirnir í vegghlutasneiðingum sýna þó hvar fastlega má búast við mettaðri vatnsgufu. Q = rakastig inni Cu = rakastig úti z = gufuflœðisviðnám í einu efnislagi Zg = Samanlagt gufuflœðisviðnám í byggingarhluta Við lítinn hitastigsmun úti og inni er engin hœtta á blautum vegg af mettaðrf vatnsgufu. Hátt rakastig inni og/eða mikill hitastigsmunur veldur hins vegar bleytu á veggjum að innanverðu.

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.