Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2008, Qupperneq 38

Frjáls verslun - 01.04.2008, Qupperneq 38
KYNNING38 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 8 Í safoldarprentsmiðja er ein stærsta og öflugasta prentsmiðja landsins. Hún byggir á sterkum og traustum grunni og hefur starfað í rúmlega 130 ár, lengur en nokkur önnur íslensk prensmiðja, Árið 2002 keyptu Kristþór Gunnarsson og Kjartan Kjartansson prentsmiðjuna, en báðir höfðu starfað þar áður. Kristþór starfar nú sem framkvæmdastjóri og Kjartan er prent- smiðjustjóri. Frá því þeir félagar tóku við rekstrinum hefur fyrirtækið eflst mjög og hefur veltan nærri tífaldast á sex árum. Á árinu 2007 komst veltan upp í tæpa 1,4 milljarða. Ísafoldarprentsmiðja er leiðandi í hag- kvæmum prentlausnum og er afkastagetan mjög mikil. Ávinningur viðskiptavina af þessu er að bregðast má skjótt við stórum verkefnum. Markmið Ísafoldarprentsmiðju er að uppfylla þarfir fyrirtækja fyrir heild- arþjónustu í prentun og aðalsmerki prent- smiðjunnar er breitt vöruframboð sem nær allt frá umslögum og nafnspjöldum til dag- blaða, vörulista og bæklinga. Kristþór segir fjölbreytileikann vera í fyrir- rúmi. Ísafoldarprentsmiðja er eina prent- smiðja landsins sem sinnir allri prentun hversu stór eða smá sem hún er: „Hjá okkur starfa um 70 manns í forvinnslu, prentun og frágangi. Við tökum við efni á öllum stigum, hvort sem um hugmynd að prentgrip er að ræða eða verk tilbúið á prentplötur. Við búum að mjög hæfu fagfólki á öllum stigum vinnslunnar sem getur hannað og útbúið glæsilega prentgripi í samræmi við óskir við- skiptavina.“ flutt í Garðabæinn Á árinu 2005 flutti Ísafoldarprentsmiðja í nýtt húsnæði að Suðurhrauni 1 í Garðabæ. Húsið var stækkað, gerðar á því umtals- verðar breytingar og er það nú rúmlega 7000 fermetrar. Samhliða flutningunum var vélakostur aukinn og bættur verulega og blaðaprentvélin stækkuð. Í dag er vélakostur prentsmiðjunnar mjög fullkominn og bilana- tíðni lítil sem skiptir miklu máli, þar sem prentun er oft kapphlaup við tímann. Stærsta verkefni Ísafoldarprentsmiðju er prentun Fréttablaðsins sem prentað er í 110 þúsund eintökum á dag, svo til alla daga árs- ins. „Það var ekki auðvelt að flytja gríðarlega stóra blaðaprentvél á sama tíma og verið var að prenta stærsta dagblað landsins sjö daga vikunnar. En það er skemmst frá því að segja að blaðið kom út alla dagana. Þegar litið er til baka er þetta einstakt afrek starfsmanna Ísafoldarprentsmiðju sem varla verður leikið eftir.“ Sem dæmi um stór verkefni sem Ísafoldar- prentsmiðja vinnur, auk Fréttablaðsins, má nefna Íslandsbæklinga sem gefnir eru út ár- lega á 11 tungumálum af Ferðamálastofu, blöð og tímarit fyrir útgáfufélög eins og Heim, Ásberg, Fjölva og Birting. Einnig alls- kyns auglýsingablöð og bæklinga sem fara inn á nánast öll heimili landsins frá fyrir- tækjum á borð við Rúmfatalagerinn, Húsa- smiðjuna, BT, Ikea, Expó og Tölvulistann. Ísafoldarprentsmiðja er í góðu sambandi við auglýsingastofur og vinnur fyrir þær hin fjöl- breyttustu verkefni. Þá er ótalinn fjöldinn Starfsmenn söludeildar á fundi. Prentari að störfum. Prentgripur kemur úr bókbandi. Hagkvæmar prentlausnir Ísafoldarprentsmiðja – mikil afkastageta
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.