Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2008, Qupperneq 59

Frjáls verslun - 01.04.2008, Qupperneq 59
sumarið er tíminn ... F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 8 59 sumarið er tíminn ... Elísabet Einarsdóttir, starfsmanna- stjóri hjá Ölgerðinni, bjó erlendis í 10 ár þar sem hún nam fjámálastjórn, alþjóðaviðskipti og sálarfræði. Hún segist meta Ísland betur eftir að hún flutti aftur heim og nefnir sérstak- lega hina einstöku náttúru, birtuna og hið seiðmagnaða landslag. Þetta þrennt kallar á útivistaráhuga. „Ég geng einu sinni í viku upp Esjuna en þá endurnýjast ég á sál og líkama. Þarna er streitulaust umhverfi og þetta er hin besta slökun. Maður endurnýjar orkuna og fyllist krafti við að komast úr hávaða- num og stressinu sem við lifum í.“ Þá má geta þess að Elísabet fer víðar í gönguferðir á sumrin og er stefnan tekin á Fimmvörðuháls og Hornstrandir í sumar. golfbakterían kviknaði á sínum tíma og spilar starfsmannastjórinn golf í hverri viku. Elísabet er jú í guðsgrænni náttúrunni þegar hún slær kúluna. Gönguferðir: Hin einstaka náttúra Elísabet Einarsdóttir. „Ég geng einu sinni í viku upp Esjuna en þá endurnýjast ég á sál og líkama. Þarna er streitulaust umhverfi og þetta er hin besta slökun.“ Laxveiði: Í hjúpi náttúrunnar María Maríusdóttir, eigandi verslunarinnar drangey, byrjaði í laxveiði fyrir tveimur árum. Hún hafði áður stundað silungsveiði en hún segir að laxveiðinni fylgi allt öðruvísi tilfinning. „Silungsveiðinni fylgir kyrrð, ró og fuglasöngur en maður verður spenntur í laxveiðinni. Hún er meira ögrandi. Það er meira spen- nandi að veiða við á en við vatn.“ Burtséð frá þessu þá segir María að veiðin gefi sér algjöra hugarró. „Það kemst ekkert annað í kollinn en náttúran og friðsæl- din í kring. Náttúran setur á mann hjúp og ekkert kemst þar inn fyrir.“ María hefur aðallega verið í laxveiði í Krossá norður á Ströndum. „Þar liggja rætur mínar og þar af leiðandi þykir mér vænt um Strandirnar.“ Maríulaxinn var níu pund en stærsti laxinn, sem María hefur veitt, var 14 pund. Hvað matreiðsluna á laxi áhrærir segir María að því einfaldari matreiðsla því betri verði laxinn. „Ég legg meira upp úr meðlætinu, set laxinn með ýmsu góðgæti í álpappír og legg á grill.“ María Maríusdóttir. „Silungsveiðinni fylgir kyrrð, ró og fuglasöngur en maður verður spenntur í laxveiðinni. Hún er meira ögrandi. Það er meira spennandi að veiða við á en við vatn.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.