Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.2008, Page 86

Frjáls verslun - 01.04.2008, Page 86
Fólk 86 F R J Á L S V E R S L U N • 4 . T B L . 2 0 0 8 Rannveig Eir Einarsdóttir: „Að eyða deginum saman í fjallinu, spjalla í lyftunum og vera saman úti allan daginn er frábært.“ forstöðumaður hjá Icelandair rannvEig Eir Einarsdóttir Deildin sem ég veiti forstöðu ber ábyrgð á öryggis- og þjónustu- málum um borð í flugvélum Iceland- air ásamt því að sjá um öll starfsmannamál flugfreyja og þjóna. Þetta eru fjölbreytt og skemmtileg verkefni og engir tveir dagar eins. Hlutirnir gerast hratt í flugrekstri sem gerir vinnuna enn skemmtilegri. Flug- freyjur og þjónar eru um 700 manns svo í mörg horn er að líta en stór hluti af starf- semi deildarinnar snýr að almennu starfs- mannahaldi. Á skrifstofu okkar vinna með mér fjórir verkefnastjórar og sex hópstjórar. Þrátt fyrir aukin verkefni er ég ekki alveg hætt að fljúga. Þó svo að ferðum mínum fari fækkandi sem vinnandi flugfreyja finnst mér nauðsynlegt að komast í snertingu við hlutina um borð annað slagið, það heldur manni betur í tengingu við veruleikann. Því passa ég ávallt uppá að halda réttindum mínum við til að komast í flug öðru hverju.“ Eiginmaður Rannveigar er Hilmar Þór Kristinsson sem starfar í Landsbankanum. Þau eiga tvö börn, Dag Þór og Selmu Eir. Menntun Rannveigar er á nokkuð sérstöku sviði: „Ég fór til Bandaríkjanna á sínum tíma og nam Piano Technology. Ég vann við fagið í nokkur ár eftir að ég kom heim, var aðallega að stilla og gera við píanó ásamt flugfreyjustörfum á sumrin. Við fast- ráðningu nokkrum árum síðar lagði ég verk- færin nánast alveg á hilluna og endaði svo með því að selja þau þegar ég tók við starfi yfirkennara við þjálfunarskóla Icelandair árið 2000. Í haust ákvað ég svo að skella mér í MBA- nám við Háskóla Íslands og er þar að ljúka fyrra ári. Það er með betri ákvörðunum sem ég hef tekið, frábærir samnemendur, metnaðar- fullir kennarar og gott nám í alla staði sem nýtist beint við dagleg störf mín. Það skemmtilegasta sem við fjölskyldan gerum saman er að fara á skíði. Að eyða deginum saman í fjallinu, spjalla í lyftunum og vera saman úti allan daginn er frábært, skemmtilegustu frí okkar snúast því um skíði með fjölskyldu og vinum. Í seinni tíð höfum við svo verið að koma okkur upp öðru áhugamáli sem er torfæruhjól. Það er mjög skemmtilegt áhugamál sem smellpassar á móti skíðamennskunni. Við erum algjörir byrjendur og komum reglulega marin og blá heim eftir skemmtilega hjóladaga.“ Nafn: Rannveig Eir Einarsdóttir. Fæðingarstaður: Kópavogur, 20. desember 1965. Foreldrar: Einar Olgeirsson og Emilía Sigurjónsdóttir. Maki: Hilmar Þór Kristinsson. Börn: Dagur Þór, 12 ára, Selma Eir, 9 ára. Menntun: Piano Technology, er í MBA-námi við Háskóla Íslands.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.