Iðnaðarmál - 01.01.1978, Qupperneq 9

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Qupperneq 9
IÐNAÐARMAL 1. TBL. 25. ÁRG. 1978 ( ^ EFN I Langtímaáætlanir um rann- sóknir og þróunarstarfsemi í þágu atvinnuveganna 3 Múrhúðun 4 Rafsi ........................ 6 Þróun og smíði rafeindatækja á íslandi .................. 7 Listiðnaður - Design 11 Nýjungar í íslenskum veiðar- færaiðnaði................. 15 Blýteinatógið veldur byltingu í netaveiðum 15 Sterkir bobbingar framleiddir í Odda.................... 19 Flothringjaframleiðsla færist inn í landið - Keyptum áður af Norðmönnum - seljum þeim nú 20 Danska uppgötvaraskrifstofan 22 Heilsufar og stjórnun 25 Þróun - Tækni - Nýjungar 30 Nýjar bækur í Tæknibóka- safni 2 og 32 V_________________________________J \ Útgefandi: IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSLANDS Ritstjórn: Sveinn Björnsson (áb.) Ásbjörn Einarsson Guðjón Sv. Sigurðsson Hörður Jónsson Jón Bjarklind Ritstjóri: Magnús Bjarnfreðsson Útlit: Stefán Snæbjörnsson Setning og prentun: PRENTSMIÐJAN HÓLAR HF. V______________________________) Langtímaáœtlun um rannsóknir og þróunarstarfsemi í þágu atvinnuveganna „Árið 1972 ákvað Rannsóknaráð ríkisins að gera langtíma- áætlun um þróun vísinda. Var gert ráð fyrir því að áætlun þessi næði til áranna 1976—1981 og yrði fyrir rannsóknir í þágu at- vinnuveganna. Ekki var talið kleift í þessari fyrstu tilraun að hafa áætlunina víðtækari. Markmiðið með slíkri langtímaáætlun er fyrst og fremst að efla rannsóknastarfsemi í þágu atvinnuveganna með því að tengja rannsóknastörfin betur en verið hefur við þarfir atvinnu- lífsins. Þetta er gert með því að athuga þróun atvinnuveganna og þjóðfélagsleg markmið og ákveða síðan með tilliti til slíks forgangsröðun verkefna hjá rannsóknastofnunum. Áætlun þessi er unnin að nokkru eftir norskri fyrirmynd. Þar eru slíkar áætlanir orðnar fastur liður í stjórn rannsókna. Þær eru kynntar á Stórþinginu og verða þáttur í stefnu ríkisstjórn- ar. Hefur þetta gefið mjög góða raun.“ Þessi tilvitnun er úr formálsorðum að langtímaáætlun um rannsóknir og þróunarstarfsemi í þágu atvinnuveganna, sem kynnt var sérstaklega á ársfundi Rannsóknaráðs ríkisins 19. maí 1978 í Háskólabíói. Á næstunni er ætlunin að kynna þessa áætlun eftir föngum. Eru lesendur Iðnaðarmála hvattir til að kynna sér áætlunina. Verkefnaval og stefnumótun stofnana, sem kostaðar eru af opinberu fé og koma eiga atvinnulífinu til góða, eru vissulega áhugaverð fyrir alla, sem á annað borð láta sig þróun atvinnu- veganna skipta máli. í langtímaáætluninni er í fyrsta skipti leitast við að setja fram forgangsröðun verkefna í stofnunum, sem starfa að rannsóknum í þágu atvinnuveganna, þannig að tekið sé mið af þjóðhagslegum markmiðum. Hér á iðnaðurinn vissulega hlut að máli og væri því æski- legt, að þeir sem í iðnaði starfa kynntu sér það, sem áætlunin segir um rannsóknir og þróunarstarfsemi á því sviði. Sveinn Björnsson. IÐNAÐARMÁL S. B. 3

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.