Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 14

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 14
Mynd 3 en rásin sjálf er ekki nema um 2 millimetrar á hvorn veg. Þessi samrás er felld inn í kubb, en það er fjöldi tengipunkta við ytri rásir, sem ræður heildar- stærð kubbsins, en dæmigerð samrás er sýnd til til hægri á myndinni. Til vinstri á myndinni eru þeir bútar, sem jafngilda því sem er í tiltölulega einföld- um samrásum. í fáum orðum má lýsa þróun rafeindatækninnar frá 1962 á þann veg, að með hverju ári mátti koma um tvöfalt fleiri bútum en árið áður í eina samrás. Árið 1963 voru um 10 bútar í dæmigerðri samrás, fimm árum síðar voru þeir komnir upp í 300, 1972 mátti koma þar fyrir 5000 bútum og um þessar mundir eru um 150 þúsund bútar í flóknustu rásun- um (mynd 4). Samhliða þessu hefur verð venjulegra samrása lækkað jafnt og þétt, eins og sjá má á myndinni. Samrás, sem kostaði árið 1963 um 2500 krónur við núverandi verðlag, kostar nú aðeins um 200 krónur. Að lokum skal litið á verð hvers smára í hinum flóknustu samrásum. Línuritið á mynd 5 lýsir þróun- inni. Hér verð ég að benda sérstaklega á, hvers konar mælikvarði er á hinum lóðrétta ás, því verðið tifaldast fyrir hvert strik. Árið 1960 kostaði venjuleg- ur smári um 500 krónur, 1965 var verðið fallið niður í um 50 krónur og 1970 er það komið niður í 10 krónur. Og takið nú vel eftir. 1972-73 tekur verðið að falla enn örar og um þessar mundir er verð hvers smára stundum ekki nema um 10 aurar, var um 500 krónur 1960, en er nú komiö niður i tiu aura. Mynd 4 HÁMARKSFJÖLDI VERD VENJULEGRAR BÚTA Í SAMRÁS SAMRÁSAR KR. 1963 10 2500 1968 300 1200 1972 5.000 400 1977 150.000 200 8 Eitt síðasta afsprengi þessarar þróunar verð- skuldar að á það sé drepið sérstaklega: örtölvan. Örtölvan er mjög öflug stjórnrás í einni samrás og getur hún unnið að flóknum verkefnum, sem áður þurfti stór og dýr stjórnkerfi eða tölvur til að leysa, eða flóknar sérhannaðar rásir. Verkefni sín leysir örtölvan í samræmi við þá forskrift, sem situr í minni hennar, og getur sama örtölvan leyst hin ó- líklegustu verkefni. Hönnun tækja verður þá að verulegu leyti gerð forskriftar. Þetta breytir viðhorf- um við lausn fjölmargra verkefna á svipaðan hátt og hinar hraðfleygu flugvélar hafa breytt möguleik- um til ferðalaga, miðað við það, þegar ferðast var með gufuskipum og járnbrautum. Af þessari þróunarsögu er Ijóst, að forsendur fyr- ir hönnun og smíði velflestra rafeindatækja hafa gjörbreyst síðasta áratug, þó einkum síðustu 3-4 ár. Flest rafeindatæki verða endurhönnuð frá grunni á næstu 5-10 árum og fjölmörg ný tæki munu koma fram, ekki einungis tæki fyrir rannsóknarstofur, heldur tæki fyrir heimili, skrifstofur, verksmiðjur, bóndabýli og báta, fyrir unga og aldna. Hlutfallslegt verö hvers smara í samrásum >960 1965 1970 1975 Mynd 5 Rafeindatæknin gegnir þegar mjög mikilvægu hlutverki í daglegu lífi okkar og atvinnurekstri, og vil ég sem dæmi minna á notkun rafeindatækja í fiskiskipum: Sigling bátanna .veiðarnar, öryggið, allt byggist þetta á fortakslausan hátt á rafeindatækj- um. Á komandi árum munu rafeindatækin gegna sí- vaxandi hlutverki. Tækifærin á sviði rafeindatækni eru því mýmörg. Fram til þessa höfum við flutt inn nær öll þau rafeindatæki, sem hér hafa verið notuð og er árlegt innflutningsverðmæti tækjanna 3-5 milljarðar króna. Vegna hinnar miklu vinnu, sem framundan er við endurhönnun eldri tækja og hönnun nýrra, býður rafeindatæknin upp á einstakt tækifæri um þessar mundir til að hefja töluverðan rafeindaiðnað hér á landi. Við getum og eigum að taka virkan þátt i hönnun og smiði ýmissa þeirra rafeindatækja, sem hér verða notuð á komandi árum, og ef vel tekst til getur töluverður útflutningur slikra tækja fylgt i kjölfarið. Útflutningur - þetta hljómar vafalítið sem draum- IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.