Iðnaðarmál - 01.01.1978, Page 15

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Page 15
órar í eyrum margra, en ég vil þá minna á að þetta hefur verið gert, þótt í smáum mæli hafi verið. Þið sjáið hér á mynd 6 kynningarbækling frá árinu 1963, sem lýsir tækjasamstæðu með háþróuðu rafeinda- tæki sem framleidd var til útflutnings, íslensk hönn- un og íslensk smíði. Án styrkja og jafnvel án umtals- verðrar lánafyrirgreiðslu. ,,Verksmiðjan“ - hún var í bílskúr í smáíbúðahverfinu. Hvað væri þá ekki hægt að gera um þessar mundir með sterku og skiþulegu átaki með þeim möguleikum, sem raf- eindatæknin býður nú upp á? Ég sagði að við gætum og ættum að stofna til raf- eindaiðnaðar. En er mögulegt að hanna og smíða hin flóknu rafeindatæki hér á landi? Ég tel að með hönnun og smíði fjölmargra rafeindatækja hér á liðnum árum megi fá margfalda sönnun fyrir því að þetta er mögulegt. Þessu til stuðnings vil ég rekja í fáum dráttum þá starfsemi á þessu sviði, sem ég þekki best: smíði rafeindatækja við Háskóla íslands. Dæmi um slíka rafeindasmíði hefði þó allt eins mátt sækja til ýmissa annarra aðila. Um nærri tveggja áratuga skeið hefur þróun og RAFAGNAT* KN! tfltCISONiCc) Mynd 6 smíði rafeindatækja fylgt eðlisfræðirannsóknum við Háskóla íslands, einkum þó eftir að Raunvísinda- stofnun Háskólans tók til starfa árið 1966. Prófessor Þorbjörn Sigurgeirsson smíðaði fyrir allmörgum ár- um nýja gerð af segulmælum og undir stjórn hans voru síðan hönnuð og smíðuð tæki til að gera segul- mælingar úr flugvél. Tækin skrá niðurstöðurnar á gataræmu þannig að unnt er að flytja gögnin á sjálf- virkan hátt í tölvu þar sem úrvinnsla gagna fer fram. En tækjasamstæðan var ekki einungis segul- mælirinn, heldur voru einnig smíðuð tæki til að halda flugvélinni á gefnum mælilínum með hjálp merkja frá lóranstöðvum. í framhaldi af þessu var smíðað tæki til mjög ná- kvæmra staðarákvarðana með hjálp merkja frá gervitunglum, en svipuð tæki munu vafalítið verða sett í hvern fiskibát, jafnvel hverja trillu, er fram líða stundir. Þá hefur verið smíðað tæki til þykktar- mælinga á jöklum, en framangreint staðarákvörð- unartæki er nauðsynlegt ef nýta á þykktarmælingar að fullu. Mynd 7 Smíðaðar hafa verið meira en fjörutíu síritandi jarðskjálftastöðvar (mynd 7) og er nú í framhaldi af þessu verið að hanna mjög áhugavert kerfi til full- komnari skráningar á jarðskjálftum, og má vænta þess að eftir frekari þróun muni slík skráning geta leitt til kerfis, sem sýnir á útskriftartæki tölvu innan fimm mínútna eftir jarðskjálfta, hvar upptök hans hafa verið, á hvaða dýpi og hve sterkur skjálftinn var. Hve mikils virði gæti slíkt viðvörunarkerfi ekki verið? Loks hafa verið hönnuð undir stjórn dr. Rögn- valdar Ólafssonar fjölbreytileg tæki til sjálfvirkrar mælingar og skráningar og er niðurstaðan geymd í minniseiningu. Tæki sem þessi eiga vafalítið eftir að auka veru- lega afköst við margvíslegar rannsóknir í hafinu og við jarðeðlisfræðilegar athuganii á landi, því tækin geta gengið mánuðum saman á litlum rafhlöðum. Ég hef rakið hér í stuttu máli hönnun og smíði rafeindatækja við Raunvísindastofnun Háskólans, en eins og ég tók fram, hefði allt eins mátt sækja dæmin til annarra aðila. Landssíminn er þar senni- lega stærstur, en nokkur einkafyrirtæki vinna all- mikið á þessu sviði og er þegar fyrir hendi vísir að rafeindaiðnaði. Ég tel að það sem ég hef sagt um hönnun raf- eindatækja hér á landi sé nægilegur rökstuðningur hvað hönnun tækjanna snertir, og vil þá segja nokk- ur orð um smíði þeirra. Hvað þetta varðar vil ég vísa til þess starfs, sem hefur verið unnið hjá Öryrkjabandalaginu síðustu ár, en á rafeindaverkstæði þess hafa verið smíðaðir um 500 gjaldmælar fyrir leigubifreiðir. Mælar þess- ir (mynd 8), sem voru hannaðir hjá Iðntækni, sýna hvað er mögulegt á sviði rafeindatækni, bæði hvað hönnun og smíði varðar. Það er því hægt að hanna og smíða flókin raf- eindatæki hér á landi. Verkefnin blasa hvarvetna við okkur. Ég læt nægja að benda á eitt slíkt verk- efni, verkefni sem milljarðar króna verða ef til vill lagðir í á næstu 5-10 árum. Erlendis má sjá hvernig rekstur margra verksmiðja hefur verið stórbættur með hjálp rafeindatækja: hráefnisnýting hefur ver- ið aukin, afköst aukin, gæðin aukin og vinnuöryggið IÐNAÐARMÁL 9

x

Iðnaðarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.