Iðnaðarmál - 01.01.1978, Page 16
Mynd 8
bætt. Hliðstæð þróun mun vafalitið verða í frysti-
húsum sjávarútvegsins á komandi árum. Ætla má
að þessi tækni geti fært okkur 2-3 milljarða króna
árlega í bættri hráefnisnýtingu auk þess sem marg-
víslegur vinnusþarnaður mun fylgja þessu.
Hér vaknar áleitin spurning: Verður þetta verk-
efni sem og mörg hliðstæð leyst af erlendum tækja-
samstæðum eða munu íslenskir tæknimenn hanna
tækin og íslenskar hendur setja þau saman. Hér
bíður okkar einstakt tækifæri til að efla þjóðina
tæknilega, fá ódýrari og betri lausn, spara milljarða
króna í erlendum gjaldeyri og skapa nýja atvinnu-
möguleika. Við getum byggt upp töluverðan raf-
eindaiðnað hér á landi sem fyrst og fremst byggist
á innlendum verkefnum, og takist þetta vel eru allar
líkur fyrir því að eitthvað af þessum tækjum megi
selja til annarra landa. Þá er og liklegt að þetta gæti
leitt til þess að ýmis rafeindatæki, sem hönnuð eru
erlendis, verði sett saman hér á landi. Loks má einn-
ig benda á að slíkur rafeindaiðnaður mundi vafalítið
leiða til umtalsverðra smíða í málmiðnaði: sérstök
færibönd, ýmsar sjálfvirkar vélar o ,fl.
Rafeindaiðnaður er hreinlegur, hann mengar
ekki, hann krefst breiðrar þekkingar og reynslu, allt
frá handlægni til umfangsmikillar þekkingar í raf-
eindaverkfræði. Þessi iðnaður er ekki dýr í stofn-
kostnaði. 100 tonna vélbátur kostar um 300 milljónir
króna. Fyrir um helming þessarar upphæðar mætti
byggja upp myndarlegt rafeindafyrirtæki sem gæti
leyst þýðingarmikil verkefni og skilað arði á við
besta fiskibát.
Við eigum á að skipa hóp af góðum útvarpsvirkj-
um, símvirkjum, tæknifræðingum og verkfræðingum
til að vinna að lausn þessara verkefna. Okkur er
því ekkert að vanbúnaði. Og ég endurtek því, að
við getum og við eigum að taka virkan þátt í hönnun
og smíði ýmissa þeirra rafeindatækja sem notuð
verða hér á landi á komandi árum. Nú er tækifærið
til að hefjast handa.
Mynd 9
Með því að beita nýþróaðri raf-
eindatækni í frystihúsum má
sennilega auka verðmæti afurð-
anna um 3000 milljónir króna á
ári. Þetta verkefni geta í.slenskir
tæknimenn leyst og getur það
lagt grundvöll að álitlegum raf-
eindaiðnaði hér á landi. Ef við
viljum grípa þetta tækifæri þarf
að vinna fljótt og markvisst að
lausn þess, ella missum við það
til erlendra aðila.
10
IÐNAÐARMÁL