Iðnaðarmál - 01.01.1978, Qupperneq 19

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Qupperneq 19
á kostnað annarra undirstöðuatriða, s. s. vöruþróunar og hönnunar — forsendu þess að framleiða frambærilega og seljanlega vöru. Fyrir liðlega tíu árum bentu áhugamenn um listiðnað og iðnhönnun á nauðsyn þess að hafnar yrðu aðgerðir til eflingar og auk- ins skilnings á hönnunarsviðinu og með því reynt að fylla í augljósa eyðu á alltof mörg- um sviðum í íslenskum framleiðsluiðnaði. Það væri því ómaklegt að segja annað en að umræða um þessi mál hafi verið hin jákvæð- asta, einkum við upphaf Efta aðildar. Hönn- unar- og vöruþróunarþátturinn var þó aldrei tekinn þeim tökum sem æskilegt hefði ver- ið, hvorki af iðnaðinum né opinberum að- ilum og því miður verður ekki annað sagt en að við stöndum í svipuðum sporum og þá. Flest það, sem sagt var um stöðu og æski- legar aðgerðir á þessu sviði á jafn vel við nú og fyrir EFTA aðild. Það verður með einhverjum hætti að knýja á um það að íslenskur iðnaður beini sjónum að vöruþróunarsviðinu þannig að íslensk framleiðsla verði stolt hvers íslend- ings, að hann velji íslenskt vegna þess að það sé jafngott eða betra en erlent. Myndirnar hér á opnunni eru frá sýningu félagsins Listiðnaðar 1976. Listiðnaðar- menn hafa á ýmsan hátt reynt að vekja at- hygli á mikilvægi hönnunarsviðsins fyrir ís- lenskan iðnað, en hafa sætt óverðskuldaðs tómlætis þeirra er málið varðar. - s. s. IÐNAÐARMÁL 13

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.