Iðnaðarmál - 01.01.1978, Qupperneq 20

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Qupperneq 20
Opna i syningarskrá A. Aalto, Finniandíahús Pompidou LISTIÐNAÐUR design IÐNHÖNNUN Finnskur listiðnaður og byggingarlist í Pompidou Nýlega, eða nánar tiltekið 4. októ- ber s.l., var opnuð í Pompidou- safninu í París viðamikil yfirlitsýn- ing er kynnir finnskan listiðnað og byggingarlist, en Finnar hafa lengi vakið á sér athygli fyrir kjarnmik- inn listastíl sinn, ekki hvað síst á sviði nytjalista. Sýning þessi rekur þróun byggingarlistar og listiðnað- ar í Finnlandi s.l. 100 ár eða svo, eða frá þeim tíma er Louis Sparre og Akseli Gallen Kallela, sem taldir eru frumherjar við vakningu finnsks listiðnaðar störfuðu. Finnskur list- iðnaður byggist á þjóðlegri arf- leifð og hafði varðveist í afskekkt- um og dreifðum byggðum landsins. Frumherjastarf þeirra félaga var fyrst og fremst í því fólgið að leita uppi gleymdar hefðir og aðferðir og leggja með þvígrundvöll að nýju gildismati á því sviði sjónmennta sem við köllum nytjalistir. Sýning- in í Pompidou-safninu er ótæk sönnun þess hverja áherslu Finnar leggja á kynningu finnsks listiðn- aðar og hvers konar hönnunar, enda ekki aðeins í því fólginn mik- ill söluhvati fyrir finnskar fram- leiðsluvörur, heldur er slík sýning til þess fallin að vekja almenna at- hygli á landinu, menningu þess og þjóðlífi. - S. S. 14 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.