Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 21
Nýjungar í íslenskum veiðarfœraiðnaði
Blýteinatógið veldur byltingu í netaveiðum
Við Stakkholt 4 i Reykjavik er eitt af eldri og stærri
fyrirtækjum landsins, Hampiðjan hf. Saga hennar er
um margt dæmigerð fyrir íslenskan iðnað og þá að-
stöðu, sem honum hefur verið búin í áranna rás, og
þvi verður hún rakin stuttlega hér, en tilefni þess að
blaðamaður frá Iðnaðarmálum heimsótti fyrirtækið,
var að kynnast nýjungum í veiðarfæra- og plast-
röragerð, sem þar eru á döfinni.
Hampiðjan hf. var stofnuð árið 1934, þegar at-
vinnuleysisvofa kreppunnar var við hvers manns
dyr. Nokkrir yfirmenn á togaraflotanum, með Guð-
mund S. Guðmundsson vélstjóra í fararbroddi,
beittu sér þá fyrir því að íslendingar færu sjálfir að
framleiða veiðarfæri. Tilgangurinn var tvíþættur. í
fyrsta lagi að skapa atvinnu og í öðru lagi að fram-
leiða veiðarfæri eftir fyrirsögn íslenskra sjómanna,
sem best þekktu aðstæður á fiskimiðunum.
Rekstur fyrirtækisins gekk allvel, en það var þó
fyrst á stríðsárunum, sem hann tók mikinn fjörkipp.
Þá háttaði svo til, að ekki var unnt að fá tilbúin
veiðarfæri til landsins, en hins vegar var hægt að
fá óunninn hamp. Þáverandi ríkisstjórn sneri sér til
Hampiðjunnar og bað hana að vinna úr hampinum
fyrir landsmenn, á meðan stríðið stæði. Þá var unnið
nótt og dag í Hampiðjunni í nokkur ár og hún fram-
leiddi garn fyrir netagerðir auk þess sem hún not-
aði til eigin framleiðslu. Má hiklaust fullyrða, að
hún hafi bjargað íslenskum sjávarútvegi og þar með
efnahag þjóðarinnar allrar, því ólík hefðu kjör ís-
lendinga orðið, hefðu þeir ekki dregið fisk úr sjó á
stríðsárunum.
En það gleymist oftast fljótt sem vel er gert og á
því hefur íslenskur iðnaður oft fengið að kenna.
Þegar hamagangur nýríkrar þjóðar eftirstríðsár-
anna hófst með öllum hans furðulegu hagvísindum,
hafði enginn áhyggjur af fyrirtækinu, sem bjargaði
sjávarútveginum í stríðinu, nema eigendur þess.
Innflutningur veiðarfæra var að nafninu til háður
kvóta, en hann var hærri en nam þörf landsmanna,
og gengið var að auki kolvitlaust skráð fyrir inn-
lendan iðnað. Á þessum árum lá við að saga Hamp-
iðjunnar yrði öll, og eitt árið var ekkert framleitt,
nema til þess að viðhalda birgðum.
Upp úr 1950 var gengið leiðrétt og þá óx fyrir-
tækinu ásmegin að nýju. Nýjar vélar voru keyptar
og framleiðslan jókst jafnt og þétt. Árin 1964 og
1965 urðu þáttaskil í rekstrinum. Þá ruddu gerviefni
sér braut í botnvörpum og togaraskipstjórar litu
ekki við vörpum úr hampi lengur. Þá þurftu forráða-
menn Hampiðjunnar að taka skyndiákvörðun um
í þessari samstæðu eru innfluttu
plastkornin brædd upp og þræðir
síðan dregnir i gegnum köld böð
og undnir upp á spólur.
IÐNAÐARMÁL
15