Iðnaðarmál - 01.01.1978, Side 25
Sterkir bobbingar framleiddir í Odda — Hvað vinna margir við þessa framleiðslu?
— Þeir eru frá fimm til sjö. Við höfum smíðað all-
ar vélar og mót sjálfir, sem til þessarar framleiðslu
þarf, nema suðuvélarnar sjálfar. Við framleiðum í
kringum 2000 stykki á ári, en gætum framleitt helm-
Hér bíður framleiðslan viðskiptavina, á meðan fluttir eru inn ingi meira, eins og áður sagði, ef markaður væri
bobbingar, sem framleiðendur telja ekki eins sterka. fyrir hendi.
Vélsmiðjan Oddi á Akureyri hóf fyrir nokkrum árum
framleiðni á bobbingum fyrir botnvörpur, en þeir
voru áður allir fluttir inn, mestmegnis frá Bretlandi
og Þýskalandi.
Kristján Jóhannesson og Torfi Guðmundsson
sögðu Iðnaðarmálum frá þessari nýjung í íslensk-
um iðnaði.
— Við teljum okkur mjög vel samkeppnisfæra
við innflutning, þegar bæði verð og gæði eru borin
saman. Við framleiðum um helming af þeim bobb-
ingum sem notaðir eru hérlendis, en þótt við gæt-
um framleitt fyrir allan flotann, kjósa samt margir
útgerðarmenn heldur að kaupa bobbinga erlendis.
— Eru ykkar bobbingar frábrugðnir þeim inn-
fluttu?
— Já, við teljum að þeir séu sterkari en þeir
bobbingar, sem inn eru fluttir og henti því einkum
betur, þegar togað er á ósléttum botni. Bobbing-
arriir eru framleiddir sem tvær hálfkúlur sem soðnar
eru saman. Það reynir mjög mikið á þessi sam-
skeyti, þar sem þau eru þar á belg kúlunnar sem
dregst eftir botninum, fjærst vírnum sem bobbing-
arnir eru þræddir upp á. Á þessi samskeyti er soðin
sérstök gjörð til þess að hlífa þeim og hefur hún
yfirleitt verið höfð 7 sm breið. Við höfum farið út í
það að sjóða 12 sm breiða gjörð á samskeytin og
þar utan á höfum við soðið með sérstakri harðsuðu
sérstaka krómblöndu, og hún endist ákaflega vel,
þótt togað sé á hraunbotni. Þetta eykur auðvitað
framleiðslukostnaðinn, og því fylgir sá böggull fyrir
okkur, ef svo má til orða taka, að eftirspurnin
minnkar raunverulega, því að bobbingarnir verða
svo miklu sterkari að mun sjaldnar þarf að endur-
nýja þá!
— Hafið þið reynt fyrir ykkur með útflutning?
— Já, við höfum þreifað fyrir okkur bæði í Fær-
eyjum og Noregi. Norðmenn hafa verið heldur treg-
ir til þess að kaupa af okkur, enn sem komið er.
Það stafar mestmegnis af því, að þeir toga yfirleitt
á mjúkum sandbotni, og því njóta kostir okkar
bobbinga sín ekki eins vel þar.
Færeyingar toga hins vegar mikið á hraunbotni
og þess vegna gerum við okkur meiri vonir um við-
skiptin þar, og þeir hafa tekið fyrstu sýnishornum
okkar fremur vel.
— Eruð þið að brydda upp á fleiri nýmælum í
framleiðslu?
Þeir Kristján og Torfi líta hvor á annan. — Það er
nú varla að við þorum að segja þér frá öðru máli,
en það er óneitanlega dálítið dæmigert fyrir þann
skilning, sem okkur finnst íslenskur iðnaður njóta
á borði. Það er um svokallaða millibobbinga, sem
eru steyptir járnhólkar, hafðir á milli bobbinganna
á vírnum, svo rétt bil haldist á milli þeirra. Þeir eru
fluttir inn fyrir um 400 milljónir króna árlega.
Úr framleiðslusal.
IÐNAÐARMÁL
19