Iðnaðarmál - 01.01.1978, Page 26
Hér sést harðsuðan á belgnum
glögglega. Þessar gerðir taka
við mjög miklu sliti, einkum þeg-
ar togað er á slæmum botni, og
þess vegna endast bobbingarnir
sjálfir mun betur.
Þegar við framleiðum bobbingana, fellur til mik-
ið af afgöngum, sem nota má til framleiðslu á milli-
bobbingum. Þá yrði járnið brætt upp og þeir steypt-
ir úr því. Við fengjum hráefnið þannig að segja má
ókeypis, því enda þótt við flytjum brotajárnið út
fæst ekki meira fyrir það en flutningskostnaðurinn,
svo þetta er má segja ókeypis sorphirðing. Við
gætum smíðað nær öll tæki til þess að framleiða
millibobbingana, nema kannski suðupottinn, en við
áætlum að það kosti 50-70 milljónir króna að koma
svona framleiðslu í fullan gang. Hún myndi spara
um 400 milljónir króna í innflutningi, eins og við
sögðum áðan. En þarna stendur hnífurinn í kúnni.
Okkur hefur ekki einu sinni tekist að fá tveggja
milljóna króna lán til þess að koma framleiðslunni
af stað, og það er ekki þannig búið að íslenskum
iðnaði í dag að við höfum bolmagn til þess að koma
henni af stað með þessu móti. Það eru því horfur á
því að við höldum áfram að eyða 400 milljónum
króna árlega í erlendum gjaldeyri fyrir algerlega
óþarfan innflutning!
Flothringjaframleiðsla færist inn í landið
Keyptum áður af Norðmönnum — seljum
þeim nú
Fyrirtækið Piasteinangrun á Akureyri hóf i fyrra-
haust framleiðslu á flothringjum fyrir net og nú i ár
á trollkúlum. Framleiðslan hefur gengið vel og fyr-
irtækið hefur flutt út mikið af flothringjum og er nú
að þreifa fyrir sér með útflutning á trollkúlum.
Fyrirtækið Plasteinangrun er nú að mestu eign
Iðnaðardeildar Sambandsins og KEA. Það var
stofnað árið 1961 og var þá hlutafélag í eigu ein-
staklinga. Þá framleiddi fyrirtækið eingöngu ein-
angrunarplast og er enn meðal stærstu framleið-
enda á því sviði og framleiddi nær 6600 rúmmetra af
því á síðasta ári. Árið 1966 hófst einnig framleiðsla
á plastpokum og er hún enn í gangi.