Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 28

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 28
BJÖRN WESTPHAL ERIKSEN Danska uppgötvaraskrifstofan Höfundur bókarinnar „Opfindelser, Patenter og Licenser“, sem út kom hjá Borsens Forlag, 1977. Ritstjóri Fréttabréfs Borsens um valafl. Félagi í Starfshópi efnahagsbandalagsins varðandi sérleyfa- miðlun. Björn Westphal Eriksen lauk efnaverkfræðiprófi 1965. Hann starfaði hjá A/S Dansk Gærings-lndustri 1965-1972. Hefur uppgötvað aðferð til framleiðslu á proteini úr geri og þróað þessa aðferð í samvinnu Árið 1972 kom Danska félagið til stuðnings upp- götvunum á þriggja ára tilraunastarfsemi, undir nafninu „Leiðbeiningarskrifstofa fyrir uppgötvara", í samvinnu við Iðnaðarráðið danska, Landssamtök- in „Dansk Arbejde“, Tæknistofnunina dönsku og Tækni- og iðnþróunarsjóðinn. Hér á eftir ætla ég að reyna að gera grein fyrir tildrögum þessarar fram- takssemi, reynslunni sem fengist hefur, og starfsem- inni framundan. í Danmörku höfum við samkvæmt reynslunni - þökk sé meðal annars Storm Pedersen - ávallt litið á uppfinningahugtakið frá gáskafullu sjónarhorni. Samt getum við stært okkur af mörgum merkum uppfinningamönnum á alþjóðlegan mælikvarða í ár- anna rás. Ég þarf aðeins að nefna dæmi eins og Hjort, uppgötvara rafalsins, Malling, sem fann upp ritvélina, Valdimar Poulsen, sem fann upp segul- bandstækið, og á síðustu árum Karl Kroyer, sem uppgötvaði ferilinn til framleiðslu á þrúgusykri og fleiru, Ole-Bendt Rasmussen, sem fann upp klofn- ingstrefjatæknina og svo framvegis. En auk þessara tæknilegu uppgötvana og uppfinningamanna koma svo okkar umturnandi félagslegu nýjungar eins og samvinnuhreyfingin og lýðháskólahreyfingin. Það má líka nefna að nokkur okkar stærstu fyrir- tækja voru stofnuð um uppgötvanir og/eða af upp- götvurum, eins og t. d. Burmeister & Wain, Danfoss, Novo, Lego, Carmen Curler, Andersen og Bruun, Bang & Olufsen. Já, maður gæti þannig haldið áfram og áfram. Það mætti einnig vekja athygli á því, að þau 50 fyrirtæki, sem láta verulega til sín taka í útflutningi okkar, framleiða varning, sem ekki var til fyrir 10 árum. Einnig þessi þróun vekur eiginlega enga undrun, því hvað er annað hægt að gera í landi, sem hvorki hefur ódýrt fjármagn, ódýr hráefni né ódýrt vinnuafl? Allt frá upphafi hefur hugvitið verið drýgsti bandamaður atvinnulífsins og þar með þjóðarinnar allrar í baráttunni við að aðlaga sig breyttum póli- tískum og félagslegum aðstæðum. við S. Danielsen. Aðferðin er vernduð með einka- leyfi í 52 löndum og fyrsta verksmiðjan er reist í Mexíkó. Hann hefur þróað aðferð til vítamínákvörð- unar í gerjunarhráefnum. Hefur verið sendur sem ráðgjafi til gerjunar- og sprittverksmiðja innanlands og utan. Frá 1972 hefur hann verið forstöðumaður Leiðbeiningaskrifstofunnar fyrir uppgötvara á Teknologisk Institut í Kaupmannahöfn. Í stjórn fé- lagsins Dansk Forening til Fremme af Opfindelser (DaFFO). En getur Danmörk virkilega keppt við hin stóru iðnríki? Er hönnun hluta og nýbreytni ekki einskorð- uð við prófessora og aðra vísindamenn í hvítum sloppum í risarannsóknarstofum stórfyrirtækjanna? Nei, nýnæmið er ekki einskorðað við risafyrirtækin, frekar þveröfugt. Ýmsar rannsóknir síðustu ára sýna, að um það bil 70% af öllum byltingarkennd- um uppgötvunum eru gerðar af einstökum uppgötv- urum, eða af litlum þróunarfyrirtækjum. Þannig voru 7 af hverjum 11 uppgötvunum, sem teknarvoru í notkun í bandarískum stáliðnaði, gerð- ar af einstaklingum og litlum þróunarfyrirtækjum. Tilsvarandi tölur í olíu- og áliðnaði voru 7 af 7, það er allar, og 128 af 149. Það kemur vel heim við það hlutfall, að mörg af smáfyrirtækjunum okkar, sem byggjast á nýjungum, standa sig vel í samkeppni við erlenda aðila. í Danmörku eru líka margir menn, sem lifa af uppgötvunum og selja þær í ríkum mæli til útlanda. Það eru líka mörg uppgötvanafyrirtæki í Dan- mörku. Ég geri ráð fyrir því, að margir kannist við Karl Kroyer, en við skulum taka sem dæmi upp- götvunarfyrirtækið Ole-Bendt Rasmussen, sem hef- ur í mörg ár getað keppt með sínum 10 starfsmönn- um við risafyrirtækið Dupont, sem hefur mörg hundruð rannsóknarstarfsmanna í þjónustu sinni á sama sérsviði og Ole-Bendt Rasmussen. í þessu sambandi á vel við að nefna rannsókn, gerða af Myers og Marquis, árið 1969, en úr henni er meðfylgjandi tafla tekin. Taflan er mynduð með því að rekja aftur á bak velheppnaðar uppgötvanir, til þess að komast að hvernig grundvallarhugmynd- in fæddist. Það er eftirtektarvert, að í 46% tilfella varð hugmyndin til af eigin reynslu eða menntun uppgötvarans og í 30% tilfella sem afleiðing rann- sóknar- og þróunarvinnu. 22 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.