Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 30

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Blaðsíða 30
Við sjáum hér að neðan málsmeðferðina á upp- götvaraskrifstofunni. Örlagamarkið er á næsta þrepi fyrir aftan það sem við köllum hér nálaraugað. Skipurit yfir gang mála Mat á uppgötvun ..Nálaraugaö" Stjórn verksins Lýsing og teikningar sendar inn til uppgötvaraskrifstofunnar. Skrifstofan metur málið ókeypis og sendir það eftir samkomulagi til frekari athugunar, þar sem kannað er tæknilegt og við- skiptalegt gildi málsins og einn- ig fréttagildi. Viðskiptavinur greiðir kostnaðinn af því. Skrifstofan ákveður að fenginni umsögn áðurnefndra aðila, hvort leitað skuli eftir fjárstuðningi. Skriflegur samningur er gerður milli uppgötvara og skrifstofu, en hann er forsenda opinbers stuðnings. Sjóðsstjórn metur málið og gef- ur svar af eða á um stuðning. Uppgötvaraskrifstofan stjórnar ráðstöfun fjárveitingarinnar. Tilraunaeintak er gert og prófað og möguleikar á viðskiptasvið- inu metnir. Sé Ijóst að fjárhagslegar for- sendur séu fyrir framleiðslunni tekur skrifstofan að sér að selja sérleyfi á framleiðslunni fyrir skjólstæðinginn. Á grundvelli þessa árangurs og góðra sambanda skrifstofunnar við iðnaðinn hefur skrifstofan orðið virkur aðili í dreifingu rannsóknarupplýsinga í iðn- aðinum. i því sambandi hefur uppgötvaraskrifstof- an fengið til liðs við sig reyndan sérfræðing, sem að staðaldri heimsækir stofnanir og fyrirtæki til þess að leita uppi verkefni, sem hentað gætu iðnaðinum, tíl dæmis með skjótri fjármögnun. Eftir fenginni reynslu okkar hafa 2-5% af inn- komnum uppgötvunum möguleika á því að verða nothæfar, sem er í samræmi við reynslu erlendra aðila. Sérleyfadeild dönsku uppgötvunarmiðstöðvarinnar 73/74 74/75 75/76 76/77 ÁR Samanlögð velta 15 uppgötvana danskra króna í milljónum 1 2 3 4 5 6 7 AR Á uppgötvaraskrifstofunni vinna nú 11 fastráðnir starfsmenn og 3 ráðgefandi sérfræðingar. Skrif- stofan nýtur síðan þjónustu tölvufyrirtækis, sem vinnur úr gögnum og dreifir upplýsingum milli upp- götvara og þeirra, sem hagnýta sér störf þeirra. Stjórnendur skrifstofunnar gera sér vonir um að hún verði fjárhagslega sjálfstæð á næsta áratug, eins og gert er ráð fyrir í framtíðaráætlun hennar. 24 IÐNAÐARMÁL

x

Iðnaðarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.