Iðnaðarmál - 01.01.1978, Síða 33
vafa um heilsufar þitt, kominn
yfir fertugt, með of háan blóð-
þrýsting, í fullmiklum holdumeða
veill fyrir hjarta, er ráðlegt að
fara í allsherjar læknisskoðun
áður en þú tekur upp áætlun um
líkamsþjálfun og þrekæfingar.
3. Nægileg hvíld
Athugun á lífsháttum þeirra
sem hafa orðið þekktir fyrir ó-
þrjótandi þrek og dugnað sýna
jafnan að þeir hafa tileinkað sér
aðferðir eða ráð til að taka sér
smáhvíldir inn á milli, þegar þörf
krefur. Hinn atorkusami Kennedy
forseti átti það til, þegar ráð-
stefnur í Hvíta húsinu voru
komnar í sjálfheldu, að fyrir-
skipa 5 mínútna hlé, og meðan
aðrir fengu sér að reykja og
sötruðu kaffi hvíldi hann höfuðið
á skrifborðinu sínu og dottaði.
Með þessum kríublundi tókst
honum að hreinsa hugann og
hefja síðan viðureignina á ný
með endurnýjuðum krafti. Hin
eðlilega líffræðilega hrynjandi
verks er fólgin í dreifingu smá-
hvílda yfir vinnutimann. Það er
aðefrðin til að vinna með bestum
afköstum og minnstu þreytu.
i Svíþjóð var gerð tilraun með
10 röska menn. Þeim var gefin
klukkustund til að framkvæma
hálftíma samstætt verk á þjálfun-
sig í hálfa mín. Þessi sérstaka
aðferð er e. t. v. ekki sú besta við
allan þorra iðnaðarstarfa, en líf-
fræðilegar tilraunir staðfesta
gildi þess að hafa hvíldarstudir
fleiri. Tilraunir á fjölmennum
hópum verksmiðjufólks í Dort-
mund sýndu, að þegar tekin var
upp 5 mínútna hvíld í enda sér-
hverrar vinnustundar minnkaði
þreytan og framleiðslan jókst um
allt að 13%.
Góður nætursvefn er einnig
blessunarríkur. Hóprannsóknir í
Kanada leiddu í Ijós að fólki sem
fær minna en 7 stunda svefn á
nóttu er hættara við að þjást af
kvíða, taugaspennu og þreytu
en þeir sem að staðaldri sofa
lengur. Ef einni klukkustund var
síðan bætt við svefntíma hinna
fyrrnefndu í einn mánuð urðu
þessi svefnleysiseinkenni minna
áberandi. Að mánuði liðnum
hafði dregið úr kvíðaköstum
þeirra og þreytu og þeir voru
færari um að mæta erfjðleikum
og streitu hins daglega lífs.
Svefninn er náttúruleg endur-
næring. Og sama er að segja um
reglulegt leyfi frá störfum. Dr.
Beric Wright, heilbrigðisráðgjafi
hjá Institute of Directors, hefur
þetta að segja: ,,Sumarleyfið er
sennilega heilladrýgsta trygg-
ingin gegn þreytu og sjúkdóm-
um. Og samt kemur í Ijós við at-
artæki. Sumir unnu það í einni
30 mínútna lotu og hvíldu sig
síðan i 30 mínútur. Aðrir unnu í
fleiri styttri lotum og tóku smá-
hvíldir á milli. Þegar farið var að
rannsaka árangurinn kom í Ijós
að hagkvæmasta aðferðin til að
vinna verkið var að deila klukku-
stundinni niður í 30 sek. hluta,
vinna siðan i hálfa mín. og hvila
hugun að um 6% breskra fram-
kvæmdastjóra taka sér alls eng-
in leyfi frá störfum. Sumir segj-
ast ekki hafa tima til þess, aðrir
óttast að ef þeir slaki á klónni oq
taki sér hvíld muni þeim reynast
erfitt að komast aftur í takt við
starfið
Franskur læknir sem hefur sér-
staklega rannsakað þetta atriði
leggur til, að þegar gerð sé áætl-
un um leyfi ættu menn að leitast
við að leiðrétta hið „líffræðilega
ójafnvægi“ í lífi sínu. Ef starfið
er leiðigj arnt og fábreytilegt
þurfa menn á örvun og tilbreyt-
ingu að halda. Ef þeir eiga við
persónuleg ágreiningsmál að
stríða heima fyrir eða á skrifstof-
unni þurfa þeir sennilega fyrst
og fremst algjöra einangrun ofur-
lítinn tíma. Á þennan hátt er
hægt að gera leyfin sannkallaða
heilsubót - einkum séu þau tek-
in með stuttu millibili. Flestir
læknar telja að betra sé að taka
tvö eða þrjú styttri leyfi á ári en
að eyða öllu leyfinu í einu löngu
leyfi.
4. Hófsemisvenjur
Reykingar og áfengisneysla
eru dýrar aðferðir til að eyði-
leggja heilsuna. Læknisfræðileg-
ar sannanir eru fyrir því að ofur-
litið af því sem þú telur áfenginu
til ágætis getur gert þér gott -
það er taugaróandi, örvar blóð-
rás, bætir meltingu og virðist
jafnvel lengja lífið. (Bandarísk-
ar rannsóknir sýna að hófsmenn
á áfenga drykki lifa lengur en ó-
hófsmenn eða algjörir bindindis-
menn). En sé farið yfir hófsemis-
mörkin getur áfengið orðið ban-
vænt. i Bandaríkjunum er áfeng-
ið talið mesti dauðavaldurinn á
eftir krabbameini og hjartasjúk-
dómum og í Bretlandi veldur það
árlega dauða þúsunda i um-
ferðaslysum, sjálfsmorðum og af
skorpulifur. Jafnvel „samkvæm-
isdrykkja'1 hefur hættu i för með
sér. Sumir taugasérfræðingar
telja að nokkrar heilafrumur
eyðileggist i hvert skipti sem
menn „finna á sér" og allt að 10
þúsund heilafrumur deyi við
hvert „ærlegt fylliri".
Fyrir einni öld setti skoski
læknirinn dr. Francis Anstie „ör-
yggismörk" fyrir áfengisdrykkju,
eina og hálfa únsu (42 gr) af
fljótandi alkoholi á dag. Þetta
jafngildir hálfri flösku af léttu
vini, einum litra af bjór eða
IÐNAÐARMÁL
27