Iðnaðarmál - 01.01.1978, Qupperneq 34
þremur og hálfum „einföldum“
af sterku áfengi. Þetta mat hefur
nýlega fengið staðfestingu hjá
Heilbrigðismálaráðuneyti Banda-
ríkjanna. í skýrslu ráðuneytisins,
„Áfengi og heilsufar“, segir að
hin sígildu Anstie-mörk virðist
enn tákna það áfengismagn sem
ekki auki líkurnar á ótímabærum
dauða.
Um reykingar er ekki hægt að
setja nein slík öryggismörk.
Jafnvel hóflegur skammtur af
vindlingum er skaðlegur. Þeir
sem hætta að reykja finna fljótt
að þeir hósta minna og eiga létt-
ara um andardráttinn. Áætlað er
að 90% af tagaðri lungnastarf-
semi vinnist aftur á níu mánuð-
um í tóbaksbindindi. Líkamsget-
an eykst einnig. Sænskar rann-
sóknir sýna að vanir reykinga-
menn geta vænst 20% aukningar
á almennri likamsorku innan
mánaðar frá því reykingum var
hætt. Auk þess öðlast þeir aukið
mótstöðuafl gegn sýkingu.
(Reykingar skemma hið sjálf-
virka ónæmiskerfi líkamans og
draga úr lífskrafti hvítu blóð-
kornanna). Tilraunir á dýrum
sýna að 80% þessa lækkaða
mótstöðuafls skilar sér aftur inn-
an fjögurra mánaða frá því að
reykingum er hætt.
Þó að reykingar myndi ekki ó-
svikinn kemískan ávana, skapa
þær venju sem reynst getur mjög
erfitt að uppræta. Samt er það
hægt með viljastyrk og skyn-
serni, jafnvel fyrir mikinn reyk-
ingamann. Samkvæmt áætlun
Breska læknasambandsins hafa
um 30 milljónir manna um víða
veröld hætt að reykja síðan
fyrsta skýrslan um samband
reykinga og lungnakrabba birt-
ist. Víða eru samtök á vegum
heilbrigðisyfirvalda sem vinna
gegn reykingum og veita mikil-
væga fræðslu og aðstoð með
kvikmyndum, fyrirlestrum cg
hópumræðum fyrir þá sem þurfa
á uppörvun og siðferðilegum
styrk að halda meðan á barátt-
unni stendur.
Handahófskennt pilluát er
önnur skaðleg venja. Nýlegar
rannsóknir sýna að um helming-
ur fulltíða fólks í Bretlandi tekur
einhvers konar lyf á degi hverj-
um. Auglýsingar tæla fólkið til
þeirrar trúar að við sérhverjum
sjúkdómi sé til stórkostlegt lyf -
hægðameðöl við harðlífi, brjóst-
sykur við særindum í hálsi, á-
burður við hálsríg. Árangurinn
er sá að þúsundir smálesta af
lyfjum renna niður um þjóðar-
vélindið i árangurslitlum tilraun-
um til að auka lífskraftinn,
minnka líkamsþungann eða efla
lífshamingjuna. Oft vinna þessar
pillur meira tjón en gagn. Eftir
því sem Nóbelsverðlaunahafinn
Andrew Lwoff heldur fram, stafa
30% af veikindum nútímans af
misnotkun lyfja. Þessari áhættu
er unnt að koma niður í lágmark
með því að taka lyfin eingöngu
eins og fyrir er mælt og aðeins
þegar brýn nauðsyn krefur. (Hig-
uchi prófessor í lyfjafræði við
háskólann í Kansas áætlar að
90% lyfja sem notuð eru í dag
séu óþörf frá læknisfræðilegu
sjónarmiði).
5. Rólegt iífsviðhorf
Til að ná velgengni i athafna-
lífinu verður framkvæmdastjór-
inn að geta „sett í gang“. En til
að geta þolað hinn sálræna
þrýsting og hið þunga vinnu-
álag verður hann einnig að
kunna þá list sem er jafn mikil-
væg - að „slökkva". Þetta felur
m. a. í sér að læra að aðlaga sig
hinu óhjákvæmilega. í stað þess
að æðrast yfir getuleysi sínu til
að nota eigin aðferðir verður
hann stundum að tileinka sér
hina spænsku lífsspeki: que será
será (komi það sem verða vill).
Þá hjálpar það einnig að
þroska með sér kímnigáfu. Á ör-
lagastundu í ameríska borgara-
stríðinu örvaði Abraham Lincoln
starfsbræður sína með því að
verja dýrmætum tíma á mikil-
vægum ráðuneytisfundi til að
lesa fyrir þá gamansama frá-
sögn. Að lestrinum loknum sneri
hann sér að þeim og sagði:
„Herrar mínir, hvers vegna hlæið
þið ekki? Með þessu skelfilega
fargi sem hvílir á mér dag og
nótt myndi ég ekki halda lífi ef
ég gæti ekki hlegið, og þið þurf-
ið á þessu töfralyfi að halda engu
síður en ég.“ Til að varðveita
heilbrigði í veröld sem stundum
virðist brjáluð verðum við dag-
lega að taka inn ríflegan skammt
af lyfi sem nefnist hlátur.
Viðskiptalífið getur verið mjög
strembið viðureignar en fram-
kvæmdastjóri sem metur heilsu
sína einhvers verður að varð-
veita rólegt og glaðvært lífsvið-
horf. Þegar Plato lagði fyrir sjálf-
an sig spurninguna: „Hver er
hinn rétti lífsmáti"? svaraði hann
28
IÐNAÐARMÁL