Iðnaðarmál - 01.01.1978, Side 36
NYTSAMAR NYJUNGAR
Kaplaeinangrun úr þver-
bundnu polyeten (PEX)
Kaplar sem einangraðir eru
með þverbundnu polyethylen
(PEX) hafa marga kosti, t. d.
þola þeir 90C° hita borið sam-
an við 65C° hjá PVC og PE
einangruðum köplum. Munur-
inn á PEX og PE er, að í PEX
eru sameindakeðjurnar þver-
bundnar svo úr verður nokk-
urs konar þrivitt net. Petta er
gert með þvi að blanda lif-
rænum oxunarefnum (eins og
peroxiðum) í venjulegt PE, en
við upphitun hverfist perox-
íðið við vetnisfrumeindir á
keðjunum sem tengjast þann-
ig hvor við aðra.
Sieverts Kabelfabrik i Sund-
byberg í Svíþjóð hefur lagt
mikið fé í að þróa notkunma
á PEX i kaplaeinangrun. Þar
hefur m. a. verið þróuð aðferð
til að einangra samskeyti á
köplum.
Á myndinni sést hvernig
PE-bandi er vafið utanum
samskeyti. Þetta verður að
gera í mjög hreinu umhverfi.
Síðan eru samskeytin hituð.
en við það myndast PEX.
Úr Ny Teknik, 2. febr. 1978.
Óbrjótandi rúður
Komið er á markaðinn frá
PPC Industries nýtt öryggis-
gler fyrir t. d. banka, sölubúð-
ir og fangaklefa. Verkfæri,
eins og hamrar, kúbein og
meitlar eru sögð ónothæf við
að komast i gegnum glerið,
sem einnig er sagt þola
byssukúlur og fljúgandi múr-
steina.
Rúðurnar eru úr þrem lög-
um, yst 'A" afspennt gler og
1A" af polykarbonati á milli.
Glerið yst ver rúðurnar risp-
um en plastið gefur þeim
styrk.
Hægt er að fá rúðurnar með
viðvörunarþráðum sem eru
faldir í kantinum og nærri
ósýnilegir.
Úr The Glass Industry,
nóv. 1977.
Styrkt plastsamsetning
Aðferðin heitir Peramelt og byggist á þvi að fínt net
úr málmi er sett á milli flatanna sem á að skeyta
saman, en síðan er flötunum þrýst saman og sam-
skeytin hituð. Við það fyllir plastið holrúmin i netinu
svo það festist og virkar sem styrking. Flestum teg-
undum af bráðplasti er hægt að skeyta saman með
þessari aðferð, undantekning PTFE („teflon") og
skyld efni.
Notkunarsvið: skeyta saman tvö ólik plastefni,
skeyta saman marglaga plastefni, styrkja hluti sem
mikið mæðir á og gera við brotna hluti.
Mælt er með þessari aðferð þegar erfitt er að
setja saman á annan hátt, t. d. við viðgerðir á polye-
ten og polypropen.
Frá Pera, Melton Mowbray, Leicestershire, LE 3
OPB, England.
30
Úr Engineering, des. 1977.
IÐNAÐARMÁL