Iðnaðarmál - 01.01.1978, Side 39

Iðnaðarmál - 01.01.1978, Side 39
Sveigjanlegt öxultengi Tengið er aðeins eitt stykki og er hægt með því að tengja saman öxla sem ekki liggja í beinni línu og getur misvis- unin verið talsverð. Hægt er að búa til tengið í ýmsum óstöðluðum lengdum upp í 30 cm. Það þolir mjög háan snúningshraða. Hæsta vægi er 14.125 Nm. Nafn: Duai-Panamech frá Powder Couplings Ltd., Leeds, Englandi. Úr Engineering, april 1978. Létt, sjálfvirkt suðutæki fyrir duftvarða rafsuðu (MIG/MAG/rörþráða- suða) Lítil létt duftsuðuvél fyrir kverk- og stúfsuðu, heppileg við suðuvjnnu þar sem í dag er notuð stativsuða. Annar kostur er, að tækið þarfnast ekki sérstakra straumgjafa, heldur er hægt að nota venju- legan straumgjafa, annað hvort jafn- eða riðstraum. Tæknilegar upplýsingar: straumnotkun 500 A, duft- geymir 5 I, þyngd (án þráða og dufts) 19 kg. Úr AJOUR I - T 1978 nr. 5. Plastsuða með ör-hljóð- bylgjum Ör-hljóðbylgjur eru til margra hluta nytsamlegar, m. a. til þess að sjóða saman stykki úr plasti. Þessi suðutækni er sögð gefa slétt samskeyti sem ekki er hætta á að leki. Eitt af þeim fyrirtækjum sem sérhæfa sig i þessari tækni er Kerry Ultrasonics Ltd. Er hægt að fá tæki frá þeim (sem heita Plastison) fyrir 300, 600 og 1200 W, nafntiðni 20 kH/z. Tækið er i tveimur aðal einingum: orku- gjafinn, sem gefur raforku með ör-hljóðbylgjutíðni og í öðru lagi suðutólið, sem fest er á bekk og samanstendur af orkubreyti og suðutrekt. Hægt er að ná mikilli ná- kvæmni við suðuna með þess- um tækjum. Á myndinni er sýnt hvernig stopphringur er soðinn í ör- yggisloka úr polypropen. Úr Engineering Materials and Design, febr. 1978. Ör-hljóðbylgjuskynjari finnur rafleka og gasleka Með skynjaranum er á stutt- um tíma hægt að finna hvar rafmagn leiðir út, eins er hægt að finna gasleka í þrýsti- eða lofttómsútbúnaði. Tækið breytir ör-hljóðbylgjum í heyr- anlegt hljóð og magnar það svo það heyrist í hátalara og heyrnartækjum, auk þess sést útslagið á mæli. Trektinni á skynjaranum er beint að staðnum sem skoða á og er hægt að gera það úr öruggri fjarlægð. Tækið er sagt betra en eldri og stærri tæki til svipaðra nota. Tækið er mjög næmt, t. d. er hægt að finna gasleka um göt sem eru aðeins 0,05 mm í þvermál, þrýstingurinn 0,7 atm og fjarlægðin til skynjar- ans 1,5 m. James G. Biddle Co., Ply- mouth Meeting, Pa., USA. Úr Chemical Engineering, 5. júni 1978. IÐNAÐARMÁL 31

x

Iðnaðarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðnaðarmál
https://timarit.is/publication/1105

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.