Franskir dagar - 01.07.2006, Page 4
Franskir dagar - Les jours fran^ais
Franskir dagar2006 |
Útgefandi: Auglýsingar: Ljósmynd á forsíðu og auglýsingaplakati:
Franskir dagar Jóhanna Kr. Hauksdóttir Jóhanna Kr. Hauksdóttir
Hafdís Bára Bjarnadóttir
Ritstjórn og ábyrgð: Eiríkur Ólafsson Hönnun, umbrot og prentun:
Elísa Jónsdóttir Héraðsprent, www.heradsprent.is
Bækur úr Franska spítalanum
Safhið Fransmenn á íslandi hefiir
vaxið og dafnað frá fyrsta degi. Víða
um land er til eitt og annað sem tengt
er veru franskra sjómanna við Islands-
strendur. Gestir safnsins, bæði íslensk-
ir og franskir, hafa verði duglegir að
gefa þangað muni, póstkort, myndir
og fleira. Að sama skapi hefur gestum
fjölgað ár frá ári.
Hluti af bókagjöfinni sem Bergsteinn og Þórunn
gáfu Fransmönnum á Islandi.
Sl. vor gáfu heiðurshjónin Bergsteinn
Olason húsasmíðameistari og frú Þórunn
Andrésdóttir stóra bókagjöf til safnsins.
Nokkru áður en Einar Sigurðsson
flutti Franska spítalann á Fáskrúðs-
firði yfir Qörðinn árið 1939 og endur-
byggði í Hafnarnesi bjargaði hann frá
glötun hátt í fimmtíu bókum úr húsinu.
Bækurnar voru í hans umsjón í fjölmörg
ár, eða þar til hann frétti aö einkadóttir
Bergsteins og Þórunnar, Rut, væri komin
heim eftir nokkurra mánaða dvöl i Frakk-
landi. Einari í Odda fannst kjörið að hún
eignaðist þær. Rut lést fyrir tveimur árum
síðan. Foreldrar hennar, eiginmaður og
þijú börn gáfu bækumar til minningar
um Rut Bergsteinsdóttur, enda hafði hún
talað um að fara með bækumar á safn-
ið á Fáskrúðsfirði. Þær em skráðar eft-
ir bókasafnskerfi og em hluti af stærra
bókasafni franska spítalans á Fáskrúðs-
firði. Að stómm hluta er um að ræða íjöl-
breytt innbundin tímarit gefin út í Frakk-
landi á síðasta áratug 19. aldar. Flestar
bókanna eru keyptar í sömu bókabúðinni
í Dunkerque í Bretagne í Frakklandi árið
1906, en Dunkerque var einn af stærri ís-
landsútgerðarbæjunum á norðurströnd
Frakklands.
Sagan segir að bækurnar hafi komið
að landi á Homafirði og ekki komið
til Fáskrúðsfjarðar fyrr en tveim ámm
seinna og þá á hestum.
Það er mikill fengur, fyrir safnið, í þess-
ari höfðinglegu gjöf og ekki að efa að
þessar bækur hafa stytt mörgum franska
sjómanninum stundirnar á Franska spítal-
anum á Fáskrúðsfirði, fjarri ástvinum í
heimalandinu.
Þórunn Andrésdóttir og Bergsteinn Ólason á heimili
sinu á Dunhaga í Reykjavik. Bergsteinn lœröi hjá
Einari í Odda, hann er bróöir Sölva Ólasonar.
Rut Bergsteinsdóttir 1957-2004.
Bœkurnar eru gefnar til minningar um hana.