Franskir dagar - 01.07.2006, Síða 26
Franskir dagar - Les jours fran^ais
Tour d’Islande
I Courrier d’Islande, franska Islandsfréttablaðinu, birtist í síðasta hefti grein eftir þrjú ungmennni frá Gravelines,
Héléne Deblonde, kennara, Christophe Ryckelynck, 27 ára tölvufrœðing og Erie Duval, 28 ára EPS kennara. Þar lýsa
þau hjólatúr sínum til Fáskrúðsjjarðar og til baka suður, upp í Landmannalaugar, GuIIfoss og Geysi. Helsta markmið
ferðarinnar er að heimsækja Franska daga og Fransmenn á íslandi. Hér er dagbókarbrot úr greininni:
Eric skrifar: 22/07, Kl. 13.07, Höfn-
Fáskrúðsijörður, 49 km.
í dag förum við með rútu á tunglið,
Mars og Neptúnus (ég segi ekki Plútó,
af því sagt er að Plútó sé of langt til
vinstri auðvitað). A.m.k. er landslagið
ójarðneskt. Algjörlega frábært! En
taka þau okkur með trompi meö því að
leyfa okkur að smakka “beignets”, sem
þau kalla kleinur... Eftir matinn förum
við að veiða með Borgþóri Harðarsyni,
Brynjari syni hans og Björgvini Snæ. Að
lokum verðum við samferða þeim síðasta
spölinn til Fáskrúðsijarðar; yndislegur
frönskunámskeiðið okkar, ó já, viö
verðum stjörnur í kastljósi i einn dag. Kl.
15 er komið að því aö setja okkur upp á
svið, skrekkurinn í hámarki og spennan
óbærileg. Reyndar bíður okkar aðeins
ein tafla við hliðina á sviðinu úti í horni
umkringd ýmsu öðru sem í boði er, og
Islenskir og Jranskir hjólakappar. Frá vinstri: Ólöf Brynja, Guðbjörn, Jóhanna
H, Eyþór, Björgvin Snœr, Héléne, Eric og Christophe.
Mœtt á Franska daga. Jóhanna E, Margrét, Björgvin Snœr, Eyþór, Ólöf Brynja,
Ari, Guðbjörn, Melkorka, Lára og Jóhanna H.
burtséð frá landslaginu þá er fólkið hér
í aðalhlutverki í dag. Hér finnur maður
mannlega hlýju, auðveld tjáskipti; allir
eru tilbúnir til að hjálpa og láta sér annt
um okkur. Við hittum Jóhönnu Kristínu
og 15 manna hóp hennar á Breiðdalsvík
í morgun. Þessi hópur er að hjóla frá
Reykjavík til Fáskrúðsfjarðar, fimm á
hjóli en hinir eru “tæknifólk” með húsbíl,
matföng o.s.frv. Þau buðu okkur að borða
í húsbílnum. Við spjölluðum um lífshætti,
framburð, tungumálið, landafræði og
svo stóru spurninguna: hvað gera
Islendingar í frítímanum? Hmm, góð
spurning. Reyndar fara þeir í sund og
meira að segja til að synda; “til að kæla
sig”, eins og Rósa segir. Við skiptumst á
upplýsingum um hjólaferðir...og svo leyfa
þau okkur að smakka eitthvað: (jamm og
já, það líkist engu öðru): harðfisk, sem er
sterk lykt af, en er þó ekki of saltur né
sterkur þegar við smökkum hann...raunar
frekar venjulegur fiskur á bragðið. Þau
nota meira af smjöri en harðfiski. Svo
félagsskapur og landslagið heitfengt,
nema hvað, það er dálítið kalt í veðri!
22. júlí kl. 15eru lOgráðurog krakkarnir
með húfur og vettlinga! Við komum til
FáskrúðsQarðar. Mikil gleði, fallegar
medalíur, bolir, opinber myndataka og
sturta í íþróttahúsinu...loksins! Eftir
sturtuna hittum við hóp ungmenna sem
vísa okkur á tjaldstæðið, heimili okkar í
nokkra daga!
Héléne skrifar: 23/07, Fáskrúðsfirði,
“Franskir dagar 2005”: Mæting í safnið
í opinberum embættiserindum með
fulltrúa jarðarinnar á Islandi (Eric), til að
afhenda bók frá Vinabæjasamtökunum á
safninu. Hér látum við fara vel um okkur
í hádeginu. Á matseðlinum er fiskisúpa
(sem Eric finnst gaman, því að nú getur
hann náö athyglinni til sín með því að
láta færa sér aspas súpu!). Að því loknu
löbbum við upp í kirkjugarð í mjög
lágskýjuðu veðri til að heiðra minningu
sjómannanna. Við Christophe undirbúum
m.a. má finna þar pétanque (það eina á
Islandi að því er okkur er sagt). Við fáum
samt sem áður nokkra frönskunemendur.
Þetta er bráðskemmtilegt, við skiptumst
á: við segjum eitthvað á frönsku, þau
endurtaka (Eða eins og Eric segir:
þau reyna að endurtaka) og þau láta
okkur segja eitthvað á íslensku (Eric:
þau reyna að láta okkur endurtaka,
smáblæbrigðamunur!). Þið getið ekki
ímyndað ykkur hvað við veltumst um
af hlátri, tungumálin tóku jú á sig
spánnýjar myndir. Að þessu loknu er
okkur boðið að setja í þvottavél: þvílíkur
lúxus! Á meðan skreppum við á ball
og kíkjum á hátíðina. í dag gerðum við
svo stórinnkaup í matvöruversluninni.
Þar var okkur boðið upp á kaffi og
súkkulaðitertu við innganginn. Ekki
mjög viðskiptavænt: kaupir maöur ekki
alltaf minna ef maður er saddur?!
Þýð. Bergþór Pálsson
26