Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 13

Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 13
Seinni tilviljunin var síðan sú að ég sagði vini mínum Aiain-Marie Gautier frá þessum óvæntu kynnum og samræðum og spurði hvort hann vissi nokkuð um hvaða skip væri að ræða. ,Jú, ég held nú það því það var nefnilega langafi minn, hann Fran^ois Gautier, sem smíðaði bæði systurskipin St. Pétur og St. Pál. Mig minnir að það hafi verið hann St. Páll sem fórst við Meðallandið, ég get sent þér afrit af upphaflegu teikningunum af honum ef þú vilt,“ sagði Gautier. Eg færði Birni þessar fréttir en hann hafði ekki um það fleiri orð heldur varpaði að bragði fram eftirfarandi hugmynd: „Gætirðu bara ekki drifið í því að smíða eitt líkan af honum Páli í hvelli sem við síðan getum við fært honum Alberti vini mínum á Fáskrúðsfirði? En þar eru þeir í óða önn að endurbyggja Franska spítalann sem einnig var í eigu Les Œuvres de Mer.” Tvær svona ótrúlegar tilviljanir og jákvæðnin og húmorinn í Birni gerðu það að verkum að ég átti einskis annars úrkosti en að hefja smíðina af fullum krafti. Síðan liðu sextán mánuðir, en á þeim tíma þurfti að leggjast yfir teikningarnar og finna mögulegar lausnir á þeim fjölmörgu atriðum sem ekki komu fram á þeim, sérpanta smíðaviðinn, taka ákvarð- anir um tæknilegar útfærslur, forðast fljótfærni til þess að lenda ekki í óyfirstíganlegum örðug- leikum á síðari stigum, rannsaka sagnfræðilegar heimildir og fýlgjast jafnframt með því á netinu hvernig verkinu þeirra á Fáskrúðsfirði miðaði. Og þannig gerði ég mér ljóst að tími minn til þess að klára verkið sem ég hélt í fyrstu að væri nægur var sífellt að verða styttri og styttri. Málið var nefnilega það að í upprunalegum samningi okkar Björns, þá hafði ég tiltekið að ég þyrfti rúm tvö ár, jafnvel heil þrjú, til þess að ljúka smíðinni. En mér varð fljótt ljóst að endur- bygging Franska spítalans var talsvert lengra á veg komin en ég hafði haldið. Þar héldu menn vel á spöðunum og því átti ég einskis annars úrkosti en að spýta í lófana líka og láta ekki mitt eftir Hggja, svo að ekki sé nú talað um hugarvílið þegar mér barst sú fregn að búið væri að fastsetja vígslu Franska spítalans sem fram skyldi fara á Frönskum dögum hinn 24. júh' 2014, stundvíslega. Þannig bókstaflega gufuðu þeir þrjátíu mánuðir sem ég hafði reiknað með í verkið upp nánast daglega við hverja nýja frétt, á meðan angist og áhyggjur hlóðust upp yfir því að geta ekki staðið við mitt. En jafnframt hljóp mér kapp í kinn, mér er hreint ekkert að vanbúnaði að færa fjöll (og jafnvel eldfjöll) ef með þarf. Eg á margar góðar minningar frá sjálfri smíðinni, til dæmis þegar ég þurfti að fá botn í það með vini mínum Alain-Marie Gautier hvernig ég ætti að koma akkeris-festinni fýrir. Á sjálft stefnið? eða fýrir framan framsigluna? eða troða henni ein- hvern veginn inn í lúkarinn? Nei, við hjá Gautier skipasmíðastöðinni gerum alltaf vel við áhöfnina. Það kemur ekki fram á teikningunni, en akkeris- festin fer undir hvalbakinn. Hún mun ekki sjást á sjálfu líkaninu, en þannig fóru þeir að því í gamla daga að koma henni fýrir. -pdj\skir> ckg&r ® Lesjours p°aj\gaJs Önnur góð endurminning er frumlega uppá- stungan hans Björns um að við skyldum halda almennilega sjósetningarathöfn á sama staðnum þar sem hinn upprunalegi St. Páll var smíðaður. /---------------- ---------------------\ A pjóöhátíðardaginn 14. júlí drógum við ífyrsta skiptifranska fánann að húni á stórsiglunni á skipinu. En pað var pó skamm- vinn stund milli stríða pví ég purfti undir eins að hefjast handa við að smíða lá utan um gripinn oggera hann kláranfyrirflutning- inn til Islands og til sinnar nýju heimahafnarpar á landi. ---------------m----------------------- Og þannig æxlaðist það að við vorum öll saman komin um páskana árið 2014 á þeim stað í St. Malo, við Dugay-Trouin lægið, þar sem skipa- smíðastöðin stóð forðum daga. Nú stóð til að sjósetja líkanið af St. Páli á nákvæmlega sama stað og hinn upprunalegi hafði verið smíðaður árið 1896. Albert Eiríksson gerði okkur þann heiður að koma frá Islandi og vera viðstaddur athöfnina í St. Malo. Hann var glæsileikinn uppmálaður í sínum íslenska búningi og hélt ræðustúf sem allir viðstaddir kunnu vel að meta. Alain-Marie Gaut- ier var að sjálfsögðu einnig á staðnum klæddur í lafafrakkann sem langafi hans hafði átt. Meðal viðstaddra voru sagnfræðingar sem sérhæfðir voru í skipasmíða- og útgerðarsögu bæjarins, tveir fistamenn sem sérhæfa sig í skipateikningum og málverkum af sjó og ekki þarf að taka fram að tapparnir flugu langar leiðir úr kampavíns- flöskunum af þessu góða tilefni. I hádegisverð var svo snæddur dýrindis þorskréttur sem að sjálfsögðu hæfði tilefninu líka. Óþarft er að taka fram að allir voru vel stemmdir og menn nutu dagsins í hvívetna. Það væri of langt mál að telja upp öll eftirminni- legu atvikin frá smíðinni, það nægir einfaldlega að geta þess að þegar maður sér útlínur skipsins birtast í fýrsta skipti eða þegar maður kemur síðasta langborðinu fýrir á byrðinginn eða þegar einstaklega flókin samsetning á skipshluta smellur saman þá fýlhst maður stolti og ánægju og slíkt eykur stórlega manns eigin h'fsfýhingu. Fyrir aht þetta þá er ég þakklátur fýrir að hafa fengið að taka þátt í verkefninu á Fáskrúðsfirði og frá þeim fjarlæga landshluta á Islandi mun ég alltaf eiga heihandi minningar í hugskoti mínu. En verum samt ekkert að skafa utan af því, síð- ustu vikurnar voru hrikalega taugatrekkjandi. Mér hefði sjálfsagt aldrei tekist að ljúka verkinu án virks stuðnings frá konu minni Martine, sem gerði létt grín að því þegar ég lét mig sífellt hverfa af heimfiinu og út á smíðaverkstæðið, áhyggjur mínar af því að geta ekki staðið við tímasetn- inguna og að allir þankar mínar, jafnt í vöku sem svefni, snerust eingöngu um hann Sankti Pál. Rétt er þó að taka fram að síðustu tvær vikur verksins voru samstarfsverkefni. Joél Vala, sá frá- bæri módelsmiður, tók að sér að sauma seghn en til þess þurfti hvorki meira né minna en 13.000 nálastungur, allt unnið í höndunum. Hervé Martin, minn þúsundþjalasmiður, tók svo að sér að sjá um raflýsinguna í skipinu. Við fjölskyldan kynnumst „huldulandinu“ sumarið 2014 Við stöndum hjá stóreflis steini með dæld á toppnum sem full er af vatni, eldgamalt merki um svart krossmark sem sést neðan úr firðinum var á steininum. Síðan er okkur bent á að dýfa fingurgómunum í vatnið á steininum og nudda því svo varlega á okkar eigin augnalok. „Huldu- fólkið fýlgist með ykkur og hlustar á hvað þið segið” og okkur er uppálagt að ganga varlega um huldufólksbyggðirnar og heilsa álfahúsinu á Fá- skrúðsfirði með ítrustu virðingu. Það er Berglind Agnarsdóttir sem er að leiða okkur í allan sann- leikann um töframátt Islands. Vitaskuld erum við hjónin nýkomin til landsins, og dauðþreytt eftir sólarhringsferðalag frá Keflavík. Flugferðir eru ahtaf þreytandi, en síðan tók við langur akstur austur þar sem við tvö þurftum beinlínis að troða okkur sjálfum og skipslíkaninu inn í lítinn Ópel. Líkaninu er ætlað að auðvelda fólki að ferðast í huganum aftur til þess tíma þegar „íslandssjó- Btll Bjöms sem Lambert hjónin keyrðu á frá Reykjavík til Fáskrúðsjjarðar með líkanið. mennirnir11 voru fjölmennir á þeim slóðum og það þurfti að tryggja þeim heilsugæslu með því að byggja spítala. Á meðan heimamenn fýlgdust af athygh með því þegar skjannahvít seglin á skút- unum birtust í fjarðarmynninu og þegar þær svo lögðust við festar á læginu, þá gátu menn vænst þess að eiga við þá góð viðskipti, að ekki sé nú talað um þau kjarakaup sem hægt var að gera á uppboði sýslumanns ef eitthvert þeirra strand- aði. Þarna fékkst eðalviður, biskví og koníak, en í staðinn var í boði uharvara, sjóvettlingar eða jafnvel reiðskjóti ef menn vildu bregða sér bæjar- leið. Allt þetta við undirleik öldugjálfursins og úthafsöldunnar sem gerði það mögulegt að fólk 13

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.