Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 18

Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 18
FrðJ\skir daga.r ® iesjo\irs frðj\(|ðjs Niðurstaða landshöfðingjaembættisins varð sú að hinum nýstofnaða skóla skyldu veittar 98 kr. í styrk og rann styrkurinn óskiptur til kennarans eins og fýrr hefiir komið fram. Þrátt fýrir að ánægja ríkti með skólahaldið vetur- inn 1900-1901 varð ekki framhald á starfsemi skólans í bráð. Haustið 1901 treysti hreppsnefnd Fáskrúðsfjarðarhrepps sér ekki til að leggja fram fé til áframhaldandi skólahalds á Búðum og því féll það niður. Kostnaður við skólahaldið veturinn 1900-1901 liggur fýrir og nam hann alls 329 krónum. Húsaleigan nam 33 krónum, en ekki er vitað hvar kennslan fór fram. Laun kennarans námu 216 krónum og kostnaður við eldsmat 80 krónum. Heildargreiðslur foreldra barnanna til skólans námu 204 krónum þannig að hreppurinn þurfti að inna af hendi 125 krónur. Vilhelm Knudsen fluttist til Akureyrar um það bil einu ári eftir að kennslustörfum hans á Búðum lauk. Þar gerðist hann kjötkaupmaður um tíma og síðar framkvæmdastjóri hlutafélagsins Eyja- fjörður en það fékkst við kjöt- og fisksölu ásamt pylsugerð. Knudsen fluttist síðan til Reykjavíkur árið 1912. Fastur skóli endurvakinn árið 1903 Haustið 1903 vaknaði áhugi fýrir því að endur- vekja fastan skóla á Búðum enda hafði hagur sveitarfélagsins batnað frá árinu 1901. Hinn 11. október boðuðu áhugasamir menn um skólahald til fundar og kom þá glögglega í ljós að verulegur áhugi var fyrir því að endurvekja starfsemi fasts skóla í þorpinu. Kjörin var sérstök nefnd til að undirbúa starfsemi væntanlegs skóla og samþykkti hreppsnefndin að leggja 350 kr. til skólahaldsins. Fyrir utan framlag hreppsins var gert ráð fýrir að aðstandendur nemenda greiddu ákveðið skóla- gjald og eins var gert ráð fyrir styrk ff á landssjóði. Hóf nefndin þegar að vinna að útvegun húsnæðis fyrir skólahaldið og einnig að ráðningu kennara. Fljódega fannst húsnæði sem gat rúmað 30 nem- endur og niðurstaðan var sú að tveir vom ráðnir til að sinna kennslustörfiim; real. stud. Hallgrímur Jónasson var ráðinn aðalkennari og Stefán Stefáns- son póstafgreiðslumaður sem stundakennari. Alls sóttu 30 böm á aldrinum 6 til 14 ára um skólavist og var þeim skipt í tvær deildir. Almenn ánægja ríktí um skólahaldið í Búðaþorpi og má segja að fastur skóli hafi fest sig í sessi þennan vetur. Foreldrar í þorpinu vildu ekki vera án skóla og vöxtur þorpsins gerði nánast þá kröfu að fastur skóli væri starfræktur þar. Húsnæðið sem skólinn starfaði í var aUsendis ófull- nægjandi oghaustið 1904hófstumræðaíþorpinu um nauðsyn þess að skólahús yrði byggt. Kjörin var nefnd til að annast fr amkvæmd málsins og hófust framkvæmdir við skólabygginguna sumarið 1905. Unnt var að hefja kennslu í nýja skólahúsinu þá um haustið og var litið á tilkomu þess sem mikið framfaraskref. I upphafi var gert ráð fýrir að skólinn yrði bæði heimangönguskóli og heimavistarskóli og gert var ráð fýrir að efsta hæðin yrði innréttuð sem heimavist. Samhliða skólahaldinu á Búðum var boðið upp á farkennslu annars staðar í Fáskrúðsfjarðarhreppi og var hún efld með tilkomu skólans. Fáskrúðsíjarðar- hreppi hinum forna var skipt upp í tvö sveitarfélög árið 1907 og þá var þorpið skilið frá sveitínni og fékk heitið Búðahreppur. Eignum og skuldum gamla hreppsins var skipt upp á milli hreppsfélaganna tvegga og kom þá skólahúsið í þorpinu að sjálf- sögðu í hlut Búðahrepps. Starfsemin í barnaskóla þorpsins á Búðum átti eftir að eflast og dafna en þeirri sögu verða ekki gerð skil hér. X T TTl TT 8 xx xx x'x 8 A x\ Fáskrúðsfirðingar fæddir árið 1965 fagna í ár stórafmælum sínum. Þeir ætla af því tilefni að hittast á Frönskum dögum og gera sér dagamun. Myndirnar eru teknar vorið 1979 á tröppum Kolfreyjustaðarkirkju og Búðakirkju. Þórhildur Helga Þorleifsdóttir, Steinn Eirtksson, Vilborg Björnsdóttir. Fyrir aftan pau stendur sr. Þorleifur K. Kristmundsson. 1. Már Óskarsson 2. Sindri Harðarson 3.Sigmundur Guðnason 4 .Óskar Marinó Sigurjónsson 5. Guðrún Magnúsdóttir 6. Kristín Guðmundsdóttir 7. Sólveig Arna Jóhannesdóttir 8. Bima Guðmundsdóttir 9. Asta Ægisdóttir 10. Margeir Margeirsson 11. Steinar Erlendsson 12. Kristján Skaftason 13. Þóra Karen Þórólfsdóttir 14. Rebekka Gunnþórsdóttir 15. Salóme Bergsdóttir 16. Rósa Steinpórsdóttir 17. Örvar Þór Einarsson 18. Jón Finnbogason 19. Jens Dan Kristmannson 20. Erla Sveinbjörg Hauksdóttir 21. Sólveig Þ. Sigurðardóttir. 18

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.