Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 6
Fpdj\skir> ckg&r ® iesjovirs [mrv^eJs
og skiptust menn á að lesa, það var farið með
gamanmál, menn sýndu leikþætti, það var horft
á heimildamynd um Halldór Laxness og fleira
í þessum dúr.
Klúbbfélagar buðu konum sínum í árlega
skemmtiferð, var þá gjarnan farið í rútu og eins
og títt er um slíkar ferðir mun það oft hafa verið
rútuferðin sjálf sem var eftirminnilegust.
mátm aliir koma, Bergur Hall og Bjarni Sig máttu
báðir koma. Allt fólkið á Pólarsfld mátti koma.“
Þá er það sérlega skemmtileg lesning að lesa
fundagerðabækur Lionsklúbbsins því í þeim gætir
mikillar hnyttni og bera þær merki þess að í þær
hafi ritað menn sem höfðu gott vald á tungumál-
inu og skopskynið í lagi. Sem dæmi um þessa
hnyttni má nefna orðalag eins og:
Og Friðmar orti meira, þessa vísu setti hann fram
um sjálfan sig eftir að hafa lokið við að elda mat
handa félögum sínum í klúbbnum:
Friðmari enga frœgð hér ber
pófteðuna ber'ann okkur.
I matargerð sá maður er
hinn mesti drullusokkur.
Lionsklúbbur Fáskrúðsjjarðar og eiginkonur í Færeyjum.
Hjartatækið prófað á séra Þorleifi Kristmundssyni.
Lionsklúbburinn hélt veglega árshátíð með mat,
skemmtun og dansleik. Þá var fluttur annnáll sem
saminn var af einhverjum klúbbfélaganum og
voru annálarnir skráðir í svokallaða annálabók
og þar fer einnig mikil saga. A léttu nótunum
auðvitað en saga engu að síður. Þess er getið
að á árshátíð árið 1975 hafi verið frumflutt lag
eftir Óðin G. Þórarinsson við texta hirðskálda
klúbbsins, sem voru þeir Magnús Stefánsson og
Þórólfur Friðgeirsson.
Sem dæmi úr annálabókinni má nefna eftirfar-
andi úr annál 1981: „Engin hörgull hefur verið á
eggjum fyrir þessi jól, en því er að þakka einstöku
framtaki Kaupfélagsstjórans að senda Hoffell SU
80 í eggjasiglingu til Færeyja og nú er hægt að fá
nýorpin, frosin egg.“ Einnig er þar að fmna þetta:
„Vart var við mikinn óróa í bænum og að lokum
kom í ljós hvað olli honum. Kaupfélagið ætlaði
að halda veislu og bjóða öllum bæjarbúum. Já, það
„...því næst truflaði formaður Kristmann Dan
sem var að skera sundur stóran kjötbita" og „Mar-
geir stóð upp með munninn fullan af kjöti“ og
einnig „þá var rabbað í lausu formi og vart skrá-
arlegt,“ „allir eru þessir punktar sundurlausir
eins og rjúpan sem ég skaut um daginn" að auki
„hangikjöt var á borðum og lofar það góðu fýrir
næsta vetur þar sem verðandi bryti sá um fæðu-
öflun,“ og svona mætti lengi telja. Þá er einnig
að fmna nokkrar vísur í fundagerðabókunum eins
og þessi hér sem er eftir Friðmar Gunnarsson ffá
Tungu. Er hún ort af því tilefni að nýr meðlimur
var samþykkur í klúbbinn.
Agnar er í orðum háll
ætið snjall ogfimur.
Hann gatpess að nú gerðist Páll
gildur klúbbsins limur.
í fimdagerð frá árinu 1988 var þessi vísa en höf-
undur var ekki skráður:
Klerki verður ei kennt um neitt
kappinn er aldrei heima.
Hann hefur máski til sin seitt
hafmey uppí eyna.
Þegar litið er til baka með fúndagerða- og annála-
bækur Lionsklúbbs Fáskrúðsíjarðar tfl hliðsjónar
má glögglega sjá hversu mikil spor klúbburinn
skildi eftir sig í samfélaginu. Félagar minnast
góðra samverustunda og samfélagið þakkar öll
þeirra góðu verk. Félagsskapur sem hefur það
eitt að leiðarljósi að bæta samfélagið og styðja
við aðra sem eru að gera slíkt hið sama er aðeins
góður, ekkert annað.
Lionsklúbbur Fáskrúðsfjarðar var formlega lagður
af árið 2006.
www.123.is/blakdeildleikni5faskrudsfirdi.is
BLA KDEILDIN
FÁSKRÚÐSFIRÐI
6