Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 32
Frarvskir’ ckgaj3 ® Lesjours |r>aj\gðjs
Aftasta röð: Jóhanna Björnsdóttir, Albert Eiríksson, Halldóra
Eiríksdóttir, Guðný Elísdóttir, Vilborg Bjömsdóttir, Elsa S.
Elísdóttir. Miðröð: Þorsteinn Björnsson, Sigmundur Sigmundsson,
Steinn Eiríksson og Árdís Hulda Eiríksdóttir. Fremsta röð:
Þórunn Jónsdóttir, Olga Sigurbjörnsdóttir, Steinn Bjömsson,
María Sigurbjömsdóttir og Ingibjörg Sigurbjömsdóttir.
í framtíðinni. Yfir háveturinn var farið á skíði á
hólnum og skautað á tjörninni þar fyrir neðan og
auðvitað voru byggð snjóhús, farið í snjókast og
gerðir snjókarlar og -kerlingar. Ekki var úrvalið
af útileiktækjum, aðeins tvær rólur.
Innandyra var einnig lengi vel lítið við að vera
en síðustu árin voru komin ýmis spil eins og
Söguspilið, skák, Svarti galdur, Mastermind og
Matador og einnig var Bobb-borð sem fékk
að finna fyrir því. Venjulegir spilastokkar voru
mikið notaðir, Kleppari, Manni, Vist og Rússi
voru spilaðir og jafnvel minnast sumir þess að
hafa spilað Fatapóker. Flöskustútur er leikur sem
vekur upp góðar minningar sem og Blindingja-
leikur. Einhverjir drengir rifjuðu upp að þeir
hefðu laumast út á kvöldin og bankað á glugga
hjá stelpunum til að stríða þeim, jafnvel stungið
höfðinu inn um gluggann á klósettinu. Nokkrir
komu með leikföng að heiman; bíla, dúkkulísur
og bækur en það var samt ekki mikið um það.
Leikurinn „A hvað bendi ég?“ var leikinn á
kvöldin þegar búið var að slökkva ljósin. Sá sem
var í neðri kojunni rak fingur upp fyrir bríkina á
efri kojunni. Sá sem lá þar setti einhvern h'kams-
part á fingurinn og puttaeigandinn reyndi að
giska á hvað hann væri að benda. Ogleymanlegt
var þegar puttinn átti að lenda á rasskinninni á
einni, ekki vildi betur til en svo að hún missti
jafnvægið og datt niður á gólf úr efri kojunni.
Annar leikur eftir að allir voru komnir í rúmið
var að skríða upp í hjá hver annari og skrifa eða
teikna til skiptis á bakið á hinni og giska á hvaða
orð var skrifað eða teiknað.
Stundum var farið í leikinn „Skal eða skal ekki?“
Ein stúlkan gekk hvað lengst í þessum leik þegar
hún dró leistann sinn fram á fætinum og með
skæri í hinni hendinni sagði hún: „skal eða skal
ekki?“ Einhver svaraði henni „skal“ og hún hugs-
aði sig ekki tvisvar um og klippti sokkinn í sundur.
En það var alltaf einhver tregi og heimþrá, börn
grétu og kennarar segja frá nemendum sem þeir
hringdu heim til og létu sækja vegna óyndis í
32
þeim. Þá voru það yfirleitt börn sem voru í yngri
kantinum og þau komu aftur síðar.
Fyrir hver jól var haldin skólaskemmtun, Litlu
jólin, þar sem allir nemendur höfðu hlutverk. Á
þessa skemmtun komu foreldrar og aðrir að-
standendur. Mikið var lagt í þessa skemmtun
og nemendur æfðu látlaust söngva, leikrit og
upplestur. Margs er að minnast og eru þetta
einar af skemmtilegustu minningum nemenda.
Upp í hugann koma atriði úr Saumastofunni
þar sem mátti sjá stúlkur á rauðum sokkum með
mótmælaspjöld sem á stóð: Jafnrétti í rúmunum,
dömufrí á dansleikjum og konur í prestastól.
Ógleymanlegir eru leikþættir byggðir á glímu
Gláms og Grettis, Lata-Gvend og X og Z eru
hjón. Þegar Litlu jóhn voru þá var kennslustofan
skreytt hátt og lágt, þar á meðal kennslutaflan, en
þetta var eina skiptið sem mátti nota litkrítar á
hana. Oftast voru það þeir firllorðnu í húsinu sem
skreyttu töfluna með dásamlegum jólamyndum
af helgileiknum, kertum og jólakveðju. I minn-
ingunni var eins og séð inn í helgidóm þegar
opnað var inn í kennslustofima fyrir Litlu jólin,
þvíh'k var dásemdin.
Farið var með nemendur í nokkur ferðalög á
þessum árum.Til dæmis var farið um Fljótsdal-
inn með skemmtilegu stoppi í Hallormsstaðar-
Kennarar, ráðsfólk og böm
1966- 7: Einar Baldursson og Sigurlaug
Guðmundsdóttir ráðskona.
1967- 8: Margrét Ivarsdóttir og Sigurlaug
Guðmundsdóttir ráðskona.
1968- 9: Valdís Hjartardóttir og hennar
maður Leifur Jósteinsson bryti.
1969- 70: Hildur Gunnlaugsdóttir og
hennar maður Páll Steinþórsson bryti.
Sonur þeirra Gunnlaugur Páll.
1970- 71: Guðmundur Þorsteinsson og
hans kona Hulda Guðmundsdóttir ráðs-
kona. Börn þeirra: Magnús og Valborg.
Þeim til aðstoðar var Jóhanna Þorsteins-
dóttir.
1971- 3: Valdís, Leifur og sonur þeirra
Hannes Þór.
1973- 4: Einar Baldursson, Anna Ingvars-
dóttir hans kona og dóttir þeirra Aðalbjörg.
1974- 6: Birgir Stefánsson, Aðalbjörg
Hjartardóttir og synir hennar Hjörtur og
Heiðar Már.
1976- 7: Pétur Þórðarson, kona hans
Guðrún Ólafsdóttir og dætur þeirra Guðný
Eva og Kolbrún Hrönn.
1977- 8: Birgir Stefánsson og fjölskylda.
skógi og suður í Öræfi. Eitt skipti var farið til
Akureyrar og gist í skóla þar. Kirkjutröppurnar
voru taldar og margir staðir á Norðausturlandi
skoðaðir. Nemendur böðuðu sig í Grjótagjá og
Lystigarðurinn var heimsóttur sem og Grenj-
aðarstaður.
Hjá nokkrum nemendum stendur upp úrTungu-
holtsdvölinni atburður sem gerðist einn veturinn.
Kennarinn hafði oft verið nokkuð pirraður við
nemendur og þegar einhverjir strákanna földu
skíðastaf einnar stelpunnar og hún fór að leita
Hðsinnis kennarans fékk hún þau svör að hann
hefði nú ekkert með svona mál að gera. Stúlku-
kindinni varð svo um svör kennarans að hún
fór inn í herbergi og grét og grét. Samnem-
endur stúlkunnar fundu til með henni og fannst
kennarinn ónærgætinn og sérdeilis ekki starfi
sínu vaxinn. Ein skólasystirin stakk þá upp á því
að nemendur skyldu bara strjúka þá um kvöldið.
Það varð úr að sjö nemendur struku en þeir þrír
sem höfðu falið skíðastafinn urðu eftir, fannst
þetta vera sér að kenna og þeir ættu því ekki að
taka þátt í strokinu. Þeir plötuðu þó kennarann
þegar hann fór að leita eftir horfnu nemendunum
og sögðu að trúlega hefðu hinir krakkarnir farið
í labbitúr inn í Tungudal. En sjömenningarnir
fóru sem leið lá út í Búðaþorp. Styttu þeir sér
leið yfir Leiruna og þegar þeir voru staddir þar
þá sást bíli koma á fleygiferð frá Tunguholti.
Rökkvað var og strokugemlingarnir brugðu á
það ráð að beygja sig niður á leirunum og þykjast
vera steinar. Sá feluleikur gekk upp og út á Búðir
fór hópurinn og bankaði upp á heima hjá einni
stúlkunni. Móður hennar varð brugðið þegar
hún opnaði útidyrnar og þar á tröppunum voru
úfnir og rjóðir Tunguholtskrakkar. Hringt var í
foreldra nemendanna og einhverjir þeirra komu,
sem og oddviti hreppsins. Nemendum var skudað
inn íTunguholt aftur og fengu alvarlegt tiltal en
strokið hafði þó ekki eftirmála fyrir þá, trúlega
hafa foreldrarnir og oddvitinn verið sammála um
að eitthvað hefðu strokukindurnar til síns máls.
Ekki er vitað annað en að kennslan og samskipti
kennara og nemendanna hafi gengið snurðulaust
fyrir sig til vorsins. En í huga þessara strokubarna
er þetta hið mesta ævintýr bernskunnar og lýsing
fyrir djörfung og dug þeirra á unga aldri.
Þeir kennarar sem réðust til starfa voru oft ungir
að árum og reynslulitlir. Þegar þessi grein var
rituð hittum við nokkra þeirra og fengum þeirra
sýn á skólastarfið. Á þessum árum var atvinnu-
ástandið í landinu oft slæmt og þegar leitað var
til fólks til að taka starfið að sér hugsaði það
sig ekki lengi um, enda ágætlega launað. Einn
kennarinn sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir
ábyrgðinni sem fylgdi starfinu, hreinlega ekki
haft vit á því. Töluverð einangrun var hjá kenn-
urum og minnist Einar frá Sléttu þess að Jón á
Eyri hafi haft áhyggjur af því að honum leidd-
ist og því brá Jón á það ráð að tefla við Einar í
gegnum sveitasímann sem þá var. Ein símalína
var fyrir suðurbyggðina og Tunguholt tilheyrði
henni,Jón og Einar ákváðu að hringa ekki því
þá myndi öll sveitin fylgjast með, heldur lyfta
upp símtólunum hjá sér á miðnætti. Síðan sátu
þeir með sitt taflborðið hvor og tefldu í gegnum
símann. Segja má að þetta sé einna helst h'kt
Skype nútímans.
Ráðskonur og brytar stóðu vaktina með kennur-
unum og var reynsla þeirra mismikil. Nemendur
minnast fæðisins sem hefðbundins sveitamatar