Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 39

Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 39
Frðjxskip ckg&r1 ® [esjo\irs jkðjvgajs komið, fólk situr í brekkunni og syngur, fulltrúar vinabæjar Fáskrúðsfjarðar, Gravelines í Frakk- landi sem heiðra okkur á hveiju ári með nærveru sinni, eru kynntir og halda smá tölu og setningin endar á glæsilegri flugeldasýningu þegar til þess viðrar. Kveikt er í bálkesti á grundinni og há- tíðargestir eiga saman skemmtilega kvöldstund. I margra augum er hápunktur hátíðarinnar minningarathöfnin í Franskra grafreitnum. Þar er frönsku Islandssjómannanna minnst, lagður blómsveigur að minnismerki sem þar stendur og haldin er helgistund með þátttöku Frakka og íslendinga. I allmörg ár, með einhveijum hléum þó, hefur verið boðið upp á fjöllistanámskeið fyrir börn og unglinga á Fáskrúðsfirði í aðdraganda Franskra daga. Uppskeruna fá Fáskrúðsfirðingar svo að sjá í skrúðgöngunni á laugardeginum þegar grímu- klætt fólk af ýmsum stærðum skemmtir sér og öðrum í göngunni að hátíðarsvæðinu. Með þessu flotta verkefni hefur Fáskrúðsfirðingum tekist að virkja ungdóminn til þátttöku í afar skemmtilegu og mikilvægu verkefni. Saga fjöllistanámskeiða á Frönskum dögum hófst árið 1997, þegar fjöllistamaðurinn Orn Ingi Gíslason var fenginn til að setja upp skrúð- göngu fyrir opnun hátíðarinnar. Jónas Friðrik Steinsson var fenginn til að þjálfa eldgleypa og setja upp eldatriði fyrir opnunarhátíðina, en fyrsta eldsýningin var haldin uppi á þaki félags- heimilisins Skrúðs og taldi 14 þátttakendur. Síðan þá hafa fjöllistanámskeið verið haldin á vegum Leikhópsins Veru og Circus Atlantis, en Jónas Friðrik er stofnmeðlimur þess hóps og hefur haldið utan um fjöllistanámskeiðin. Nám- skeiðin hafa miðast við börn og unglinga frá 8 ára aldri og hafa alla tíð verið mjög vinsæl. Til að mynda hefur þátttakendafjöldi aldrei farið undir 50 undanfarin 10 ár. Fyrir nokkrum árum bættust hverfahátiðir við dagskrána. Skipuleggjendur hverju sinni sjá til 39

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.