Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 40

Franskir dagar - 01.07.2015, Blaðsíða 40
FpdJ\sL> dagdP # [esjovips frar^ðj's gripum. Þessar sýningar eru ávallt vel sóttar. Ljósmyndasýningar hafa einnig verið nokkrar í gegnum tíðina og gestir hátíðarinnar hafa haft mjög gaman af að skoða myndir frá liðinni tíð. Frá árinu 2004 hefur blaðaútgáfa verið hluti af undirbúningi Franskra daga. I aðdraganda Franskra daga hefur verið gefið út viðamikið blað þar sem meðal annars eru kynntir viðburðir hátíðarinnar, viðtöl og greinar sem tengjast Fá- skrúðsfirði og Fáskrúðsfirðingum fá þar sinn samastað. Blaðið er vinsælt og margir bíða þess með óþreyju þegar líða fer að Frönskum dögum. Eins og fýrr sagði er bæjarhátíðin 20 ára í ár. Af því tilefni verður meðal annars boðið upp á hinn stórkosdega Sirkus Islands og er Fáskrúðs- fjörður eini staðurinn á Austurlandi sem sirkus- inn heimsækir þetta árið. A fimmtudagskvöldinu verða tónleikar með Harmonikkufélagi brott- fluttra Fáskrúðsfirðinga ásamt Jónasi Sigurðs- syni, Bjartmar og Bergrisarnir halda tónleika á föstudagskvöldi, Árni Johnsen sér um brekku- sönginn, Rokkabillýbandið ásamt Matta Matt heldur uppi stuðinu á laugardagsdansleik, Lalli töframaður kynnir hátíðardagskrá á sviði og flestir íbúar Latabæjar mæta á svæðið svo eitt- hvað sé nefnt. Að auki verða flestir hefðbundnir dagskrárliðir hátíðarinnar á sínum stað. Það er von þeirra, sem að Frönskum dögum standa, að hátíðin muni halda áfram að vaxa og dafna í góðum höndum heimamanna og Fáskrúðsfirðingar og gestir eigi eftir að njóta Franskra daga í tugi ára til viðbótar. þess að tækifæri gefist fýrir fólkið í hverfúnum að hittast og eiga saman góða stund á fostudags- síðdegi, en að þessum lið er töluvert þrengt þar sem svo margir aðrir viðburðir þurfa að komast á dagskrá. Hverfm eru skreytt með mismunandi litum og var hugsunin sú í upphafi að þannig gæfist fólki tækifæri til að skreyta meira en ella hefði kannski verið gert. Eins og Fáskrúðsfirðingum er von og vísa eru Franskir dagar langt frá því lausir við íþrótta- viðburði. Þannig hefúr hjólakeppnin Tour de Fáskrúðsfjörður verið með frá upphafi og alltaf vel sótt. Einnig hafa Minningarhlaup Bergs Hall- grímssonar og Fáskrúðsfjarðarhlaupið eignað sér fastan sess hjá mjög mörgum þeirra sem sækja hátíðina heim. Undanfarin ár hefur göngu- félag staðarins séð um fjall- göngu í aðdraganda Franskra daga. Er um að ræða léttar fjöl- skyldugöngur sem flestir geta tekið þátt í. Ein er sú íþrótta- grein sem Fáskrúðsfirðingar eru afar stoltir af að hafa haldið í heiðri frá upphafi hátíðarinnar og hefúr beina tengingu við Frakkland, en það er íslandsmeistaramótið í Pétanque. Pétanque er vinsælt fjölskylduspil sem mikið er spilað í Frakk- landi og víðar í Evrópu og eru þar haldnar mótaraðir í þessari íþrótt. Pétanque er spilað með stálboltum á mjúku undirlagi svo sem sandi eða grasi. Á Frönskum dögum er spilað á gervigrasvelli við Skólamiðstöðina og hefúr fjöldi þátttakenda vaxið frá ári til árs. Eins og Frakka er siður er svo auðvitað boðið upp á franskt rauðvín á meðan á móti stendur. Dansleikir og tónleikar eru ávallt fastir liðir á Frönskum dögum. Skrúður, kirkjan og Skólamiðstöðin gegna hlutverki dansleika- og tón- leikastaða og tónlistarviðburðir hafa ávallt verið vel sóttir. Einn er sá við- burður sem hefúr verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár og það er harmonikkudansleikur sem haldinn hefur verið seinni part laugardags. Þar er ekkert aldurstakmark og þar gefst fólki á öllum aldri tækifæri á að koma saman og stíga skottís, ræl og fleiri hefðbundna dansa. Frá upphafi hefúr Undirbúnings- hópur um Franska daga boðið upp á stað fýrir sýningar. Bæði hefúr verið um að ræða mynd- og handverks- sýningar fólks sem á rætur að rekja til fjarðarins en einnig sýningar heima- manna á ýmsum listmunum og safn- 40

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.