Víkurfréttir


Víkurfréttir - 21.02.2008, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 21.02.2008, Blaðsíða 18
18 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 8. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Félagar í Golfklúbbi Suður- nesja kveðja fyrrverandi for- mann sinn og góðan félaga Hörð Guðmundsson sem lést 13. febrúar s.l. Hörður var einn af brautryðjendum klúbbsins og stofnfélagi. Hann var formaður klúbbsins í 16 ár fyrst 1971 en síðan sam- fleytt í 15 ár frá árinu 1974. Hann var ávallt boðinn og bú- inn til að leggja sitt af mörkum fyrir Golfklúbb Suðurnesja og var ötull í starfi. Hans þáttur í uppbyggingu Golfklúbbs Suðurnesja var mikill og allt gert með glæsibrag. Það sann- ast best á klúbbhúsinu sem er eitt glæsilegasta klúbbhús landsins og að mestu byggt í sjálfboðavinnu af félögum klúbbsins undir styrkri stjórn Harðar. Þá átti uppbygging golfvallarins sér að mestu stað í stjórnartíð hans og eiga þeir Hörður og Hólmgeir bróðir hans ekki ófá handtökin í þessum glæsilega golfvelli. Hann var löngum stundum út í Leiru við golfleik eða að sinna ýmsum félagsmálum á vegum klúbbsins. Hann lagði sérstaka rækt við yngri golfar- ana og var þeim til leiðsagnar og stuðnings. Það leiddi til þess að Golfklúbbur Suður- nesja átti og á enn golfleikara í fremstu röð á Íslandi. Hann var alla tíð virtur af félögum sínum í golfklúbbnum enda fé- lagslyndur og drengur góður. Félagar í Golfklúbbi Suður- nesja kveðja sinn góða félaga og formann Hörð Guðmunds- son með þakklæti í huga og votta aðstandendum samúð. Stjórn Golfklúbbs Suðurnesja Golfíþróttin er einstök og hefur á síðasta áratug orðið að næststærstu íþróttagrein á Íslandi. Hörður Guðmunds- son var einn af ekki svo mjög mörgum sem heillaðist af þessarai mögnuðu íþrótt á sjö- unda áratug síðasta aldar, fyrir rúmlega fjörtíu árum síðan. Þá vissi hann ekki að hann átti eftir að marka spor sín í uppbyggingu hennar á Suður- nesjum svo um munaði. Hann sló sitt fyrsta högg í Leirunni fljótlega eftir stofnun klúbbsins árið 1964 og óbeisl- aður áhugi hans kom fljótt í ljós. Hörður vildi veg íþróttar- innar sem mestan og varð for- maður Golfklúbbs Suðurnesja 1971, fyrst í eitt ár en tók svo aftur við stjórnartaumnum þremur árum síðar og sleppti honum ekki næstu fimmtán árin. Og kannski sem betur fer fyrir klúbbinn því undir hans stjórn og eftirlifandi eldri bróður hans, Hólmgeirs, gerðist ótrúlega mikið. Hólms- völlur sem oft er kallaður Leiran, varð að alvöru 18 holu velli árið 1986 og ekki nóg með það heldur var vígt nýtt, stórt og glæsilegt félagsheim- ili klúbbsins á sama tíma, rétt áður en tímamótaíslandsmót var haldið. Við félagarnir hittum Hörð fyrst í Leirunni fljótlega eftir að okkar leiðir lágu í þessa paradís árið 1972. Nokkrum árum síðar réði Hörður okkur í vinnu við vallarhirðingu Hólmsvallar. Það er okkur ógleymanlegur og ómet- anlegur tími. Hörður sem þá var formaður var einnig vallarstjóri. Hans hugur var alla daga í Leirunni. Snyrti- mennska, dugnaður og metn- aður voru honum í blóð borin sem og endalaus áhugi fyrir uppbyggingu og hirðingu Hólmsvallar. Hörður var óþreytandi á því að leggja okkur lífsreglurnar í öllu þessu en studdi okkur á sama tíma í því að verða betri kylfingar. Tók tillit til þess í vinnu okkar á vellinum og gaf okkur frí til að keppa. Eitt árið var Íslands- mót í Leirunni. Við félagarnir slógum flatir og brautir með Herði svo völlurinn myndi skarta sínu fegursta og svo kepptum líka um Íslandsmeist- aratitilinn. Öðrum okkar gekk betur og var í toppbaráttunni eftir tvo daga af fjórum og þá vildi Hörður að sá fengi frí í vinnu síðustu tvo dagana svo hann gæti einbeitt sér að mót- inu. Hinn vann áfram við vallarsláttinn. Það skipti hann miklu máli að kylfingar í Golf- klúbbi Suðurnesja bæru merki hans í keppnum og næðu ár- angri. Við lentum í skemmtilegum ævintýrum með Herði í Leirunni. Einu sinni lenti hann undir kerru fullri af möl þegar við unnum við stækkun vall- arins. Þá þurfti að hafa snör handtök til að bjarga formann- inum, en það tókst. Hann þurfti líka að bjarga okkur úr vandræðum, oftar en einu sinni. Við héldum einu sinni gleðskap með fleiri vinum okkar í golfskálanum að kvöldi til, nokkuð sem var að sjálfsögðu stranglega bannað. Það sást til okkar og Hörður mætti á staðinn, okkur að óvörum. Fjörið var úti og við héldum á brott skömmustu- legir. Aldrei nefndi hann þetta við nokkurn mann í stjórn klúbbsins svo við sluppum við refsingu, sem við áttum skilið fyrir þessi strákapör. Hörður var formaður af gamla skólanum, enda með ungmennafélagsblóð í æðum. Hugsjónamaður. Á þessum tíma voru litlir og oft engir peningar til en með útsjónar- semi tókst honum að fá fólk og fyrirtæki með sér í lið. Það var ótrúlegt að sjá stórvirkar vinnuvélar á Hólmsvelli við gröft og jarðvegsflutning þegar við vissum að GS buddan væri tóm. Hörður kunni þetta vel og kunni að halda góðu sam- bandi við styrktaraðila klúbbs- ins þó ekki væru til peningar. Hörður hlaut á ferli sínum æðsta heiðursmerki Golfsam- bands Íslands, gullkrossinn, ásamt Hólmgeiri bróður sínum, en þeir voru einnig gerðir að heiðursfélögum í Golfklúbbi Suðurnesja. Ekki má gleyma því að Hörður hefði ekki afrekað svona mikið ef hann hefði ekki átt fjölskyldu sem studdi hann í öllu þessu. Við sendum þér, elsku Rósa og fjölskyldu þinni okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Páll Ketilsson og Gylfi Kristinsson. Kveðja frá Golfklúbbi Suðurnesja f. 21. júlí 1931 - d. 13. febrúar 2008 Hörður Guðmundsson hárskerameistari - minning

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.