Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.03.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 19.03.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 12. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Nesbyggð ehf. hefur keypt allt hlutafé í Þóruskerjum ehf. en félagið á svokallað Grænuborgarsvæði við Voga þar sem byggðar verða 400 til 500 íbúðir á næstu árum. Þóru sker hef ur haft með höndum skipulag og undir- búning Grænuborgarsvæðis- ins en í framtíðinni mun þar verða blönduð byggð sérbýlis og fjölbýlis. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 246 íbúðum, þar af 112 í fjölbýli, fimmtíu og einni í í einbýli og afgang- urinn verður par- og raðhús. Þegar seinni áfangi verður skipulagður verður gert ráð fyrir skóla, leikskóla og fleiri íbúðum. „Fyrri áfangi skipulags ins hefur verið samþykktur og við reiknum með að hefjast þarna handa innan mánaðar þegar endanleg afgreiðsla Skipulags- stofnunar liggur fyrir. Við ætl- uðum að selja þarna frá okkur lóðir en þar sem við í Nes- byggð erum stórhuga reiknum við alveg eins með að byggja þetta að miklu leyti sjálfir. Við ætlum að fara í gatnagerðina í sumar og sjá þá til hvernig vindar blása á markaðnum,“ sagði Páll Harðarson, eigandi Nesbyggðar í samtali við VF. Grænuborgarsvæðið liggur rétt norðan við núverandi íþróttasvæði í Vogum og þykir staðsetningin ákjósanleg fyrir fjölskyldufólk. Fyrsti áfangi getur fullbyggður rúmað allt að 750 íbúa. „Þetta er flott svæði. Okkar metnaður mun liggja í því að vanda þarna til verks, allt verði í góðu standi og svæðið verði þekkt fyrir það,“ sagði Páll Harðarson. Nesbyggð kaupir og byggir Grænuborgarsvæðið Páll Harðarson hjá Nesbyggð. VF-mynd: elg Páskar í Bláa lóninu Bláa lónið er opið alla páskana frá kl. 10.00–20.00 • Sími 420 8800 • www.bluelagoon.is Spennandi páskadagskrá: Annar í páskum, 24. mars, kl. 13.00 • Menningar- og sögutengd gönguferð. 2–3 tíma gönguferð fyrir alla fjölskylduna um nágrenni Bláa lónsins. Mæting við bílastæði Bláa lónsins kl. 13.00. Ekkert þátttökugjald er í gönguna. Annar í páskum, 24. mars, kl. 14.30 og 16.30 • Vatnsleikfimi í boði fyrir gesti Bláa lónsins. Páskaegg fyrir börnin á meðan birgðir endast. 2 fyrir 1 í Bláa lónið gildir gegn framvísun afrifunnar dagana 20.–31. mars 2008 Spennandi páskamatseðill á Lava veitingastaðnum. Börn borða frítt af barnamatseðli panti fullorðinn aðalrétt af matseðli. Tilboð í Blue Lagoon verslun. NÝTT – Fjölskyldukort í Bláa lónið. Nánari upplýsingar í afgreiðslu. Allir sem skrá sig í Blue Lagoon netklúbbinn eiga kost á að vinna fjölskyldukort. 2 fyrir 1 Gildir gegn framvísun miðans dagana 20.–31. mars 2008 Frítt fyrir börn, 11 ára og yngri, í fylgd með forráðamönnum Lykill 1561 bk_atvinnuaugl_120308.pdf 12.3.2008 08:35:59 HEYRNARÞJÓNUSTA ��������������������������������������������������������������

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.