Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.03.2008, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 19.03.2008, Blaðsíða 6
6 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 12. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Vopnaðir sérsveitarmenn frá Ríkislögreglu- stjóra gerðu áhlaup á íbúðarhús í Keflavík sl. fimmtudagskvöld. Þar hafði 36 ára íslenskur karlmaður lokað sig þar inni á salerni með haglabyssu. Fljótlega eftir að sérsveitin kom inn í húsið gafst maðurinn upp sjálfviljugur og kom fram, en hann hafði læst sig inni á sal- erni. Ógnaði maðurinn aldrei neinum með skotvopninu en heimilisfólk bað um aðstoð lögreglu og flúði vettvang eftir það. Lögregla lokaði götunni á meðan á aðgerðum stóð en handtók tvo menn fyrir óspektir að því er fram kom hjá lögreglu, en þeir hafa síðan kvartað undan harðræði við handtöku. Málið er til skoðunar hjá lögreglu. Yfirbugaður af sérsveitinni Vopnaskak: Undirbúningsframkvæmdir fyrir álver Norð- uráls í Helguvík hófust á föstudag þegar bæj- arstjórarnir Oddný Harðardóttir, Garði, og Árni Sigfússon, Reykjanesbæ, afhentu Ragn- ari Guðmundssyni, forstjóra Norðuráls bygg- ingarleyfi fyrir álveri í Helguvík. Ákvörðun um leyfisveitinguna var tekin á aukafundum bæjarstjórna og var málið afgreitt með 10 at- kvæðum þar sem einn sat hjá í Reykjanesbæ, en í Garði voru sex með en einn fulltrúi á móti. Í fyrstu verður lagður vegur að lóðinni, öryggisgirðing reist og sett upp verkefnisskrif- stofa á staðnum. Áformað er að taka fyrstu skóflustungu að kerskála innan tíðar. Heild- arkostnaður við framkvæmdina er áætlaður 80-90 milljarðar. Gert er ráð fyrir að álverið verði byggt í áföngum þannig að fyrirtækið vaxi „hóflegum skrefum“ þannig að fyrsta áfanga framkvæmda verði lokið árið 2010 og að framleiðslugeta ál- versins verði þá um 150.000 tonn á ári. Öðrum áfanga á að verða lokið árið 2015 og verður framleiðslugetan þá komin í 250.000 tonn. Ekki er ofsagt að skiptar skoðanir hafi staðið um þessa ráðstöfun Garðs og Reykjanesbæjar að veita byggingarleyfi þar sem mörgum finnst sem ýmislegt annað vanti í jöfnuna. Til dæmis hefur Umhverfisráðuneytið ekki enn tekið af- stöðu til kæru Landverndar um að heildstætt mat verði gert á umhverfisáhrifum álvers og virkjana sem því tengjast. Er það skoðun Land- verndar að ef umhverfisráðherra fallist á kröfur þeirra séu forsendur útgáfu framkvæmdaleyfis brostnar. Raunar lýsti ráðherra sjálf yfir undrun á því að leyfin hafi verið gefin út áður en allar upplýs- ingar og forsendur liggja fyrir m.a. um virkjun- arkosti og flutningsleiðir. Raforkan fyrir fyrsta hluta álvers, 250 MW, hefur verið tryggð með samningum við Hita- veitu Suðurnesja og Orkuveitu Reykjavíkur. Álversframkvæmdir hafnar í Helguvík: Helguvík í gang Suðurlindir og Landsnet funduðu um eflingu háspennuflutninga á Suðurnesjum í gær og munu halda viðræðum áfram eftir páska. Þar er um að ræða fyrirkomulag raforkuflutninga frá Hamranesi í Hafnarfirði að Fitjum í gegnum landsvæði Voga. Tillögur Landsnets fela í sér að ný og öflugri loftlína verði sett upp í sama stæði og sú gamla, en enn á eftir að semja um lokaútfærslu. Oddný Harðardóttir, Árni Sigfússon og Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls. VF-mynd/pket

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.