Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.03.2008, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 19.03.2008, Blaðsíða 20
20 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 12. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Póstkassinn Mið viku dag inn 12. mars var bíll inn minn, BR-130, sem er grá Mazda station, á bif reiða stæði utan við Njarð- vík ur skóla. Er ég kom að hon um klukk an 14:00 var stór og mik il rispa á aft ur- hurð far þega meg in. Þetta er aug ljós lega mik ið tjón fyr ir mig en ef sá sem þetta gerði, vænt an lega óvart, gef ur sig fram kem ur þetta óhapp ekki til með að bitna á mínu veski né þínu, þar sem trygg- ing ar borga fyr ir tjón ið. For- eldr ar vin sam leg ast ræð ið þetta við börn in ykk ar og lát ið lög reglu á Suð ur nesj um vita ef tjón vald ur af óhapp- inu finnst. Sig valdi Lár us son, S: 694 6208 Bíll inn minn var risp að ur Í fréttum síðustu daga hafa verið settar fram fullyrðingar um að óvissu gæti um orkuöflun fyrsta áfanga álvers Norðuráls í Helguvík. Ástæða er til að ítreka að þetta er rangt. Fyrir liggja samningar HS hf, og OR við Norðurál um útvegun orku til álvers í Helguvík og bendir allt til þess að auðvelt verði að standa við samninga. Verða forsendur orkuöflunar HS hf útskýrðar hér á eftir: HS hf og Orkuveita Reykjavíkur (OR) hafa gert samninga við Norðurál um orkuöflun fyrir álverið og samkvæmt þeim samningi mun OR afhenda 100 MW vegna 1. áfanga og HS hf 100 – 150 MW. Til að framleiða 120.000 tonn af áli þarf rúmlega 200 MW og 150.000 tonna álver þarf um 250 MW. HS hf framleiðir nú um 175 MW raforku í orkuverum sínum á Reykjanesi (100 MW) og í Svartsengi (75 MW). Af þessari framleiðslu fara nú um 140 MW frá svæðinu um eina línu sem liggur að Hamranesi við Hafnarfjörð en með álveri og annarri aukningu notkunar á svæðinu myndi flæðið um línuna snúast við. HS hf. telur að með núverandi verkefnum verði auðvelt að útvega orku samkvæmt umræddum samningi. Nánar um verkefnin Nú er unnið að því að bæta við 3. vélinni (50 MW) í orkuverinu á Reykjanesi. Á árinu 2007 voru boraðar þar 2 borholur sem varaholur og vegna mögulegrar stækkunar og eru þær taldar geta gefið um 15 MW. Á þessu ár hefur verið boruð þriðja holan og nú í gufupúðann sem hefur myndast sem heppnaðist mjög vel og er talin geta gefið vel yfir 10 MW. Er nú að hefjast borun annarrar holu í gufupúðann og takist hún jafn vel er gufuöflun fyrir vélina langt komin. Í síðustu viku fóru fram viðræður við framleiðanda túrbínanna og er gert ráð fyrir að gengið verði frá endanlegum samningi í júní/júlí og að túrbínan komi til landsins fyrir árslok 2009 og geti þá hafið framleiðslu í 4. ársfjórðungi 2010. Þá vinnur HS hf. að því að nýta frekar affallsvökva á Reykjanesi. Nú fara í affallið 6 – 700 l/sek. af rúmlega 200°C heitum vökva þar sem hann er yfirmettaður af steinefnum. HS hf er í samstarfi við 2 erlend sérfræðifyrirtæki til að þróa varmaskipta þannig að unnt verði að nýta allt að 50 MW úr vökvanum. Er þess vænst að á haustdögum liggi fyrir endanleg útfærsla á nýtingu þessarar varmaorku. Þá ber að nefna að 35 MW frá núverandi virkjunum voru seld á skammtímasamningi sem rennur út á árinu 2011 og þá eru þau laus og til ráðstöfunar. Ekki er ástæða að nýta þurfi þau til að uppfylla umrædda samninga við Norðurál en stendur opið til þess. Enn einn virkjanakostur eru Eldvörp þar sem boruð var hola 1982. Nú er unnið að breytingum á skipulagi í samstarfi við Grindavíkurbæ þannig að unnt verði að ráðast í frekari boranir og síðan er stefnt að 35 – 50 MW virkjun þar auk framleiðslu á heitu vatni fyrir hitaveitu. Gert er ráð fyrir nýtingu a.m.k. hluta orkunnar í Grindavík þegar fram líða stundir. Viljayfirlýsing liggur fyrir varðandi túrbínu og stefnt að því að ganga frá kaupum um eða fyrir áramót. Um 2. áfanga Álvers í Helguvík Varðandi raforku fyrir 2. áfanga álvers í Helguvík, sem gert er ráð fyrir að hefji framleiðslu eftir 6-7 ár þarf 100 – 150 MW, samkvæmt samningi. Auk þess sem að framan greinir hefur HS hf. rannsóknarleyfi á 4 svæðum sem hvert um sig eru talin geta gefið 100 MW. Er nú unnið að skipulagsmálum með viðkomandi sveitarfélögum og þess vænst að rannsóknarboranir geti hafist í lok þessa árs. Með uppbyggingu virkjana í kjölfar rannsókna verða næg tækifæri til annarrar atvinnuuppbyggingar meðfram sölu til álversins. Um flutning orku á milli Suðurnesja og Landsnetsins Það er a lgjörlega nauðsynlegt vegna atvinnulífs, almennings og núverandi raforkuframleiðslu að önnur háspennulína verði byggð sem allra fyrst. Sú lína er forsenda þess að viðunandi afhendingaröryggi sé á svæðinu, hvort sem verið er að ræða um netþjónabú eða aðra starfsemi. Fullyrðing um að styrking línunnar sé eingöngu vegna álvers í Helguvík er algjörlega fráleit en hins vegar má fullyrða að það rekstraróöryggi sem fylgir einni línu hamli frekari vexti atvinnulífs og byggðar á svæðinu. Um raforkuna frá OR Samkvæmt upplýsingum frá OR áætlar fyrirtækið að orka til Helguvíkur muni koma frá virkjunum á Hengilssvæðinu. Þar er ráðgert að framleidd verði um 300 MW árið 2010 og 2011. Samningur OR, sem samþykktur er af stjórn fyrirtækisins, gerir því ráð fyrir aðeins þriðjungi þess magns til Helguvíkur. Því er mikið svigrúm fyrir OR að standa við umræddan samning. Þetta kemur fram í tilkynnnigu frá Hitaveitu Suðurnesja hf. Áfram Árni, þú hefur minn stuðning. Þrátt fyrir að vera í hjarta mínu á móti álverum í byggð, get ég ekki annað en staðið við bakið á bæjarstjóranum mínum þegar hann tekur svona af skarið. Að taka fyrstu skóflustunguna án pólitísks stuðnings þarf kjark. Loksins höfum við mann með kjark. Ég er orðin þreytt á því að fá aldrei stuðning þingsins þegar á reynir. Kvótaúthlutun hefur verið fremur dræm til Suðurnesja, sér í lagi til Reykjanesbæjar. Rökin hafa verið þau að „þið hafið Kanann“ eða „þið eruð ekki landsbyggð í raun, því þið eruð svo nálægt Höfuðborgarsvæðinu“. Enn og aftur á að nota sömu rökin. Landsbyggðin (sem er ekki þið) þarf meira á álveri að halda, þið getið fundið eitthvað annað að starfa við. Er einhver firra í gangi á hinu háa Alþingi? Átta þeir sig ekki á því að fólkið er hér og er að flytja hingað í stórum stíl, hvort heldur Íslendingar eða útlendingar? Reyndin er sú að þrátt fyrir álver á Austfjörðum vantar fólk til að vinna þar, því margt fólk einfaldlega vill ekki búa þarna. Fólksfjölgun hefur hvergi verið meiri en í Reykjanesbæ og Suðurnesjum almennt. Í þeim tölum teljast ekki farandverkamenn. Álver Norðuráls í Helguvík skapar örugga vinnu fyrir nokkur hundruð manns þegar fram í sækir. Sú vinna verður ekki bara eftirsótt af Suðurnesjabúum, heldur mun fólk af Höfuðborgarsvæðinu einnig sækja þangað eftir vinnu, þrátt fyrir að þurfa að keyra á milli, sem verður tiltölulega lítið mál þegar Vegagerðin hefur lokið verki sínu. Ég skora á þingmenn okkar, sérstaklega Árnana tvo þá Árna M. Mathiesen og Árni Johnsen að standa einnig við bakið á bæjastjóra Reykjanesbæjar. Sýnið stuðning ykkar í verki og berjist fyrir því að álverið fái þær losunarheimildir sem það þarf, starfsleyfi og leyfi fyrir lagningu rafmagnslína. Einnig að Hitaveita Suðurnesja og Orkuveita Reykjavíkur fái að framleiða þá orku sem álverið kemur til með að þarfnast í framtíðinni. Áfram Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar, þú hefur minn stuðning. Guðrún Guðmundsdóttir deildastjóri í Njarðvíkurskóla Árni góður! Engin óvissa vegna orkuöflunar fyrir álver Norðuráls í Helguvík Víkurfréttir koma næst út fimmtudaginn 27. mars. Skrifstofur blaðsins opna aftur þriðjudaginn 25. mars. Skilafrestur auglýsinga til kl. 17 sama dag. Gleðilega páska - Starfsfólk Víkurfrétta.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.