Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.03.2008, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 19.03.2008, Blaðsíða 15
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN 19. MARS 2008 15STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Frá síðasta hausti hafa miklar lagfæringar átt sér stað á innviðum Útskálakirkju og hefur kirkjan tekið miklum stakkaskiptum á þessum tíma. Á skírdag verður kirkjan opnuð formlega með hátíðarmessu sem hefst kl. 14:00. Þar mun biskup Íslands predika og sr. Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur, þjóna fyrir altari. Kirkjan hefur verið enduruppfærð og var verkið unnið í nánu samstarfi við húsafriðunarnefnd. Eins og frægt er fundust bein undir gamla gólf- inu. Það vakti mikla athygli á landsvísu. Útskálakirkja var reist árið 1861-63 að frum- kvæði sóknarprestsins, síra Sigurðar B. Sívert- sens. Árið 1895 var hún lengd til austurs og forkirkja reist. 1975 var forkirkjan stækkuð og komið þar fyrir snyrtiherbergjum, geymslu og skrúðhúsi. Séra Börn Sveinn Björnsson, sóknarprestur, segir Útskálakirkju eiga sér merkilega sögu. „Á 19. og fram á fyrri hluta 20. aldar voru Hvals- ness- og Kirkjuvogssóknir lagðar til Útskála og síðar bættist Njarðvíkursókn við. Þessi skipan hélst fram til ársins 1952 en þá varð breyting á og Keflavíkurprestakall var stofnað. Útskálar eru því sögulega séð táknræn sameign Suður- nesjamanna og gegndi veigamiklu hlutverki fyrir samfélagið.“ Aðspurður sagði Björn að hann væri afar ánægður hvernig til hefur tekist. „Ég get ekki látið hjá líða en að geta þess hversu frábærlega iðnaðarmennirnir undir öruggri handleiðslu Braga Guðmundssonar hafa sinnt þessu vandasama verki - svo ég nefni ekki sókn- arnefndina sem hefur starfað sem einn maður og þar hefur leitt lestina sóknarnefndarformað- urinn Jón Hjálmarsson. Allt sýnir þetta þann kærleika sem fólk ber til kirkjunnar sinnar og kirkjubyggingarinnar.“ Jón Hjálmarsson formaður sóknarnefndar var að vonum ánægður með framkvæmdirnar. „Veigamesta aðgerðin var að skipta um gólfið en síðan var rafmagnið og allar lagnir endur- nýjað og kirkjan einangruð. Bragi Guðmunds- son hafði yfirumsjón með verkinu. Hver ein- asta fjöl undir gluggahæð var fjarlægð, pússuð og sett aftur á sinn stað.“ Árið 1975 var kirkjan máluð og skreytt að innan af Áka Gränz, málarameistara, hann kom og lag- færði það sem þurfti nú í þessum endurbótum. Einnig var altaristaflan sem sýnir boðun Maríu, gjöf síðan 1878, send í hreinsun og lagfærð. Þess má loks geta að sóknarnefnd býður kirkju- gestum í kaffisamsæti í Flösinni að lokinni hátíðarmessu. Útskálakirkja opnuð á ný eftir endurbætur Keflvíkingurinn Ingvar Ey- fjörð hef ur ver ið ráð inn aðstoðarforstjóri Icelandic Group en hann var áður framkvæmdastjóri Fiskvals. Ingvar hafi víðtæka reynslu af stjórnun, sölu- og markaðs- málum fyrirtækja í matvæla- framleiðslu. Hann mun vinna náið með Finnboga Baldvins- syni forstjóra fyrirtækisins að daglegum rekstri og stefnu- mótun félagsins. Við starfi Ingvars sem fram- kvæmdastjóri Fiskvals tekur Elfar Bergþórsson sem gegnt hefur starfi sölustjóra félagsins frá upphafi árs 2006. Elfar var sölustjóri Tros árin 2000-2005 og þar áður framleiðslustjóri Jóns Erlings 1998-2000. Ingvar Eyfjörð aðstoðarfor- stjóri Icelandic Group Lagið „Grief“ eftir Keflvík- inginn Svenna Björgvins er á leið í dreifingu vestan- hafs ásamt 16 öðrum sem valin voru úr þúsundum laga á safndisk sem kemur út í Banda ríkj un um á næstunni. Diskurinn fer í dreifingu í þúsundir versl- ana þar ytra og á útvarps- stöðvar. Diskurinn heitir The Best of Indie: Rock 2008 og er gefin út af SongPlanet Records, ungu og framsæknu útgáfu- fyrirtæki. „Það var gaman að fá þetta upp í hendurnar, ég er búinn að ganga frá öllu, masterinn farinn út og samningurinn undirritaður. Lagið hefur verið inni á nokkrum tón- listarsíðum á netinu og þetta kom í gegnum eina þeirra.“ segir Svenni. En er einhver útgáfa væntan- leg frá þér sjálfum? „Ja, ég á raunar tilbúinn disk. Fyrir nokkrum árum var ég í sambandi við útgáfufyriræki í L.A en eftir að hafa farið vandlega yfir samninginn og leitað mér upplýsinga um fyrirtækið ákvað ég að bakka út. Mér leist ekkert á þetta. Síðan þá hafa ein- hverjir sýnt áhuga á að gefa hann út, bæði hér heima og erlendis en það liggur ekkert fyrir ennþá. Það er þó allt tilbúið nema plötuumslagið. Mér liggur annars ekkert á, bara rétt orðinn fimmtugur og nægur tími til að meika það,“ segir Svenni og hlær. Hægt er að hlusta á lagið „Grief “ á Myspace-síðu Svenna en slóðin er: http:// www.myspace.com/svenni- bjorgvins Fólk: Lagi eftir Svenna Björgvins dreift í USA

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.