Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.03.2008, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 19.03.2008, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN 19. MARS 2008 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Hið árlega Erlingskvöld Bókasafns Reykjanesbæjar, til heiðurs Erlingi Jónssyni, listamanni verður haldið fimmtudagskvöldið 27. mars nk. Dagskráin fer fram í Bíósal Duushúsa og hefst kl. 20.00. Erlingur Jónsson hefur fært Bókasafni Reykja nes- bæjar tvö listaverk að gjöf, bronslágmyndir af Halldóri Laxness og Matthíasi Johannessen. Þá færði áhugahópur um Listasafn Erlings Jónssonar safninu Laxness-fjöðrina árið 2002, en afsteypunni var fundin staður framan við húsnæði Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum (áður Barnaskólinn í Keflavík). Árið 2002 var ákveðið að bókasafnið skyldi standa fyrir árlegu Erlingskvöldi á eða nálægt fæðingardegi listamannsins, sem er 30. mars og er þetta í sjötta sinn sem það er haldið. Dagskráin í ár er tileinkuð pólskri menningu. Kristbjörg Kjeld, leikkona, les pólsk ljóð sem þýdd hafa verið á íslensku, kennarar og nemendur Tónlistarskóla Reykjanesbæjar flytja pólska tónlist og þær Helga Ólafs og Sólveig Jónsdóttir frá Alþjóðahúsi flytja erindi um mikilvægi menningar í fjölþjóðasamfélögum. Að vanda verður svo kynnt eitt af verkum Erlings, fyrir valinu í ár er listaverkið „Fuglinn Föniks“. Að Erlingskvöldi í ár standa Áhugahópur um Listasafn Erlings Jónssonar, Bókasafn Reykjanesbæjar, menningarfulltrúi Reykjanesbæjar og Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum. Dagskrá tileinkuð pólskri menningu Erlingskvöld í DUUShúsum Þann 8. mars var opnuð áhugaverð sýning í Duushúsum, sem ber heitið För hersins. Hér geta gestir látið ljós sitt skína með litum og penslum um hvaðeina sem varðar dvöl og brotthvarf hersins á Miðnesheiði. Á skírdag, fimmtudaginn 20. mars, milli kl. 12 og 17, verður Sólveig Dagmar Þórisdóttir höfundar sýningarinnar á staðnum og spjallar við gesti. Sýningarhöfundur með leiðsögn Gert hef ur ver ið sam komu lag milli fyr ir tæk is- ins Skinn fisks í Sand gerði og heil brigð is eft ir- lits ins þess efn is að allri mót töku og geymslu á slógi verði hætt. Þetta kom fram á fundi heil brigð is full trúa með bæj ar yf ir völd um nú fyr ir helgi þar sem rædd var mik il og al- menn óánægja með al íbúa bæj ar ins vegna um hverf is- og loft meng un ar frá fyr ir tæk inu. Um það bil þrjár vik ur tek ur að tæma og loka tönk um fyr ir tæk is ins og verð ur það gert und ir eft ir liti HES þeg ar vind ur stend ur á haf út, seg ir í fund ar gerð. Þar kem ur einnig fram að bæj ar- ráð Sand gerð is bæj ar hafi falið HES að fylgja mál inu vel eft ir enda sé „nú ver andi ástand ekki íbú um bæj ar fé lags ins bjóð andi.“ Sandgerði: EKKI ÍBÚ UM BÆJ AR- FÉ LAGSINS BJÓÐ ANDI AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.