Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.2008, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 23.04.2008, Blaðsíða 8
8 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Hin árlega Frístundahátíð í Reykjanesbæ verður haldin laugardaginn 26. apríl. Í ár verður lögð áhersla á að kynna menningar- og tómstundahópa sem starfa í Reykjanesbæ og fer kynningin fram á ýmsum stöðum í bæjarfélaginu. Boðið verður upp á fjölbreytta menningardagskrá yfir daginn og má þar nefna Gospelkór Suðurnesja, Félag Harmonikkuunnenda á Suðurnesjum og tónleika í menningarmiðstöð ungs fólks, 88 Húsinu. Handverkssýningin verður að þessu sinni haldin í Listasmiðjunni – Hobby Center, Víkingabraut 773 á Vallarheiði sem við sama tækifæri verður formlega afhent menninga- og tómstundahópum í Reykjanesbæ til afnota. Meðal félaga sem kynna starfsemi sína í Listasmiðjunni - Hobby Center eru: Gallerý Björg og Gallerý Svarta pakkhúsið sem sýna og selja handverk, Félag myndlistarmanna í Reykjanesbæ, Einstakir – tréskurðarfélag, Ljósop – félag áhugaljósmyndara og Kvennakór Suðurnesja. Að auki kynna starfsemi sína skátar, píluklúbburinn, bíla- og tækjaklúbburinn og Bifhjólaklúbburinn Ernir mun stilla upp bílum, tækjum og hjólum á staðnum. Flugmódelfélagið býður upp á glæsilega kynningu á starfsemi klúbbsins allan laugardaginn á flugvelli sínum við Seltjörn. Í 88 Húsinu verður Risadagur þar sem ungir brettaáhugamenn taka þátt í brettamóti 88 Hússins, Svartholsins og Brettafélags Suðurnesja. Ungt fólk sýnir verk sýn s.s. vídeó, málverk, ljósmyndir, föt, glerlistaverk o.fl. Dagskránni lýkur með veggjalistakeppni þar sem áhugafólk um veggjalist mun skreyta veggi Svartholsins. Risadagurinn endar með tónleikum þar sem ungum tónlistarmönnum er gefið tækifæri á að láta ljós sitt skína. Að Frístundahátíðinni standa Tómstundabandalag Reykjanesbæjar, Menningarsvið og Íþrótta- og tómstundasvið Reykjanesbæjar. Verkefnastjóri er Ásmundur Friðriksson. Handverkssýningar og fjölbreytt tómstundastarf Frístundahátíð á laugardaginn Listasmiðja opnar í Hobby Center á Vallarheiði Ás mund ur Frið riks son, verk efna stjóri hjá Reykja nes bæ, seg ir frí stunda helg ina sem er framund an, vera spenn andi. Und an farn ar vik ur og mán uði hafi stað ið yfir und ir bún- ing ur að dag skránni. Einn af stóru póst um frí- stunda helg ar inn ar sé form leg opn un á Lista- smiðj unni á Vall ar heiði eða Hobby Cent er, eins og það hét áður. Um er að ræða 1100 fer metra bygg ingu sem mun hýsa fé lags líf af ýms um toga. Þar er að staða til tré smíða sem „Ein stak ir“ lista menn nýta sér til út skurð ar og þess hátt ar. Þá hef ur ljós mynda klúbb ur- inn Ljós op kom ið sér upp ljós mynda að stöðu og mynd list ar fólk er einnig að hreiðra um sig í hús inu. Einnig fá kór ar að stöðu til æf inga. Reykja nes bær hef ur tek ið Lista smiðj una á leigu af Há skóla völl um til þriggja ára. Sagði Ás mund ur að að stað an væri sú glæsi leg asta sem nokk urt sveit ar fé lag á land inu gæti boð ið íbú um sín um uppá. Ás mund ur Frið riks son og Árni Ragn ars son, verk efn is- stjór ar hjá Reykja nes bæ, við nýju Lista smiðj una á Vall ar heiði. Ljós mynd: Hilm ar Bragi Glæsi leg að staða í Lista smiðj unni Risadagur í 88 húsinu Sannkallaður risadagur verður í 88 húsinu nk. laugardag þar sem fjölmargir úrvalsviðburðir verða á dagskrá en þar á meðal má nefna brettamót, fatasýningu, ljósmyndasýningar, málverkasýningar, videoverk, graffitisögu, digital art, graffiti-keppni og tónleika. Dagskráin hefst klukkan 12 með upphitun fyrir brettamótið sem hefst klukkan 14:00 og er áætlað að verðlaunaafhending fari fram klukkan 15:30 en veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin þar á meðal glænýr GSM sími, töskur, hjólabretti, plötur, longboard, föt, öxlar, límmiðar, legur, dekk, bíómiðar, sandpappír,og margt fleira. Klukkan 16:00 eru svo formlegar opnanir á listasýningum hjá Þorbirni, Guðbjörgu og Davíð Eldi. Klukkan 17:00 hefst graffitikeppnin en búist er við jafnri og spennandi keppni eins og í fyrra. Tónleikar hefjast síðan um 18:00 en fjölmargir listamenn koma fram á þeim þar á meðal Kíló, S. Cro, Spaceman, MC Gauti, Kiddi Kjaftur, Stebbi HD, Cheeze, Basic-B, El Forte og margir fleiri. Verðlaunaafhending fyrir grafitikeppnina fer síðan fram klukkan 21:00 en glæsilegir vinningar eru í boði fyrir þrjú bestu verkin þar á meðal glænýr GSM sími, gjafabréf í Exodus fyrir 20 þúsund krónur, tappar, límmiðar, skissubækur, pennar, bíómiðar og margt fleira. Við ljúkum síðan kvöldinu um ellefu leytið með enn meiri tónlist í nýju og skemmtilegu umhverfi í svartholinu. Athygli er vakin á því að þetta er vímuefnalaus skemmtun og ber að virða það. Allir eru boðnir velkomnir á risadaga í 88 húsinu og Svartholinu á laugardaginn en þess má geta að boðið verður upp á léttar veitingar fyrir gesti og hoppukastali verður á staðnum fyrir börnin. Helstu styrkaraðilar viðburðarins eru Reykjanesbær, 88 húsið, BRIM, Tjaldaleigan Skemmtilegt, Gallery Keflavík, Dream Catcher Clothing og smash.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.