Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.2008, Blaðsíða 29

Víkurfréttir - 23.04.2008, Blaðsíða 29
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN 23. APRÍL 2008 29STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Guðlaugur H. Guðlaugsson Löggilltur fasteignasali laugi@studlaberg.is Halldór Magnússon Löggilltur fasteignasali dori@studlaberg.is Guðlaugur Ingi Guðlaugsson Sölumaður gulli@studlaberg.is Fasteignasalan Stuðlaberg · Hafnargötu 29 · 2. hæð · 230 Reykjanesbæ · Sími: 420 4000 · Fax: 420 4009 · www.studlaberg.is Skólabraut 12, Garði. Um 140m2 fi mm herbergja einbýli ásamt tæplega 29m2 bílskúr. Nýlegt þakjárn er á húsinu og eir er í ofnalögnum. Stór og góð verönd með heitum potti. Skipti möguleg. Lómatjörn 11, Njarðvík Um er að ræða 246m2 einbýlishús í byggingu. Þetta verður glæsieign og er teiknað með fjórum svefnherbergjum, tveimur baðherbergjum og stóru eldhúsi sem er opið í stofu. Gónhóll 10, Njarðvík Gott 167 fm endaraðhús með innbyggðum bílskúr. Snyrtileg eign með parketi og fl ísum á gólfi . Verönd á baklóð með heitum potti. Frábær staður innst í bottlanga. Heiðarholt 28, Kefl avík. Um 78m2 þriggja herbergja íbúð á 1. hæð í fjölbýli. Nýlegt parket er á gólfum og nýleg innrétting er á baði. Nýjar neyslulagnir eru í húsinu og forhitari á miðstöð. Hagstætt áhvílandi, lítil útborgun. Laus fl jótlega. Skólavegur 8, Kefl avík. Um 83m2 þriggja herbergja íbúð á efri hæð í tvíbýli. Nýleg innrétting er í eldhúsi ásamt tækjum og eir er í ofna- og neyslulögnum. Þakjárn er síðan 1995. Eginin hefur sérinngang og sérinnkeyrslu. Heiðarvegur 24, Kefl avík. Mjög fl ott þriggja herbergja neðri hæð í tvíbýli. Mikið endurnýjuð eign, nýleg innrétting er í eldhúsi og búið að endurnýja þakjárn og skolplagnir. 16.800.000,- 14.300.000,- 14.900.000,- Eyjavellir 11, Kefl avík. Um 116m2 fi mm herbergja einbýli ásamt tæplega 50m2 bílskúr. Allt nýlegt á baði, góð innrétting í eldhúsi og nýtt parket á gólfum. Stór garður og verönd á baklóð. Eign á góðum stað í botngötu nálægt skóla, leikskóla og verslun. 26.500.000,- Kópubraut 13, Njarðvík. Um 140m2 fi mm herbergja einbýlishús á einni hæð. Eignin þarfnst talsverðra endurbóta. Vel skipulagt og rúmgott hús á góðum stað í botngötu. Vel staðsett gagnvart skóla og leikskóla. 24.000.000,- 31.000.000,- 31.900.000,-22.800.000,- Nú er ljóst að farsinn sem hófst með sölu ríkisins á hlut sínum í Hitaveitu Suðurnesja (HS) er hvergi nærri lokið. Upp h af l e g a hugmyndin á bakvið sölu á hlut rík is ins í H S v a r a ð hluturinn yrði seld ur beint yfir borðið til sveitarfélaga sem þá voru stórir eignaraðilar í HS. Ekki ósvipað og þegar Reykja- víkurborg seldi sinn hlut í Landsvirkjun til Ríkisins eftir að samkomulag hafði náðst um sanngjarnt verð. Í stað þess ákvað fjármála- ráðherra eða ráðherraskipuð einkavæðinganefnd að selja hlut ríkisins hæstbjóðanda og láta engin önnur sjónarmið ráða ferðinni. Hvers vegna þetta var ákveðið með þessum hætti er mér hulin ráðgáta, en Geysir Green (GGE) hafði skömmu áður verið stofnað og flutt höfuðstöðvar sínar í Reykjanesbæ, meira að segja vorum við svo „saklausir“ í minnihlutanum í Reykja- nesbæ að við samþykktum að Reykjanesbær yrði lítill hlut- hafi í GGE sem væri útrásarfyr- irtæki í jarðvarmaorku. Við sáum einfaldlega ekki þetta „plott“ fyrirfram, GGE ætlaði alltaf að eignast hlut Ríkisins í HS og fjármálaráðherra var harðákveðinn í að selja hlut- inn hæstbjóðanda. AF HVERJU MÁTTI EKKI SELJA HLUT INN BEINT YFIR BORÐIÐ TIL SVEITAR- FÉLAGA Á STARFSVÆÐI FÉ- LAGSINS? Hvernig væri að Samfylkingin sýndi einu sinni og þá í fyrsta sinn í þessu ríkisstjórnarsam- starfi úr hverju hún er gerð og bjargi Hitaveitu Suðurnesja með því að leysa til sín hlut Orkuveitu Reykjavíkur og GGE og selja sveitarfélögum á starfsvæði HS á viðráðanlegu verði? Eysteinn Jónsson bæjarflulltrúi í Reykja- nesbæ fyrir A-lista, Sam- eiginlegt framboð Fram- sóknar og Samfylkingar Ríkið axli ábyrgð í málefnum HS Eysteinn Jónsson skrifar: Nú er að vora og við finnum lund okkar léttast og orkuna aukast. Við í Yogahúsinu erum komnar í sumarskap og stefnum að því að hafa opið í allt sumar eins og síð- astliðið sumar. Við bjóðum upp á Rope-Yoga, sem er geysilega vinsæl hreyfing, góð hug- og heilsurækt, þar sem við gerum kröftugar æf- ingar í flæði og hugleiðslu, veltum fyrir okkur lífinu og tilverunni, tileinkum okkur þrepin sjö sem eru kenningar sem fylgja kerfinu. Mömmutímarnir í Rope-Yoga eru á sínum stað, þar sem ný- bakaðar mæður geta tekið litlu börnin með sér í stólunum og stundað æfingar sem gefa gott form og vellíðan á líkama og sál. Meðgönguyoga tímarnir eru búnir að vera inni á stundar- skrá síð an um ára mót og byrjum við í maí á nýju nám- skeiði. Góðar og léttar stöður fyrir verðandi mæður, þið lærið öndunaræfingar sem létta ykkur mjög fæðinguna og flýta fyrir góðu heilbrigði og formi eftir fæðingu. Fit-Pilates tímarnir eru búnir Frá Yogahúsinu: Gleðilegt sumar að vera á sama tíma frá því við opnuðum fyrir tæpu ári síðan. Í þeim sækjumst við eftir góðri brennslu, styrkjum og fegrum líkamann, fáum langa og fallega vöðva. Þessir tímar eru mjög gefandi og skemmtilegir. Við komum inn á vellíðunarheimspeki í öllum tímum. Minnum okkur á hvað lífið getur verið gott og skemmtilegt ef við aðeins leyfum okkur að njóta þess, lærum að þekkja okkur sjálf, finnum töfrana að baki þess að sleppa svo við get um blómstrað og notið eigin til- veru með því að setja athyglina í augnablikið og vera til staðar í eigin lífi, tökum ábyrgðina á lífinu okkar og forðumst að vera fórnarlömb. Förum yfir fyrirgefninguna, að horfa á framtíðina björtum augum, full af eldmóð en hættum að einblína í baksýnisspegilinn. Sýnum sjálfum okkur trúfestu og stöndum við skuldbind- ingar. Leyfa okkur framgang í lífinu, ásetjum okkur, veljum og tökum ákvarðanir um hvað við viljum. Hlustum á innsæið og lærum að vera þakklát fyrir lífið eins og það er. Slökun fylgir í lok hvers tíma. Með slökuninni og því að læra að slaka endurnýjum við orku okkar og líkamlegt heilbrigði, eflum hugarróna. Hvert nám- skeið er sex vikur. Á sumrin tökum við fullt tillit til sumar- fría, þannig að tímarnir geym- ast á meðan þið farið í frí. Gefðu þér tíma í sumar til að endurnýja orku þína og vellíðan, fá nýja sýn á lífið og auka líkamlegt heilbrigði. Við bjóðum nýja og eldri nem- endur velkomna að taka á því með okkur í sumar. Kærleikskveðjur, Guðrún.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.