Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.2008, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 23.04.2008, Blaðsíða 23
VÍKURFRÉTTIR I MIÐVIKUDAGURINN 23. APRÍL 2008 23STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Sumardaginn fyrsta, fimmtu- daginn 24. apríl kl. 20-22 verður sagnakvöld í Fræða- setrinu í Sandgerði í boði Fræðasetursins, Sandgerðis- bæjar og sjf menningarmiðl- unar. Síðasti geirfuglinn. Reynir Sveinsson, forstöðumaður Fræðasetursins mun segja sögur af síðasta geirfuglinum, sem var felldur við Geirfugla- sker árið 1844 og ýms um öðrum nágrönnum hans eins og skarfa og súlu. Hvalaskoðun. Helga Ingi- mundardóttir, leiðsögumaður er þekkt m.a. fyrir hvalaskoð- unarferðir sínar en hún hefur rekið hvalaskoðunarfyrirtækið Moby Dick í mörg ár. Hún mun segja frá starfseminni, hvölum og ýmsu öðru sem hún hefur kynnst í ferðum sínum. Sáðmenn sandanna. Friðrik G. Olgeirsson, sagnfræðingur tók saman efni í bókina, Sáð- menn sandanna á aldarafmæli landgræðslu árið 2007. Frið- rik mun segja frá hvernig Ís- lendingar sneru vörn í sókn, stöðvuðu uppblástur á verstu fok svæð un um, björg uðu byggðum og klæddu landið fögrum litum gróðurs á ný í Fræðasetrinu í Sandgerði Sagnakvöld en Sandgerði var ein af þeim byggðum. Á milli atriða verður fjölda- söngur og heitt á könnunni. Tilvalið er að taka með sér vin- konur og vini og skella sér á sagnakvöld og njóta menning- ararfleiðar. Bókin, Sagnaslóðir á Reykja- nesi I sem byggir á efni fyrri sagnakvölda verður á sérstöku tilboðsverði þetta kvöld. www.sjfmenningarmidlun.is www.sandgerdi.is Síðasti geirfuglinn. Mynd SJF. Um síðustu helgi sótti ég ráðstefnu á vegum Samtaka sjálfstæðra skóla sem bar heit ið Gle ði í skóla starfi. M a r k m i ð þeirra sem að ráð stefn unni stóðu var fyrst og fremst að vekja athygli á því sem skiptir máli í starfi með börnum – það er gleði og ham ingja allra inn an veggja skólanna. Fyrirlesarar voru: Bjarni Ár- mannsson, Edda Björgvins- dóttir, Fanný Jónsdóttir, Mar- grét M. Sigurðardóttir og Val- gerður Snæland Jónsdóttir. Er- indi fyrirlesara fjölluðu meira eða minna um hlátur, húmor, vin áttu og gleði. Hvern ig við getum sem einstaklingar smitað út í starfsumhverfi okkar jákvæðum straumum og verið mannbætandi ef við höfum þessa þætti að leiðar- ljósi. Líð an okk ar í starfi með börnum skiptir máli og svo merkilega vill nú til að það erum við sjálf sem berum ábyrgð á því hvern ig við komum fram hvert við annað. Að kalla fram réttu tilfinning- arnar á réttum augnablikum er æfing sem þarf að ástunda svo við sem einstaklingar náum tökum á þeim aðstæðum sem við erum í hverju sinni. Að sjá það spaugilega við hversdags- leikann og geta gert góðlátlegt grín að sjálfum sér gerir okkur öllum gott svo framarlega að aðgát sé höfð í nærveru sálar. Gott skólastarf byggir tvímæla- laust á jákvæðu og gleðiríku andrúmslofti þar sem líðan nemenda og kennara er í fyr- irrúmi. Ég fagna því einlæg- lega að hafa fengið tækifæri til sitja ráðstefnu sem vekur athygli á mikilvægi gleðinnar í skólastarfi og ábyrgð okkar fullorðnu að viðhalda henni. Mig langar að ljúka máli mínu með ljóði eftir Árna Guðjóns- son sem er á þessa leið: Brostu, hlæðu, blíða hrund bjart sé yfir huga. Þeir sem hafa létta lund lengst af öllum duga. Með vorkveðju og gleði í hjarta, Karen Valdimarsdóttir leik- skólastjóri á Gimli og félagi í Samtökum sjálfstæðra skóla Gleði í skólastarfi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.