Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.2008, Blaðsíða 28

Víkurfréttir - 23.04.2008, Blaðsíða 28
28 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Steinás 1, Reykjanesbæ 139m2 parhús með bílskúr. Parket og flísar á gólfum, hitalögn með hitastillum í gólfum. Stór afgirt verönd með heitum potti. 33.000.000.- Kjarrmói 8, Reykjanesbær 184m2 parhús á 2 hæðum á góðum stað, 4 svefnherbergi, parket og flísar á gólfum, frábær staðsetning, rétt við skóla og íþróttasvæði. Laust við kaupsamning. 35.400.000.- Elliðavellir 4, Keflavík 159m2 einbýli ásamt bílskúr. 4 svefnherb, nýlegt parket á stofu, holi og 1 herb, nýlegt baðherbergi. Stór sólpallur. Laus við kaupsamning. 26.800.000.- Laufdalur 13, Reykjanesbær Parhús í byggingu. Skilast fullbúin að utan, lóð tyrft og plan steypt, að innan er allt tilbúið m.a. gólfefni. Fyrir utan innréttinga og skápa. Verð utan innréttinga 31.500.000 Verð fullbúið 33.500.000 Mávabraut 9, Keflavík Góð 67m2 íbúð á 2. hæð í fjölbýli. 2. svefnherbergi eru í íbúðinni. Hagstætt lán áhvílandi. Laus strax. 12.800.000.- Kirkjuvegur 14, Keflavík 3ja herbergja 104m2 íbúð á 2 hæð í fjölbýlishúsi, sameiginlegur inngangur. Stutt í alla þjónustu. Íbúðin getur losnað fljótlega. Ný neysluvatnslögn í íbúðinni. 18.100.000.- Suðurgata 6, Keflavík Góð 64m2 íbúð á 2 hæð í fjölbýli fyrir eldri borgara, stór sameign. Stutt í alla þjónustu. 12.900.000.- Norðurvellir 66, Keflavík Gott 153,3m2 endaraðhús ásamt bílskúr. 3 svefnh., parket og flísar á gólfum, nýtt grindverk og nýjir skjólveggir, heitur pottur. Falleg eign á góðum stað. 29.500.000.- Jón Gunnarsson, löggiltur fasteigna- og skipasali - Hafnargata 27 - 230 Keflavík s: 421 1420 og 421 4288 - fax 421 5393 - Netfang: asberg@asberg.is Erlutjörn 6. 260 Njarðvík Einbýli. 224m2 ásamt 32m2 bílskúr. 2 baðherb. eitt með sturtu og hitt með baði. Inn af hjónaherbergi er stórt fataherbergi. 2 rúmgóð barnaherb. Laust strax. 48.700.000.- Blikabraut 7, Keflavík 104m2 4ra herbergja íbúð á 2 hæð með sérinngangi, 21m2 bílskúr sem fylgir. Búið að endurnýja eldhúsinnréttingu, glugga, svalahurð og gler, þakjárn á bílskúr. 21.000.000.- Mikið vatn hefur runnið til sjávar hjá Kristjáni Mattíassyni og fyrirtæki hans K-Matt frá því að hann hóf innreið sína á heilbrigðisvörumarkaðinn fyrir um einu og hálfu ári. Hann, ásamt nokkrum góðum vinum, hafði milligöngu um að flytja inn tímamótatækja- bún að, súr efn iss íu, fyr ir Gunnar Guðnason vin sinn. Á þeim stutta tíma sem síðan er liðinn hefur K-Matt svo sannarlega vaxið fiskur um hrygg og er nú með framsækn- ari fyrirtækjum á sínu sviði á Heilbrigðisvörur: Hraður uppgangur K-Matt landinu. Höfuðstöðvarnar eru í Hólmgarði í Reykjanesbæ, en fyrirtækið fer brátt að sprengja það utan af sér eftir því sem verkefnum og vöruflokkum fjölgar. Nú er K-Matt með allt frá heftiplástrum upp í súrefn- issíurnar góðu sem hófu þessa vegferð. „Þetta byrjaði allt á súrefnis- dælunni, en í framhaldi af því var farið fram á að ég færi að selja tækið og nú eru komnar rúmlega 100 síur inn í landið. Þær eru samt nú að verða sí- fellt minni hluti af rekstrinum. Okkar stærsta undirstaða er nú blóðsykurmælarnir. Mark- miðið okkar í blóðsykurs- mælunum var í upphafi 10% markaðshlutdeild, en nú erum við komnir yfir það og viljum meira.“ Mælarnir eru notaðir af fjölda stofnanna um allt land, en ein- ungis af fáum einstaklingum enn sem komið er. Í framhaldi af velgengni mælanna, ákvað Kristján að ganga til samninga við Samtök sykursjúkra og felur það í sér að af blóðsyk- urborðum sem K-Matt selur, fá samtökin 50 kr. af hverju boxi og geta þetta verið um- talsverðir peningar í boði fyrir samtökin. Kristján segir að mælarnir hjá K-Matt séu gæðavara og býður þá á mun lægra verði en keppinautarnir. Það komi öllum til gagns, ekki síst hinu opinbera sem greiðir niður mæla og borða í þá, fyrir hluta sykursjúkra. Kristján segir að margfaldur munur sé á hans verðum og annarra, og skýrir muninn ein- faldlega með minni álagningu. Fleiri vörur bætast sífellt við listann hjá K-Mattt og má þar m.a. telja gifs-stígvél sem vakið hafa mikla lukku. Krist- ján er enn sem komið er bara með einn starfsmann en hann sér fram á að verða kominn með allt að sex starfsmenn strax í haust. „Við stefnum að því að bæta þjónustuna og bjóða m.a. upp á heimsendingarþjónustu og bætum smátt og smátt við okkur vörum. Við flytjum inn það sem við erum beðnir um, en svo þróast þetta bara áfram. Það er aldrei að vita nema maður detti niður á eitt- hvað eins sniðugt og blóðsyk- urmælana á einhverri sýning- unni.“ Kristján með hluta úrvalsins.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.