Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.2008, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 23.04.2008, Blaðsíða 20
20 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 17. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR ÁHUGAVERÐ HELGARSTÖRF Viljum bæta við helgarfólki í nýja og glæsilega verslun okkar að Fitjum: Um er að ræða vinnu á laugardögum frá 09:00 – 18:00 eða 14:00 – 18:00 og á sunnudögum frá 12:00 – 17:00. Umsóknum skal skilað til rekstrarstjóra Húsasmiðjunnar/ Blómavals að Fitjum pallep@husa.is Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu félagsins www.husa.is. Umsóknarfrestur er til 30 apríl n.k. Húsasmiðjan og Blómaval - frábær saman. Fitjar • 230 Reykjanesbær • 421 6500 Vogar kaupa búseturétt Bæjarráð Voga hefur sam- þykkt að kaupa búseturétt af Búmönnum í tveimur íbúðum í stórheimilinu Álfagerði, sem tekið var formlega í notkun fyrir skemmstu. Álfagerði er samstarfsverkefni Bú- manna og Sveitarfélagsins Voga um uppbyggingu íbúða og þjónustumið- stöðvar fyrir eldri borgara Í húsinu eru 13 íbúðir. Lýsa ánægju með eingreiðslu Í bréfi sem lagt var fram á bæjarráðsfundi í Grinda- vík lýsir starfsfólk bæjar- skrifstofunnar ánægju sinni með eingreiðslu þá sem ákveðin var við breyt- ingu á starfsmannastefnu bæjarins. Telja þeir hana góða hvatningu til áfram- haldandi starfs og „stuðla að jákvæðni og góðum starfsanda,“ eins og fram kemur í fundargerð. „Gaman væri að heyra frá öðrum stofnunum bæjarins hvort þar ríki samsvarandi ánægja,“ segir í bókun sem Hallgrímur Bogason lagði fram á fundinum. Fram hefur komið að talsverð óánægja hefur ríkt á meðal starfs- fólks í grunnskólanum. Dregið um lóðir Umsækjendum um lóðir í Ásahverfi og Dalshverfi 1 og 2 í Reykjanesbæ var boðið að draga um valröð á lóðum og er sá háttur nýbreytni við lóðaúthlutanir hjá Um- hverfis- og skipulagssviði. Alls höfðu 25 einstak- lingar sótt um lóðir sem voru endurúthlutaðar og mættu 21 til þess að draga um valréttinn. Sá sem dró númer eitt gat fyrstur valið sér lóð og svo koll af kolli. Drátturinn þótti takast vel og verður fyrirkomulagið að öllum líkindum endurtekið þar sem það þykir auka gagn- sæi í lóðaúthlutunum, segir á vef Reykjanesbæjar. Skólastjóri hættir Gunnlaugur Dan, skóla- stjóri grunnskólans í Grindavík, hefur óskað eftir því að láta af störfum þann 1. ágúst. Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra að ræða við Gunnlaug.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.