Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 14
14 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 37. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Stefanía Katrín Karlsdóttir framkvæmdastjóri íþrótta- , heilsu- og heilbrigðisklasa Keilis segir að alger sprenging hafi orðið í aðsókn að einka- þjálfaranámi við Íþrótta-, heilsu- og heilbrigðisklasa Keilis. Eitthvað á annað hund- rað umsóknir bárust um námið. Skólinn tekur inn tvo hópa að þessu sinni en undan- farið hefur skólinn verið með einn hóp á hverju misseri. Hún segist ánægð með þann áhuga sem einkaþjálfaranámið fær en þetta einkaþjálfaranám er það eina á Íslandi sem er viðurkennt af Menntamála- ráðuneytinu og því hluti af skólanámskrá Keilis. Námið hefur sannað sig og teljum við það komið á háan gæðastall. Vandað einkaþjálfaranám Stefanía nefnir að fólk geti tekið helgarnámskeið eða labbað út af líkamsræktarstöð og kallað sig einkaþjálfara. Henni finnst þó ekki fylgja því mikil ábyrgð að setja t.d. aðila sem hafi fengið brjósklos upp í hendurnar á fólki sem hefur ekki haldgóða menntun í meðhöndlun á líkamanum. Námið hjá Keili er hins vegar 9 mánaða mjög þétt nám. Aðeins vel menntaðir einstaklingar kenna, s.s. næringarfræðingar, lífeðlisfræðingar, sjúkraþjálf- arar, styrktarþjálfarar og fleiri. Íþrótta-, heilsu- og heilbrigðisklasi Keilis: Veljum bestu hugmynd- irnar og vinnum þær vel - segir Stefanía Katrín Karlsdóttir framkvæmdastjóri Nú er einnig margt í pípunum hjá Keili með frekari útvíkkun á einkaþjálfaranáminu og kæmi til greina að bjóða upp á kennslu fyrir þjálfara sem stunda afreks- þjálfun eða fólk sem er afreks- fólk í íþróttum. „Við eigum orðið svo mikið af afreksfólki sem krefst topp þjálfara“. Tekist á við illar tungur Staða íþrótta-, heilsu- og heil- brigðisklasa Keilis á þessu hausti er góð. Einkaþjálfara- námið er fullskipað. Verið er að endurskipuleggja innihald og áherslur afreksbrautarinnar. Afreksbrautin hefur slitið barnsskónum og því teljum við nauðsynlegt að bæta námið og styrkja það. Illar tungur hafa talað niður afreksbraut Keilis en við teljum að við getum sýnt fram á að hér er hægt að skipuleggja og bjóða upp á spennandi valkost fyrir afreksfólk í íþróttum. Það sem Keilir býður upp á, samkvæmt námsskrá, munum við standa við. Stefanía segist lítið geta gert við fortíðinni og þeim loforðum sem þá voru gefin um námið og ekki staðið við að öllu leyti. Sumir nemendur og foreldrar sjá, skiljanlega, að margt hefði mátt betur fara. Afreksþjálfun fyrir ungt fólk Í haust er boðið upp á styrkt- arþjálfunarhlutann af afreks- brautinni. Skólinn horfir á markhópinn 15-20 ára fyrir afreksbrautina. Brautin er hugsuð fyrir ungmenni sem eru að æfa íþróttir að staðaldri, s.s. knattspyrnu, körfuknattleik, sund eða aðrar íþróttir. Í náminu er styrktarþjálfunarþátturinn tekinn fyrir, íþróttameiðsl, hugarþjálfun og mataræði. Þjálf- unarþáttur afreksbrautarinnar er í endurskoðun. Um áramót verður síðan byrjað með nýjar áherslur í þjálfun bæði í knatt- spyrnu og körfuknattleik. Leikskólaliðar í námi Á annað hundrað nemendur stunda nám við íþrótta-, heilsu- og heilbrigðisklasa Keilis í vetur. Innan klasans hefur einnig verið hleypt af stokkunum námsbraut leikskólaliða á framhaldsskóla- stigi þar sem eingöngu var tekinn inn hópur fólks af svæð- inu. Það hefur mælst vel fyrir. Stefanía segist finna fyrir ánægju hjá þessu fólki sem er að fara inn í skólakerfið aftur eftir langt hlé. Hópurinn sé ófaglærðir starfsmenn leikskóla og Stefanía lýsti því sem svo að um væri að ræða blómagarð sem fengi örlitla vökvun til að blómstra. Keilir er einnig að bjóða nám fyrir sjúkraliða sem vilja bæta við sig námi til að komast í hjúkrunarfræði. Nám í þrótta- fræði til BS-gráðu er samstarfs- verkefni Háskólans í Reykjavík og Keilis. Nemendur á fyrsta ári í íþróttafræði stunda námið mikið til hjá Keili en minna á seinni árum. Það nám vill Stefanía aftur á móti leggja meiri áherslu á á næstu árum. Sú hugmynd hefur skotið upp kollinum að reyna að koma upp styrktarsjóði fyrir afreksfólk í íþróttum og væri það spenn- andi valkostur fyrir afreksfólk í íþróttum. Reykjanesbær er mikill íþróttabær og það eigi fólkið að nýta sér og njóta þess. Vandinn ekki leystur á einni nóttu „Þegar íþróttaakademían fór af stað var farið af stað með háleitar hugmyndir og flott markmið. Það náðist hins vegar ekki að vinna alfarið samkvæmt því. Þar af leiðandi fer vélin á loft en hún nær ekki alveg fluginu. Við höfum hins vegar áttað okkur á því hvað þarf að gera og hvað það var sem hefði mátt gera betur. Það er hins vegar ekki hægt að leysa vanda- málið á einni nóttu. Algjört grundvallaratriði þegar verið er að bjóða upp á menntun er að byrja vel og faglega, þá ferðu á flug. Það er betra að gefa und- irbúningsvinnunni meiri tíma, skilgreina og stilla upp verkefn- inu áður en farið er af stað“. Hjá Keili sé fólk búið að átta sig á málunum og vonast til að samfélagið líti til framhalds- ins björtum augum. Hjá Keili binda menn vonir við afreks- brautina og horfa sérstaklega til knattspyrnuþjálfunar með endurskipulagningu í huga, enda margir sem stunda knattspyrnu á svæðinu og gæðin eru há. Jafnframt mun Keilir horfa á körfuknatt- leikinn og fleiri greinar. Starf Keilis gríðarlega mikilvægt á Suðurnesjum Stefanía segir það mikilvægt að koma upp menntakúltúr á Suðurnesjum. Það frumkvöðla- starf sem stigið var hjá Íþrótta- akademíunni í Reykjanesbæ hafi verið mikilvægt og það markmið Keilis að bjóða upp á nám á framhaldsskólastigi og háskólastigi í samvinnu við Háskóla Íslands sé gríðarlega mikilvægt skref fyrir þetta samfélag. Hingað vill fólk einnig flytja vegna þessa. Keilir er aðallega í samstarfi við Háskóla Íslands, enda HÍ einn stærsti hluthafi Keilis. Þá er Keilir í samstarfi við Há- skólann í Reykjavík varðandi íþróttafræðina og afreksbrautin hefur verið í samstarfi við Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Framhaldið hjá Keili er það að nám leikskólaliða er komið á gott skrið ásamt framhaldsnámi fyrir sjúkraliða. Einkaþjálfara- námið og íþróttafræðin er í góðum höndum. Nú stendur yfir endurskipulagning á afreks- brautinni og þar verður komið inn af meiri krafti í vetur. Fleiri námsbrautir eru í smíðum. Hjá Keili sjá menn meiri teng- ingar við heilbrigðisgeirann í menntun en Keilir hefur sett fókus á efri ár framhaldsskóla- stigs og fyrstu ár háskóla. Stef- anía sagði hugmyndir Keilis vera margar. Þau velji þær bestu fyrir samfélagið og vinni þær vel. Viðtal og mynd: Hilmar Bragi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.