Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 11.09.2008, Blaðsíða 4
4 HANDHAFI MENNINGARVERÐLAUNA REYKJANESBÆJAR 2007VÍKURFRÉTTIR I 37. TÖLUBLAÐ I 29. ÁRGANGUR Aflatölur nokkurra veiði- manna af Suðurnesjum, sem fóru í laxveiði í Ytri-Rangá á dögunum, líktust helst afla- tölum dagróðrabáts fremur en stangveiðimanna, þvílík voru aflabrögðin. Þeir fengu yfir 220 vel væna laxa sem vógu flestir á bilinu 5-7 pund en samanlagt vó afl- inn vel á sjötta hundrað kíló. Að sögn Gísla Ólafssonar, eins veiðimannanna, voru þeir fjórir með tvær stangir og fékkst aflinn í einu þriggja daga holli. Gísli segist aldrei hafa upplifað annað eins en segja má að laxinn hafi bitið á í hverju kasti. Allur aflinn fékkst á spún. „Það var verið að opna ána eftir flugutímabil en þá er leyfi- legt að veiða líka á maðk og spún og þá er bara um að gera að vera vakandi yfir þessu. Það má segja að fiskiskyn gamla skipstjórans hafi virkað vel þarna,“ sagði Gísli og átti þá við Þorstein Erlingsson sem var með í hópnum. Þó Þor- steinn hafi verið í stuði, en hann veiddi með félaga sínum á stöngina alls um 80 laxa, þá voru Gísli og sonur hans Stefán í enn meira stuði því þeir lönd- uðu milli 140 og 150 löxum og voru í lokin í vandræðum með að halda tölunni réttri. Fyrstu tvær vaktirnar fengu þeir feðgar um sextíu fiska og hafði einn leiðsögumannanna á orði sem hitti þá félaga að það hafi verið ótrúleg sjón að sjá allan laxinn á bakkanum. Gísli er þaulvanur veiðimaður úr Rangánum en hann hefur líka veitt mikið í Eystri Rangá undanfarin ár og nokkrir tugir laxa voru komnir í kistuna eftir túra þangað í sumar. Eins og vænta má eru allar frystikistur fjórmenningana fullar af laxi en afl inn var flakaður og pakkaður í loft- tæmdar umbúðir. Gísli tekur undir það að lax verði ívið oftar á borðum á hans heim- ili en áður hefur viðgengist. Þó sé engin hætta á að hann fái leið á því ljúfmeti sem lax- inn er. Né heldur sé ástæða til að draga úr veiðiskapnum, þó menn eigi fullar matarkistur af fiski. „Það er alltaf ástæða til að fara í veiði,“ segir Gísli. Í holl inu voru 18 stang ir og veiddust rúmlega 1100 laxar á sex vöktum á þremur dögum. Er talað um að þetta sé „móðir allra meta,“ eins og það er orðað á vefnum Vötn og veiði. VÍ KU RS PA UG M yn d: G uð m un du r R ún ar Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, Sími 421 0000 Fax 421 0020 Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Blaðamenn: Ellert Grétarsson, sími 421 0004, elg@vf.is Ingigerður Sæmundsdóttir, sími 421 0003, inga@vf.is Íþróttadeild: Jón Júlíus Karlsson, sími 421 0003, jjk@vf.is Auglýsingadeild: Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Hörður Hersir Harðarson, sími 421 0008, hordur@vf.is Útlit, umbrot og prentvistun: Víkurfréttir ehf. Hönnunardeild Víkurfrétta: Magnús Geir Gíslason, sími 421 0005, magnus@vf.is Þorsteinn Kristinsson, sími 421 0006, steini@vf.is Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Skrifstofa Víkurfrétta: Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi hf. Dagleg stafræn útgáfa: www.vf.is og kylfingur.is Afgreiðsla Víkurfrétta er opin alla virka daga frá kl. 09-12 og 13-17. Athugið að föstudaga er opið til kl. 15. Með því að hringja í síma 421 0000 er hægt að velja beint samband við auglýsingadeild, fréttadeild og hönnunardeild. FRÉTTAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN ER Í SÍMA 898 2222 VÍKURFRÉTTIR EHF. Ótrúlegar aflatölur veiðimanna af Suðurnesjum: Mokuðu upp laxi í Ytri-Rangá www.toyota.is ÍS L E N S K A S IA .I S T O Y 4 35 11 0 9/ 08 Toyota - tilboðsstemning um helgina Toyota Reykjanesbæ Njarðarbraut 19 Reykjanesbær Sími: 420-6600 Það verður mögnuð tilboðsstemning á Haustsýningu Toyota í Reykjanesbæ á laugardag. Tilboðshorn með ótrúlegum sértilboðum Bestu mögulegu fjármögnunarleiðir í boði Taktu haustið með tilboði og aktu burt í nýjum Toyota. Opið laugardag kl. 12 –16. ALLIR NÝIR TOYOTA BÍLAR Á FRÁBÆRU TILBOÐI Gísli Ólafsson segist aldrei hafa upplifað annað eins Mikil eyjastemming var á Ljósanótt þetta árið. Aðeins vantaði Árna Johnsen til að stjórna fjöldasöng og fullkomna stemminguna! Fengsælir veiðimenn með metafla. Eins og sjá má eru þetta allt fremur vænir laxar. Á myndinni eru: Þorsteinn Erlingsson, Gísli Ólafsson, Stefán Gíslason og Már Hallgrímsson. Hér er hluti af aflanum kominn á pallinn og lá leiðinni í reyk. Á myndinni eru Þorsteinn, Gísli, Birgir Haukdal og Stefán, sonur Gísla. Ljósanæturmót Toyota Ljósanæturmót Toyota og Pútt- klúbbs Suðurnesja fór fram um liðna helgi. Úrslit voru eft- irfarandi: Karlar 1. Hafsteinn Guðnason 68 2. Björgvin Þorvaldsson 68 3. Andrés Þorsteinsson 68 Bingó: Björgvin Þorvalds. 7 Konur: 1. Elísa Benediktsdóttir 73 2. Hrefna Ólafsdóttir 74 3. Gerða Halldórsdóttir 74 Bingó: Elísa Benediktsd. 6 Börn: 1. Einar Kristgeirsson 71 2. Guðlaugur Grétarsson 85 3. Arnar Kristinsson 87 Bingó: Einar Kristgeirsson 4

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.