Víkurfréttir - 31.05.2012, Side 4
4 FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR
Hátæknifyrirtækið Málmey hefur ákveðið að flytja starfsemi sína að Ásbrú í Reykjanesbæ
og verður þar hluti af sívaxandi samfélagi frum-
kvöðla, fræða og atvinnulífs sem telur yfir 80 fyrir-
tæki og stofnanir, 500 starfsmenn, 600 námsmenn
og 1.800 íbúa.
Málmey hefur yfir reynslumiklu og hæfu starfsfólki
að ráða þegar kemur að hönnun og smíði á vélbún-
aði tengdum sjávarútvegi. Verkstæði fyrirtækisins á
Ásbrú verður búið fullkomnum tækjum sem gerir
því kleift að takast á við fjölbreytt verkefni tengd
málmsmíði auk smíða og þróunar á tæknilausnum
fyrir sjávarútveg. Á meðal viðskiptavina Málmeyjar
má nefna Samherja, Marel, Kötlu Seafood, Nesfisk,
Icegroup, Haustak og fleiri sjávarútvegsfyrirtæki.
Kjartan Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þró-
unarfélags Keflavíkurflugvallar:
„Á Ásbrú hefur mótast einstakt umhverfi fyrir skap-
andi og kraftmikil fyrirtæki. Við fögnum því að fá
Málmey inn í þennan öfluga hóp og sjáum mikil
tækifæri fyrir fleiri tæknifyrirtæki á Ásbrú. Málmey
mun geta nýtt sér Mekkatrónik tæknifræðinám- og
rannsóknir menntafyrirtækisins Keilis og þá rann-
sóknar- og smiðjuaðstöðu á Ásbrú sem þjónar jafnt
stórum sem smáum tæknifyrirtækjum“ segir Kjartan
Þór Eiríksson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags
Keflavíkurflugvallar sem hefur leitt uppbyggingu
Ásbrúar undanfarin ár.
Guðmundur Sigþórsson, framkvæmdastjóri Málm-
eyjar:
„Við erum mjög spenntir fyrir því að flytja á Ásbrú
og taka þátt í þeirri uppbyggingu sem stendur þar
yfir. Málmey stendur á ákveðnum tímamótum og
stefnir að auknum vexti á komandi árum. Við teljum
okkur vera vel staðsetta á Ásbrú til að fylgja þeim
vexti eftir. Þar skiptir m.a. máli góð tenging við
tækniskóla Keilis og mun betri aðstaða til að mæta
auknum umsvifum fyrirtækisins. Það kom okkur
þægilega á óvart að starfsmenn okkar tóku mjög vel í
þessar breytingar og styðja við bakið á okkur í þeim.
Við vonumst ennfremur til þess að fá til liðs við
okkur starfsmenn af Suðurnesjum því verkefnastaða
fyrirtækisins kallar á talsverða fjölgun starfsmanna“
segir Guðmundur Sigþórsson, framkvæmdastjóri
Málmeyjar.
Um Málmey:
Málmey var stofnað af Gylfa Þór Guðlaugssyni sem
er hönnuður fyrirtækisins og aðaleigandi. Gylfi hefur
starfað við smíðar og hönnun vélbúnaðar í yfir 20 ár.
Hjá Málmey starfa 15 manns en fyrirtækið sérhæfir
sig í smíði á tæknilausnum fyrir fiskvinnslur.
Um Ásbrú:
Ásbrú er einstakt samfélag frumkvöðla, fræða og
atvinnulífs. Ásbrú er heimili námsmanna, frum-
kvöðla og fyrirtækja á sviði tækni, heilsu, flutninga
og skapandi greina.
„Eftir að hafa starfað við þetta
undanfarin ár finnst mér gaman að
heyra frá sjómönnunum okkar hér
í Grindavík hversu ánægðir þeir eru
með að sjómannadagshelgin, sem
er til heiðurs þeim og fjölskyldum
þeirra, skuli vera mikill hátíðis-
viðburður í okkar litla samfélagi
og sífellt meiri metnaður lagður
í hana. Hér er allt undirlagt um
sjómannadagshelgina og sjómenn-
irnir ásamt fjölskyldum sínum fara
þar fremstir í flokki við að skreyta
bæinn og halda uppi fjörinu,“ segir
Þorsteinn.
Grindavík er eitthvert öflugasta
bæjarfélag landsins og með tilkomu
nýja tjaldsvæðisins sem opnað var
2009 og auknu samstarfi við Bláa
lónið er Grindavík að stimpla sig á
kortið sem öflugur ferðamannabær.
Segja má að bæjarhátíðin Sjóarinn
síkáti marki upphafið á skemmti-
legu sumri hér suður með sjó.
Mikið verður lagt í Sjóarann síkáta í
ár og verður enn meira gert til þess
að gera bæjarhátíðina að sannkall-
aðri fjölskylduskemmtun þar sem
Reyknesingar og landsmenn allir
eru hvattir til þess að heimsækja
alvöru sjávarpláss en Grindavík
er í dag stærsti útgerðarbærinn á
landsbyggðinni.
„Sjóarinn síkáti hefur skipað sér
sess sem ein öflugasta bæjarhátíð
landsins og má segja að við séum
fyrst á dagskrá í sumarskemmt-
unum. Hér eru ljósmynda-, mynd-
lista- og grjótlistaverkssýningar
með Grindvíkingum alla vikuna.
Upphitun hefst á fimmtudagskvöld-
inu með tónleikum Ragga Bjarna á
Salthúsinu og svo verður líf og fjör
á föstudagskvöldinu með götug-
rillum um allan bæ, litaskrúðgöngu
og bryggjuballi með Páli Óskari og
fleiri skemmtikröftum. Á laugar-
deginum er bærinn undirlagður
af ýmsum skemmtunum fyrir alla
fjölskylduna. Má þar nefna ratleik,
leiktæki, vandaða skemmtidagskrá
fyrir börnin, Brúðubíllinn mætir
fyrir þau yngstu, svo fátt eitt sé
talið. Foreldrar og fullorðnir fá sinn
skammt en þarna verða ýmsar upp-
ákomur og sýningar. Um kvöldið
verða tónleikar og böll á skemmti-
stöðum bæjarins. Á sunnudeg-
inum er hápunkturinn, hefðbundin
hátíðahöld á vegum Sjómanna- og
vélstjórafélags Grindavíkur með
heiðrunum og verðlaunaafhend-
ingum og svo verða stórtónleikar
með hljómsveitinni Valdimar í
íþróttahúsinu um kvöldið. Þessa
helgi verður einnig sundmót, fót-
boltamót, golfmót, keppt í Íslands-
móti í sjómanni, netaviðburðum,
kerlingahlaupi og fleira og fleira,"
segir Þorsteinn fullur tillhlökk-
unar.
n
Nú eru tíu ár liðin frá því að Duushúsin, menningar- og
listamiðstöð Reykjanesbæjar
opnuðu með sýningunni Bátasafn
Gríms Karlssonar. Bátaflotinn
samanstóð þá af 59 líkönum en
er nú kominn yfir eitt hundrað og
alltaf ný að bætast við. Sýningar-
sölunum hefur einnig fjölgað í
húsinu og eru salirnir nú orðnir
fjórir og þar má sjá mismunandi
sýningar safnanna í bænum,
listasafnsins og byggðasafns-
ins. Í tilefni þessara tímamóta
verða opnaðar nýjar sýningar,
sem allar tengjast sjómönnum
eða sjómennsku, í öllum sölum
Duushúsa laugardaginn 2. júní
kl. 14.00 og eru allir bæjarbúar
velkomnir að koma og njóta.
Bátasalur
Sýning á 100 bátalíkönum eftir
skipstjórann Grím Karlsson og
tréskúlptúrum eftir skipstjórann
Guðmund Garðarsson. Báðir þessir
skipstjórar hafa fundið sér nýjan
vettvang eftir að þeir hættu til sjós,
annar smíðar bátalíkön en hinn
sker út myndir í rekavið.
Listasalur
Millilandamyndir, sýning á verkum
úr einkasafni Matthíasar Matth-
íassonar, fyrrverandi skipstjóra á
millilandaskipum og Katrínar M.
Ólafsdóttur eiginkonu hans. Einnig
eru til sýnis gömul skipalíkön af
Fellunum í eigu Samskipa.
Gryfjan
Á vertíð. Ný sýning Byggðasafns
Reykjanesbæjar sem segir sögu
svæðisins fram til 1940.
Bíósalur
Blönduð sýning sögu og listar: Verk
úr safneign Listasafns Reykjanes-
bæjar sem tengjast sjónum, ljós-
myndasýning af nýjustu Fellunum
hjá Samskip, stórt líkan af Skipa-
smíðastöð Njarðvíkur og myndir í
tengslum við það og síðast en ekki
síst nokkur bátalíkön sem velunn-
arar Bátasafnsins munu afhenda í
tilefni sjómannadagsins.
Að lokum er minnt á árlega sjó-
mannamessu sem haldin er í Bíósal
Duushúsa á sunnudaginn kl. 11.00 í
samstarfi við prest Ytri-Njarðvíkur-
kirkju og fleiri aðila.
Eigum að heimasækja hvert annað
á bæjarhátíðunum á Reykjanesi
„Ég fór á Ljósanótt í Reykjanesbæ og Sólstöðuhátíðina í Garðinum
í fyrra og það var virkilega skemmtilegt og gaman að sjá hversu
bæjarhátíðarnar eru ólíkar hver annarri. Þær hafa allar sinn sjarma.
Við vonumst til þess að sjá sem flesta nágranna okkar á Reykjanesi á
Sjóaranum síkáta í Grindavík, við eigum að nýta tækifærið á þessum
bæjarhátíðum okkar og heimsækja hvert annað hér á Reykjanesi,“ segir
Þorsteinn Gunnarsson, upplýsinga- og þróunarfulltrúi Grindavíkur-
bæjar sem stendur í ströngu þessa dagana við að undirbúa Sjóarann
síkáta ásamt Kristni Reimarssyni frístunda- og menningarfulltrúa.
- Sjóarinn síkáti í Grindavík hefst í kvöld. Öll helgin undirlögð af viðburðum og uppákomum fyrir alla fjölskylduna.
Hátæknifyrirtækið Málmey
flytur starfsemi sína að Ásbrú
Kjartan Þór Eiríksson og Guðmundur Sigþórsson undirrita samninga um húsnæði fyrir Málmey á Ásbrú.
Nýjar sýningar í öllum
sölum Duushúsa
›› Menning og mannlíf: