Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.05.2012, Qupperneq 10

Víkurfréttir - 31.05.2012, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR Fá umfjöllunarefni eru eins vinsæl í bíómyndum, bókmenntum, ljóðum, lögum og listum eins og ástin. Þar koma fram mis gáfuleg skilaboð þar sem við erum hvött til að sleppa öllu og gera nánast hvað sem er fyrir ástina. Im gonna die for you, cry for you, spy for you........... Við sem erum einhleyp erum minnt á það að við séum ekki alveg „normal“ og fyrirsagnir eins og „Hvernig finnur þú drauma makann“ eða „Er sálufélagi þinn hinum megin við hornið“ eru dæmigerðar ábendingar um að það sem við eigum öll að stefna að – finna þann sem fullkomnar okkur. Viðurkenni það vel að ég hef sveiflast í þessu sem og öðru í lífinu og á tímum verið ofurseld þeirri hugmynd að ég væri bara hálf manneskja að vera ein, á meðan ég er sátt og sæl þess á milli. En skilaboðin eru þarna, sama hvað hver segir og hér hef ég tekið saman ábendingar frá vinum mínum ráðgjafanum, sjálfshjálparbókafíklinum og bíómyndasjúklingnum: Ráðgjafinn: ertu alltaf ein, bíddu hvað er málið, þú gerir allt of miklar kröfur, þú verður að vera opnari, þú verður að fara meira út, þú ert of lokuð, þú ert allt of opin, þú sendir út kolröng skilaboð, þú klæðir þig eins og nunna, þú klæðir þig eins og gleðikona, þú ert allt of stíf, þú ert allt of hress, þú talar allt of mikið um þig, þú gerir allt of miklar kröfur, þú gerir óraunhæfar kröfur, þú gerir engar kröfur. Hvaða staði ertu að sækja? Þú ÁTT að fara á 101 eða barinn á Nordica, happy hour, Súfistann, Kaffi París, meira í sund, labba á fjöll, hlaupa í hóp, ganga í björgunarsveit, taka þátt í pólitík og vera meira áberandi, samt ekki of því það fílar það enginn. Ef þú skyldir nú komast á stefnumót þá máttu alls ekki tala um fyrrverandi, vinnuna, börnin, forsetaframboðið, náttúruvernd, kreppuna, PIP púða eða pólitík...... Þú mátt alls ekki drekka of mikið, en heldur ekki of lítið, vera of mikið máluð eða hlæja of hátt. Ekki svara við fyrstu hringingu, senda of mörg sms eða taka frumkvæðið að hitting og fyrir alla muni þá verður þú að muna að hann er veiðimaðurinn og þú ert gyðjan!! Sjálfshjálparbókarfíkillinn: þetta er alls ekki svona flókið, farðu eftir þessu þá getur það ekki klikkað. Byrjaðu á að lesa „Klúðraðu ekki lífi þínu kona“ og stúderaðu bókina „Súperflört“ afturábak og áfram, pantaðu svo á amazon.com „Why am I still single“ og „How to meet your match“ ásamt „How to make a man fall in love with you“ eða „Make every man want you“!! Nú ef þú kemst á stefnumót eru bækur eins og „Why do men love bitches“, „Rules of the game“ og „The pick up artist“ ómissandi og svo gæti verið gott að lesa „Hes just not that into you“ eða „You lost him at hello“ og „Affairs of the net“. Um leið og þú ferð í gegnum bækurnar „Is your man cheating on You“ og „The Tiger Wood Syndrome“ mundi ég stinga í jakkavasann hans „How to treat a woman“ og „A new ladies man“. Nú ef sambandið virðist eiga möguleika þá mundi ég ekki fyrir nokkra muni sleppa bókinni „The secret lives of men“ „Before its to late“ og „Finding the hero in your husband“. Svo máttu ekki gleyma sjálfri þér í öllu þessu og þá koma YOU bækurnar að góðum notum: YOU on a diet, YOU being beautiful, YOU stressless, YOU staying young, YOU staying sexy and in shape all the time. Bíómyndanördin: ertu örugglega búin að stúdera „Pretty woman“, hallóóóó, við erum að tala um gleðikonu sem fann draumamanninn, ríkan, myndarlegan og með mikla tilfinningagreind. Eða „An officer and a gentleman“, verksmiðju- stúlkan sem fékk herforingjann sinn að lokum! Og af því að þú ert kennari þá er myndin „The mirror has two faces“ kannski málið. Kennarinn þurfti BARA að breyta útlitinu til að maðurinn sem hún elskaði fattaði hvað hún væri gordjöss í raun og veru en líka með heila. En ekki vera með of mikinn heila! Mundu að í „The way we were“ þá þvældust metnaðurinn og hugsjónirnar bara fyrir Catie, ekki viltu það, HA! Hún missti manninn út af því. Taktu svo „Titanic“ kvöld öðru hvoru. Hverju fórnar maður ekki fyrir ástina þrátt fyrir að hafa aðeins þekkst í nokkra daga. Við erum að tala um að maðurinn fraus fyrir HANA! Held þú þurfir aðeins að skoða forgangsröðunina í lífi þínu! Anna Lóa í vörn: Já en mikilvægasta sambandið í lífinu hlýtur alltaf að vera við sjálfan þig (skrifaði meira að segja heilan pistil um það) – og ef ég er sátt og sæl þá hlýtur hitt að koma ef það á að koma. Það er ekki eins og þetta sé það sem skipti öllu máli. Það eru kostir og gallar við að vera einn og mér finnst þið sem eruð í sambandi nú alveg vera gangandi sönnun þess. Það er alveg sama hvaða aðstæður það eru sem við erum í, það er aldrei ein allsherjar sæla! Þannig er bara lífið ekki, sama hvað hver segir (sniff). Ráðgjafi, sjálfshjálparbókafíkill og bíómyndasjúklingur svara nánast samhljóma: Mímímímí, blablabla – það VILL enginn vera einn, sættu þig við það og hættu þessu rausi og „ég þarf að elska sjálfa mig og virða“ kjaftæði! Málið er einfalt: finndu einhvern fola sem fullkomnar þig!! Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Finndu fola sem fullkomnar þig! Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Reykjavík - Reykjanesbæ Akureyri - Húsavík Vestmannaeyjum Steypugljái á stéttina í sumar SUPERSEAL TOP COAT ATVINNA Óskum eftir að ráða blikksmið eða málmiðnaðarmann sem fyrst. Blikksmiðja Ágústar Guðjónssonar Vesturbraut 14 Reykjanesbæ. Umsóknir sendist á agblikk@simnet.is Rauði kross Íslands Suðurnesjadeild Flóamarkaður Föstudaginn 1. júní nk., verður haldinn flóamarkaður að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ, frá kl. 13:00 - 16:30. BIFVÉLAVIRKI ÓSKAST Laghentir, bílaþjónusta, leitar að bifvélavirkja til starfa í Reykjanesbæ. Um er að ræða langtímastarf. Upplýsingar veitir Guðmundur í síma 861 7600 eða á staðnum, Iðjustíg 1 C Vilja aukið framlag vegna fjarnáms á Suðurnesjum Fulltrúar Miðstöðvar símennt-unar á Suðurnesjum áttu fund með stjórn Sambands sveitar- félaga á Suðurnesjum á dögunum til að að ræða þá stöðu sem upp er komin með fjarnám á Suður- nesjum. Aðstaða er fyrir fjarnema á tveim stöðum á Suðurnesjum, þ.e. í Reykjanesbæ og Grindavík. Fjöldi nemenda á hverri önn er 80-100 manns. Meðalaldur nemenda er 36 ár og stundar stór hluti nemenda vinnu með námi. Búseta fjarnema hefur verið greind og var niðurstaðan sú að 87% út- skrifaðra nemenda búa á Suður- nesjum. Frá árinu 2004 hafa 107 nemendur útskrifast frá Háskól- anum á Akureyri. Eins og staðan er núna þá vantar fjármuni til að standa undir rekstri fjarnáms á Suðurnesjum á næstu árum. Stjórn S.S.S. samþykkir að fela for- manni og framkvæmdastjóra að fara í viðræður við Mennta- og menningarmálaráðuneytið um aukið framlag til svæðisins vegna fjarnámsins í samráði við forsvars- menn MSS. Í framhaldi af þessum fundi bók- aði bæjarráð Sveitarfélagsins Voga eftirfarandi: „Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga styður að á næstu fjárhagsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suður- nesjum verði því fé sem veitt er í sérstök verkefni sveitarfélaganna forgangsraðað þannig að Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum geti boðið upp á fjarnám í hjúkrunar- fræði næsta haust. Ef fundur S.S.S. og M.S.S. með ríkinu bera árangur og frekari framlög fáist í fjarnám á Suðurnesjum á því tímabili sem hjúkrunarfræðinámið stendur yfir mun framlag sveitarfélaganna lækka sem því nemur. Svæðið þarf mjög á hjúkrunarfræðimenntuðu fólki að halda ekki síst í öldrunar- þjónustu og er fjarnám í hjúkrunar- fræði mikilvægt fyrir þá uppbygg- ingu í hjúkrunarmálum aldraðra sem nú er að fara af stað“. Stjórn S.S.S. tekur á síðasta fundi sínum undir með Sveitarfélaginu Vogum að brýnt sér að bjóða upp á aðstöðu til fjarnáms á Suðurnesjum. Stjórnin mun aðstoða M.S.S. til að leita leiða við að finna fjármagn svo hægt sé að halda uppi þjónustu við fjarnema á Suðurnesjum. Nauðsyn- legt er að ríkið komi til móts við M.S.S. og sveitarfélögin á Suður- nesjum með því að styrkja fjarnám á svæðinu til jafns við aðra lands- hluta. Þannig væri hægt að tryggja áframhaldandi fjarnám hjá M.S.S. Átján ára á 156 kílómetra hraða Sautján ökumenn reyndust aka yfir leyfilegum hámarkshraða við umferðareftirlit lögreglunnar á Suðurnesjum nú um helgina. Ellefu ökumenn gerðust brotlegir með þeim hætti á aðeins þremur klukkustundum. Ökumennirnir sautján mældust allir á of miklum hraða á Reykja- nesbraut. Einn þeirra var 18 ára piltur, sem mældist á 156 kíló- metra hraða. Hann þarf að greiða 140 þúsund krónur í sekt og fær þrjá punkta í ökuferilsskrá.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.