Víkurfréttir - 31.05.2012, Síða 17
17VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012
Heilsudagar í Kríunesi
Dagana 06 - 10 júní
Guðbjörn Gunnarsson
Einka- markþjálfari
Anna Katrín Ottesen
Sjúkraþjálfari
Matti Ósvald Stefánsson
M.Th.-NLP Pr.
Heilsuráðgjafi
Aðrir leiðbeinendur:
Björn I. Stefánsson framkvæmdastjóri
Örn Jónsson nuddari
Markmiðið er:
Basískur líkami.
Hugafarsbreyting til framtíðar.
Meðvitund um að líkaminn er musteri sálarinnar.
Læra æfingar sem auðvelt er að viðhalda.
Jóga
Nánari upplýsingar og skráning:
Sími 8972400
www.kriunes.is
ingi@kriunes.is
Fræðsla - hugleiðsla - markþjálfun - bátar - hjól - þrek - göngur
YFIR 100 HJÓL AF ÖLLUM STÆRÐUM OG GERÐUM
verða til sýnis á stórglæsilegri sýningu - Boðið verður uppá kaffi og kökur fyrir gesti -
Ýmis fyrirtæki verða með vörur til sölu og sýnis - húðflúr og airbrush - hoppukastalar
og andlitsmálun fyrir börn, þannig að allir ættu að finna einhvað við sitt hæfi, bæði
hjólafólk og aðrir gestir - Tónlistaratriði og margt fleira verður í boði - Kl. 15:00 verður
viðgerðarhlé fyrir utan höllina í Tjarnargrill rallýinu sem fer fram þessa sömu helgi -
Þannig að tilvalið er fyrir allt áhugafólk um mótorsport að láta sjá sig - Kveðja Ernir
›› Andrea Björg Jónsdóttir með hæstu einkunn frá FS:
Andrea Björg Jónsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi þegar út-
skrift Fjölbrautaskóla Suðurnesja fór fram um síð-
astliðna helgi. Andrea segist stefna á læknisfræði
en hún heillaðist af læknisfræðinni þegar hún fór á
háskóladagana á síðasta ári. „Þá sá ég mig ekki vera
neitt annað en lækni í framtíðinni,“ sagði Andr-
ea í samtali við Víkurfréttir. Andrea fékk einnig
viðurkenningu fyrir góðan árangur í ensku, fyrir
spænsku og hún fékk gjöf frá danska sendiráðinu
fyrir árangur sinn í dönsku.
Andrea Björg fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir
árangur sinn í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði
og hún fékk einnig gjafir frá Íslenska stærðfræða-
félaginu og Verkfræðistofu Suðurnesja fyrir árangur
sinn í stærðfræði og frá Háskólanum í Reykjavík fyrir
framúrskarandi árangur í raungreinum á stúdentsprófi.
Andrea Björg fékk svo 100.000 kr. styrk úr Skólasjóði
Fjölbrautaskólans fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi.
Landsbankinn veitti Andreu svo viðurkenningar fyrir
góðan námsárangur og góðan árangur í tungumálum,
stærðfræði og raungreinum.
Skipulag er númer eitt, tvö og þrjú að mati Andreu
þegar kemur að náminu en hún segir það einnig mikil-
vægt að vera þolinmóður og hafa gaman af náminu.
„Ég hef alltaf verið mjög skipulögð, en að mínu mati
er skipulag númer eitt, tvö og þrjú. Það hjálpaði mér
einnig mjög mikið að vinna jafnt og þétt, ekki fresta
hlutunum fram á síðustu stundu,“ segir Andrea.
Andrea hélt stóra útskriftarveislu um síðustu helgi
þar sem hún bauð fjölskyldunni og vinafólki, en síðan
komu vinir hennar í heimsókn um kvöldið á útskriftar-
deginum. Hún gerði svo vel við sig í tilefni áfangans og
keypti sér iPhone. „Það var smá útskriftargjöf frá mér
til mín,“ en Andrea hefur tvö síðustu ár unnið í Kaskó
í Keflavík með skólanum. Hún segir það vera mjög
þægilega vinnu með skóla.
Uppáhalds fag Andreu hefur alltaf verið stærðfræði,
en hún hefur alltaf átt tiltölulega auðvelt með að skilja
hana að eigin sögn. „Ég sá samt hvað ég hafði gaman
af að læra um mannslíkamann þegar ég fór í LOL (líf-
færa- og lífeðlisfræði) áfangana í FS. Mér fannst þeir
rosalega skemmtilegir.“
Andrea æfði sund á árum áður en hún hefur mjög
gaman af ýmiss konar hreyfingu. „Ég hef haldið áfram
að stunda líkamsrækt á hverjum degi eftir að ég hætti,
enda þekki ég ekki neitt annað. Vinir mínir hafa líka
alltaf átt stóran part í mínu lífi, en ég kynntist einmitt
bestu vinkonum mínum í gegnum sundið. Svo finnst
mér einnig gaman að ferðast og sjá og upplifa nýja
hluti. Ég ætla mér að vera dugleg að ferðast í fram-
tíðinni.“
Andrea hafði upphaflega hugsað sér að fara í Mennta-
skólann í Reykjavík en ákvað að sækja um í FS þar
sem hún var enn að æfa sund. Hún segist ekki sjá eftir
þeirri ákvörðun en hún upplifði margt skemmtilegt í
FS og kynntist fullt af frábæru fólki, bæði kennurum
og nemendum. Andrea ætlar fyrst og fremst að vinna
hjá bílaleigunni Hertz í sumar. Hún gerir svo örugg-
lega eitthvað skemmtilegt þegar hún á frí, en segir það
ekkert vera ákveðið.
Dúxinn verðlaunaði
sig með iPhone
Laugardaginn 2. júní næstkomandi mun Ernir, bifhjólaklúbbur Suðurnesja, halda sitt árlega
Arnarkast, en þetta er leikur þar sem hjólað er
um Reykjanesið og stoppað á fyrirfram ákveðnum
stöðum þar sem kastað er teningum. Einnig verður
tekið þátt í Sjóaranum síkáta með Grindjánum, í
lokin eru síðan veitt verðlaun fyrir hæstu skorin.
Þeir sem taka þátt í þessum leik greiða ákveðið þátt-
tökugjald, eins og undanfarin ár mun ágóðinn renna
til góðs málefnis. Að þessu sinni mun klúbburinn
styrkja Fjölskylduhjálp Íslands á Suðurnesjum
Hjólakveðjur, stjórnin.
Neftóbak í salerni
Öryggisgæsla í Flugstöð Leifs Eiríkssonar tilkynnti á föstudag lög-reglunni á Suðurnesjum um grunsamlegan poka í almennings-
salerni í flugstöðinni. Pokinn var tekinn í vörslu lögreglu og afhentur
tollgæslunni til skoðunar. Ekki reyndist vera um fíkniefni að ræða í
pokanum, eins og grunur lék á í fyrstu, heldur innihélt hann líklegast
neftóbak. Pokinn vóg um 530 grömm og var tóbakið blautt. Líklegt er
talið að því hafi átt að sturta niður en það hafi ekki tekist. Pokanum
var fargað.
Ellefu óku of hratt
Ellefu ökumenn hafa verið staðnir að hraðakstursbrotum í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sjö hinna
brotlegu ökumanna óku um Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði
er 90 kílómetrar á klukkustund. Sá sem hraðast ók mældist á 134 kíló-
metra hraða. Þá voru þrír staðnir að of hröðum akstri á Njarðarbraut
og einn á Grindavíkurvegi.
Með loftbyssu og skotfæri í Leifsstöð
Lögreglunni á Suðurnesjum var nýverið gert viðvart um að karl-maður væri með loftbyssu og skotfæri í fórum sínum í Flugstöð
Leifs Eiríkssonar. Höfðu munirnir komið fram við skimun öryggis-
gæslu á farangri mannsins. Eigandinn, erlendur ferðamaður, kvaðst
hafa komið með skipi frá Noregi og vera á leiðinni til Grænlands með
flugi.
Honum var gerð grein fyrir að óleyfilegt væri að ferðast með muni af
þessu tagi og lagði lögregla síðan hald á loftbyssuna, tvo kassa af loft-
þrýstihylkjum og fjögur box af skotfærum.
Arnarkast á laugardaginn
Auglýsingasím
inn
er 421 0001