Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.05.2012, Síða 21

Víkurfréttir - 31.05.2012, Síða 21
21VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 n Auglýsingadeild í síma 421 0001 n Fréttadeild í síma 421 0002 n Afgreiðsla í síma 421 0000 SJÓMANNADAGURINN Sjómannamessa og dagskrá í Duushúsum sunnudaginn 3. júní kl. 11:00 - Sjómannamessa í Bíósal. Sr. Baldur Rafn Sigurðsson í Bíósal. - Stjórn Bátafélagsins afhendir ný bátalíkön - Safnstjóri Byggðasafnsins kynnir sjóminjar í eigu safnsins - Aldraðir sjómenn segja frá Í lok dagskrár verður lagður krans við minnismerki sjómanna. Sjómannadagstilboð á súpu á Kaffi Duus HVAÐ EINKENNIR GÓÐ SAMBÖND? Fyrirlestur með dr. John M. Gottman miðvikudaginn 6. júní kl. 17:00 - 19:00 í Hörpu. Viltu læra hvað einkennir góð sambönd og hvað einkennir sambönd sem ganga ekki upp. Er þitt samband eins og þú vilt hafa það? Býr sambandið yfir þeim eiginleikum sem eru nauðsynlegir til að það endist? Miða  á fyrirlestur dr. John M. Gottman er hægt að kaupa  hjá Þjónustuveri Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12 milli kl.09:15 – 15:30 fram til 5. júní.   Miðaverð kr. 4000,- Opinn kynningarfundur um um endurskoðun Aðalskipulags Keflavíkurflugvallar Opinn kynningarfundur um endurskoðun Aðalskipulags Keflavíkurflugvallar 2012 - 2030, verður haldinn í Flug- stöð Leifs Eiríkssonar, 3. hæð (Marklandi), fimmtudaginn 7. júní kl. 16:30 - 17:45. Þar verður almenningi og öðrum hagsmunaaðilum gefin kostur á því að kynna sér leiðarljós og áherslur vinnuhóps aðalskipulags Keflavíkurflugvallar. Á fundinum verður farið yfir helstu viðfangsefni sem eru mikilvæg fyrir hagsmuni og þróun Keflavíkurflugvallar. Að undanförnu hefur vinnuhópur aðalskipulags unnið að þarfagreiningu Keflavíkurflugvallar og hefur þar litið til flugbrauta, flugstöðva, flugþjónustu, öryggis flugumferðar, samgangna og veitna, og öryggissvæðisins. Á fundinum verða kynntar helstu niðurstöður greiningar og umfjöllunar um valkosti og þær tillögur og áherslur sem áframhaldandi skipulagsvinna mun fylgja. Tilgangur fundarins er að kynna þessar niðurstöður og er lögð áhersla á að fá fram sjónarmið og umræðu við fram- lögð gögn áður en haldið verður lengra í skipulagsvinnunni. Hægt verður að nálgast „Leiðarljós og áherslur skipulagsvinnu“, þann 6. júní á skrifstofu skipulagsfulltrúa Keflavíkurflugvallar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og á heimasíðu Keflavíkurflugvallar: http://www.kefairport.is/Flytileidir/Um-felagid/Skipulagsmal Hægt verður að senda inn ábendingar um Leiðarljós og áherslur skipulagsvinnu til og með 5. júlí nk. Senda skal þær til skipulagsfulltrúa, Sigurðar H. Ólafssonar, á póstfangið shol@isavia.is eða á skrifstofuna, merktar Aðalskipulag Keflavíkurflugvallar. Keflavíkurflugvelli, 29. maí 2012. F.h. Skipulagsyfirvalda á Keflavíkurflugvelli Sigurður H. Ólafsson, skipulagsfulltrúi. Lærum og leikum með hljóðin gerir samning við 365 miðla Nýlega undirrituðu Bryndís Guðmundsdóttir talmeina- fræðingur og Skarphéðinn Guð- mundsson dagskrárstjóri samn- ing um að sýna myndefni Lærum og leikum með hljóðin sem hluta af barnaefni á sjónvarpsrásum 365 miðla. Fyrstu sýningar hefj- ast haustið 2012 og verður notað myndefni og lifandi tónlist sem Menningarráð Suðurnesja og Samfélagssjóður Landsbankans styrktu. Myndefnið hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá börnum, foreldrum og skólum um allt land. Hér er um séríslenskt efni að ræða, með lifandi tónlist, sem er mikilvægt framlag til menningar og undirbúningsfærni barna fyrir hljóðmyndun og lestur. Bryndís Guðmundsdóttir mun fylgja efninu úr hlaði og var m.a. greint frá samningnum á nýaf- stöðnu námskeiði Lærum og leikum með hljóðin sem var haldið fyrir Fræðsluskrifstofur á Norðurlandi. Myndefni Lærum og leikum með hljóðin verður sýnt í litlum þáttum þar sem færi gefst á að vinna skipulega í samstarfi við skóla og fjölskyldur með hvert og eitt málhljóð. Ýmis ný verkefni eru á döfinni hjá Raddlist sem gefur út og framleiðir Lærum og leikum með hljóðin. Fyrirhuguð er spjaldtölvuútgáfa og útgáfa á nýju efni í hljóðkerfis- vitund sem byggir á aðferðafræði Lærum og leikum með hljóðin; Hljóðalestin, auk þess sem útgáfa og rannsóknavinna erlendis er í undirbúningi. Pálmi Guðmundsson framkvæmdastjóri Dagskrársviðs 365 miðla og Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri sem hér eru með Bryndísi Guð- mundsdóttur handsöluðu samninginn hjá 365 miðlum.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.