Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.05.2012, Síða 22

Víkurfréttir - 31.05.2012, Síða 22
22 FIMMTUDAGURINN 31. MAí 2012 • VÍKURFRÉTTIR Menn eru spenntir fyrir þessum leik og það er komin stemning í bæinn enda Sjóarinn síkáti að detta í gang,“ segir Óskar Pétursson markvörður Grindvíkinga en Grindvíkingar taka á móti taplausum Skagamönnum á laugardaginn klukkan 16:00 á laugardag. Óskar gerir sér grein fyrir því að ekki sé hægt að hrópa húrra fyrir gengi liðsins það sem af er tímabili og hann er ekki frá því að hann sé orðinn slappur í bakinu eftir að hafa náð í boltann úr netinu 16 sinnum í aðeins fimm leikjum. „Við erum fyrst og fremst að vinna í því að skipuleggja okkur varnarlega. Um leið og við náum að stoppa í götin þá verður þetta allt annað, því við erum með menn sem geta skorað,“ segir Óskar. Grindvíkingar létu tvo leikmenn fara í vikunni en það voru þeir Gavin Morrison og Jordan Edridge sem ekki þóttu standa undir væntingum. „Það er leiðinlegt að missa þá því maður var búinn að kynnst þeim. En þetta er bara ákvörðun sem er tekin og við bara stöndum og föllum með henni og gott að sjá að eitthvað er verið að gera til að breyta genginu.“ Óskar segist bíða spenntur eftir því að sjá leikmann eins og Hafþór Ægi koma á völlinn aftur en hann hefur verið mikið meiddur síðustu árin. Hafþór, ásamt Paul McShane og Magnúsi Björgvinssyni, eru allir að stíga upp úr meiðslum og eiga vafalaust eftir að styrkja sóknarleik Grindvíkinga. „Það er samt engin markastífla hjá okkur, við verðum bara að hætta að fá öll þessi mörk á okkur.“ Í s í ð a s t a l e i k n á ð u G r i n d v í k i n g a r a ð skora tvö mörk undir lokin og jafna 3-3 gegn Selfyssingum og krækja í stig. „Það er alltaf gaman að koma til baka en ég hefði viljað skora eitt í viðbót og stela sigrinum,“ sagði Óskar. Hvernig verður að mæta Skagamönnum? „Þeir eru með sterka leikmenn og það er sjálfsagt hugur í mönnum enda hefur þeim gengið vel. Við erum samt bara betri ef eitthvað er á móti þessum svokölluðu stóru liðum þannig að ég held að það verði bara helvíti gaman á laugardaginn. Það er kominn tími til þess að þeir tapi og við náum að fylla völlinn,“ sagði Óskar að lokum. útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. súrt tap, sætur sigur Nú er fótboltasumarið komið á fullt og allir ánægðir. Við hjá Keflavíkurliðinu höfum verið frægir fyrir það að blása í einhverja blöðru af öllu afli í byrjun móts. Svo bíða allir spenntir eftir að blaðran springi, sem gerist stundum, og við sígum niður töfluna. Við höfum blásið heldur varlegar í blöðruna árið 2012 en síðustu sumur og farið rólegar af stað í stigasöfnun en oft áður. Að sjálfsögðu gerum við það ekki viljandi, fótboltinn er bara svona skrítinn. Stundum vinnurðu og stundum taparðu, það er að segja þegar leikirnir fara ekki jafntefli. Það þarf samt ekki að vera neinn dauði og djöfull þó að við förum rólega af stað. Spilamennskan hefur fyrir það mesta verið jákvæð og margir ungir og efnilegir leikmenn að byrja vel. Ef ég hefði fengið að ráða þá hefðum við reyndar verið búnir að vinna alla okkar leiki hingað til. Ég fæ engu að ráða, ég er bara markmaður. Það væri samt allt svo miklu einfaldara ef við gætum bara unnið alla leiki. Allt verður aðeins erfiðara og leiðinlegra þegar maður tapar. Ég verð aðeins erfiðari og leiðinlegri þegar ég tapa, spyrjið bara konuna mína. Maturinn eftir tapleik er ekki jafn góður og eftir sigur. Maður er lengur í gang á morgnana eftir tapleik heldur en sigurleik, í mínu tilfelli kemur það sér mjög illa, það þýðir að ég er farinn að virka í kringum hádegi eftir tapleik. Svo þegar kemur að æfingu eftir tapleik er hún langt í frá jafn skemmtileg og eftir sigur. Menn eru að hittast í fyrsta sinn eftir leikinn og kryfja hann. Það er ólíkt skemmtilegra að fara yfir eitthvað sem heppnast vel og var skemmtilegt heldur en lélegan tapleik fullan af mistökum. Sigurleikir eru fullir af mistökum alveg eins og tapleikir, þau eru bara auðveldlega fyrirgefin þar sem leikurinn vannst. Ég hef spilað einhverja fótboltaleiki um ævina og tapað nokkrum því miður og það venst aldrei. Ef maður venst því að tapa er maður í vondum málum. Maður lærir samt á sjálfan sig eftir nokkur ár í boltanum. Það er drullufúlt að tapa en ef maður ætlar að berja sig í hausinn eftir hvert tap er maður mjög líklega lengur að ná sér eftir það. Líkurnar á því að þú vinnir hljóta að minnka í hvert sinn sem þú brýtur þig niður í huganum. Sigrarnir eru fljótir að bæta upp allar slæmu tilfinningarnar sem fylgja tapleikjum. Eins og fyrir töfra verður allt betra og jákvæðara við að vinna leik. Við vorum búnir að tapa tveimur leikjum í röð áður en við mættum ÍBV. Ekki fallegasti sigur sem við höfum unnið en mikið ofsalega var hann ljúfur. Svo ljúfur að ég spáði Íslandi í fyrsta sæti í Júróvision partíinu á laugardaginn. Ekki mjög raunhæft kannski en mikið ofsalega er gaman að vinna. Það má gera ráð fyrir því að þetta verði léttur og skemmtilegur leikur. Kristján vinur minn vill spila skemmtilegan bolta eins og við og því má búast við fjörugum leik,“ segir Guðmundur Steinarsson framherji Keflvíkinga en þeir fara á Hlíðarenda í kvöld og mæta þar Kristjáni Guðmundssyni og Valsmönnum. Með sigri geta Keflvíkingar farið upp í fjórða sæti en liðið er þessa stundina í því fimmta. „Við ætluðum fyrir mót að gera okkar heimavöll að vígi en við töpuðum gegn Stjörnunni á heimavelli og því verðum við að vinna það upp á útivelli, það væri ágætt að byrja á því núna,“ hann segist jafnframt vera svekktur með tapið gegn Stjörnunni og einnig gegn ÍA uppi á Skaga. „Þar hefði ég viljað ná í stig en svona heilt yfir þá er ég alveg þokkalega sáttur. „Það er dálítið verið að breyta um leikstíl frá síðustu tveimur árum og svo eru tveir ungir menn, þeir Frans (Elfarsson) og Arnór Ingvi (Traustason) að stjórna spilinu á miðjunni. Það er alltaf áhætta að fá svo unga leikmenn í þessi hlutverk en þeir hafa verið að standa sig mjög vel og það hefur í raun tekið styttri tíma að púsla liðinu saman en ráð var gert fyrir. Hefðu þessir leikmenn átt að fá sénsinn í U-21 liði Íslands? „Það hefur nú oft verið þannig að þeir sem hafa verið að spila stór hlutverk í sínum liðum hafa verið að fá séns í landsliðunum. Mér finnst alla vega skrýtið að þeir skuli ekki hafa verið kallaðir inn í hópinn a.m.k. Það er oft verið að velja menn sem eru á samningi erlendis bara af því að þeir eru þar. Þegar farið er að grafa dýpra þá eru þeir kannski ekkert að spila að ráði. Ég hefði alltaf tekið mennina sem eru í leikstandi og eru að skila sínu hérna heima.“ En hvernig er það, eiga menn að halda þér í fantasy-liðinu, fara mörkin að detta inn? „Ég segi nú yfirleitt fólki að taka mig úr liðinu, svo þegar ég fer að skora þá fæ ég einn öll stigin,“ segir Guðmundur og hlær. Að lokum vildi Guðmundur hvetja fólk til þess að mæta með rútunni á leikinn og spara sér bensínið. Bið fólk um að taka mig úr fantasy-liðinu -segir Guðmundur Steinarsson Kominn tími á að Skaginn tapi - stórleikur á Sjóaranum síkáta Birgir Leifur Hafþórsson, besti kylfingur Íslands sigraði á fyrsta móti Eimskipsmótaraðarinnar í golfi sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um síðustu helgi. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari kvenna 2011 var best í kvennaflokki. Birgir Leifur lék mjög gott golf, var fyrri daginn á pari í miklum vindi en lék seinni hringinn á 4 undir pari og vann með tveimur höggum. Annar varð Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr Golfklúbbi Reykjavíkur. Klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja, Guðmundur Rúnar Hallgrímsson varð í 25. sæti og náði sér ekki á strik í mótinu. Klúbbmeistari kvenna hjá GS, Karen Guðnadóttir varð í 11. sæti af 25 þátttakendum í meistaraflokki kvenna. Birgir Leifur bestur á Hólmsvelli í Leiru VF-mynd/pket. Birgir Leifur á teig á 3. braut, Bergvíkinni þegar Kári blés duglega.

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.