Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.06.2010, Qupperneq 4

Neytendablaðið - 01.06.2010, Qupperneq 4
Steinar Júlíusson hefur verið félagsmaður í Neytendasamtökunum í mörg ár. Hann hefur í áratugi búið í húsnæði á vegum húsnæðis­ samvinnufélaga og hefur mikla reynslu af slíkum félögum bæði hérlendis og erlendis. Steinar segir erfitt að skilja hvers vegna svo margir Íslendingar séu tilbúnir að skuldsetja sig langt fram í tím ann til þess eins að geta búið í einkahúsnæði. Búseturéttur sé góður kostur og geri fólki kleift að búa í góðu húsnæði án þess að skuld­ setja sig áratugi fram í tímann. Neytendablaðið ákvað að fræðast meira um málið. Margir kostir Steinar og eiginkona hans, Guðrún Jónasdóttir, hafa búið í hús næðis samvinnufélagsíbúð á Íslandi undanfarin 19 ár. Sjálfur er Stein ar í stjórn Búmanna hsf. og þau hjónin eru með búseturétt í íbúð á vegum Búseta hsf. Steinar segir þau mjög ánægð með þetta fyrirkomulag og að þau myndu ekki skipta aftur yfir í hefðbundið íslenskt húsnæðis kerfi aftur. „Kostirnir eru margir,“ segir Steinar. „Við þurfum t.d. ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi eða standa í karpi við fasteignasala og iðnaðarmenn. Þannig spörum við tíma og áhyggj ur sem fylgja kaupum á séreignaríbúð. Kostnaðurinn er sann gjarn og við greiðum mánaðarlega sameiginleg gjöld og skyld ur af íbúð og húsi auk smá upphæðar í viðhaldssjóð. Búsetu­ formið er að okkar mati gott; rólegt og öruggt sambýli og alls ekki síðra en í sambærilegum íbúðarhúsum.“ Húsnæðissamvinnufélög víða um heim „Fyrstu kynni mín af húsnæðissamvinnufélögum voru árið 1987 þegar ég bjó í tvö ár í slíku húsnæði í Osló. Til marks um það hversu vinsæl slík félög eru í Noregi hefur stærsta félagið, OBOS, með þriðju hverju íbúð að gera á Osló­svæðinu.“ En það er ekki bara á Norðurlöndum sem slík félög gegna mikil­ vægu hlutverki. Þau eru t.d. afar sterk í Kanada og Steinar segir einnig merkilegt að í hinum kapítalísku Bandaríkjum sé starfsemin mjög öflug og bendir á að í New York sé að finna stærsta sam félag húsnæðissamvinnufélaga í heimi með u.þ.b. 3,8 miljónir félags­ manna. „Íbúðirnar eru í sjálfri miðborginni, á bestu stöðum borgar­ innar, og í þeim býr fólk af öllum stéttum. John Lennon og Yoko Ono bjuggu til að mynda í slíku húsi.“ Berlín reist úr rústum Steinar tekur dæmi um hlutverk húsnæðissamvinnufélaga við endur reisn Berlínar: „Heimsborgin Berlín var nánast rústir einar fyrir 64 árum. Ekki eitt einasta hús á margra ferkílómetra svæði var heilt en íbú arnir stofnuðu húsnæðissamvinnufélög sem endurbyggðu íbúðar húsin í borginni á undraskömmum tíma. Berlínarborg er löngu risin úr rústunum og endurreisnin gekk fljótt. Borgin er nú þægi leg og mikil menningarborg sem gaman er að heimsækja. Enn þá búa um 80% íbúa borgarinnar í húsum húsnæðisfélaga, fólk af öll um stéttum; læknar, prófessorar, verkamenn og kennarar.“ Steinar Júlíusson Húsnæðissamvinnufélög – góður kostur Allir þurfa þak yfir höfuðið. En hvers vegna vilja Íslendingar endilega eiga það? 4 NEYTENDABLA‹I‹ 2. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.