Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.07.2012, Síða 2

Víkurfréttir - 12.07.2012, Síða 2
FIMMTUDAGURINN 12. júLí 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 ›› Tveir hælisleitendur fóru inn á öryggissvæði Keflavíkurflugvallar og földu sig í flugvél: Liðna helgi komust tveir ungir hælisleitendur inn á ör-yggissvæði Keflavíkurflugvallar og fundust um borð í vél Icelandair við reglubundna skoðun. Isavia lítur mjög alvarlegum augum á atvikið en bendir á að öryggiskerfið hafi virkað þar sem að áhöfn Icelandair hafi fylgt forskrif- uðum verklagsreglum í hvívetna og fundið mennina áður en vélin fór í loftið. Þetta segir í tilkynningu sem Isavia hefur gefið út. Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins og liggur niðurstaða rannsóknar ekki endanlega fyrir. Isavia hefur veitt lögreglunni aðgengi að öllum gögnum sem kunna að varpa ljósi á hvernig mennirnir komust inn á svæðið og í flugvélina. Isavia tók þá ákvörðun að veita ekki upplýsingar um málið fyrr en það lá fyrir með hvaða hætti mennirnir komust inn á svæðið. Ljóst er að mennirnir fóru ekki í gegnum öryggishlið inn á flugvallarsvæðið né í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Fóru þeir yfir girðingu inn á svæðið og þaðan inn á flughlaðið við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Öryggisdeild Isavia, sem fer með öryggis- og flugverndarmál á Keflavíkurflugvelli, starfar eftir mjög ströngu verklagi sem samþykkt er af Flugmálastjórn Ís- lands. Við skoðun á verklagi öryggisstarfsmanna Isavia á þeim tíma er viðkomandi atvik átti sér stað kemur ekkert athugavert í ljós við störf þeirra. Hælisleitendurnir hafa greinilega verið vel skipulagðir. Í ljósi alvarleika málsins mun Isavia yfirfara öryggiseftirlit með starfssemi á svæðinu, þrátt fyrir að öryggiskerfið hafi virkað í þessu tilviki, segir í tilkynningu Isavia. Isavia yfirfer öryggiseftirlit KVEN- OG BARNAFATAVERSLUN J J& Hafnargata 21 GOT T VER Ð Víkurfréttir hafa flutt ritstjórnarskrifstofur blaðsins að Krossmóa 4 í Reykjanesbæ Farþegaþotur hófu sig á loft tæplega tólf hundruð sinnum frá Keflavíkurflug- velli í júní. Langflestar voru merktar Icelandair. Þetta kemur fram á vefnum Túristi.is Þeim hefur fjölgað erlendu flug- félögunum sem sjá sér hag í að fljúga til Íslands. Vægi þessara félaga er hins vegar lítið þegar horft er til allra brottfara á Keflavíkurflugvelli í júnímánuði. Flest eru þau með í kringum eitt til tvö prósent af heildinni sam- kvæmt talningu Túrista. Icelandair ber höfuð og herðar yfir aðra því tæplega sjötíu prósent af ferðum frá landinu voru á vegum þess. Iceland Express er annað um- svifamesta fyrirtækið í millilanda- flugi með níu prósent hlutdeild og WOW air er í þriðja sæti. Airberlin og SAS eru stærstu erlendu félögin eins og sjá má á töflunni hér að neðan. Vægi þeirra 5 stærstu á Keflavíkurflugvelli í júní 1. Icelandair - 68,5% 2. Iceland Express - 9% 3. WOW air - 6% 4. Airberlin - 3,5% 5. SAS - 3% Tvær af þremur á vegum Icelandair Aðsókn í gönguferðir um Re ykjanesskagann me ð Reykjanesgönguferðum hefur verið með miklum ágætum í sumar, að sögn Rannveigar Lilju Garðarsdóttur, leiðsögumanns, sem staðið hefur fyrir gönguferð- unum. Stærstur hluti göngufólks- ins kemur frá Suðurnesjum en einnig hafa göngumenn verið að koma af höfuðborgarsvæðinu til að njóta þess sem náttúra Suður- nesja hefur uppá að bjóða. Rannveig segir að 50-70 manns séu í hverri gönguferð að jafnaði og þátttakendur séu á öllum aldri. Reynt sé að hafa ferðirnar þannig að þær henti öllum áhugasömum um gönguferðir. Gengið er á mið- vikudögum og nú eru sex göngur að baki og fjórar eftir. Meðfylgj- andi mynd var tekin á dögunum þegar gengið var um Sveifluháls en þar er mikil náttúra eins og sjá má á myndinni. Nánar má lesa um Reykjanesgöngur á vf.is. Vinsælar göngur

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.